Síða 1 af 1

Öruggur á netinu

Sent: Mið 26. Jan 2011 17:06
af Leviathan
Nú hefur maður oft heyrt af því að email aðgangar hjá fólki hafi verið yfirteknir eða tölvurnar hjá þeim séu í rugli útaf einhverjum vírusum. Ég hélt alltaf að það kæmi bara fyrir "nooba" og að almenn skynsemi á internetinu og vírus/malware scan reglulega kæmi alveg í veg fyrir þetta. Í morgun sýnir mamma mín mér svo póst sem ég hafði sent henni frá Gmail addressunni minni sem var augljóslega eitthvað spam. Ég pældi ekkert í því fyrr en núna þegar ég ætlaði að checka á póstinum mínum, þá komst ég ekki inn á hann því passwordinu hafði verið breytt. Ég náði samt að breyta passwordinu aftur með password recoveryinu hjá Google (sem er btw mjög flott finnst mér) og sá þá að ég er búinn að drita þessum pósti á alla sem ég þekki allavega tvisvar.

Hvernig gat einhver náð stjórn á accountinum mínum? Ég nota yfirleitt ekki sama password og á Gmail en útiloka þó ekki að ég hafi gert það einhvern tíman. Er með MSE og SpyBot uppsett og hvorug vörnin hefur fundið neitt. : :-k

Er líklegt að síða sem ég nota, spjallborð t.d., hafi verið hökkuð og passwordin að aðgöngum þar hafi verið borin saman við skráð netfang eða eitthvað?

Re: Öruggur á netinu

Sent: Mið 26. Jan 2011 17:16
af ManiO
Gizmodo var tekinn í þurrt um daginn. Minn user og pass lak á netið. Náði sem betur fer að breyta lykilorðinu á öllum síðum sem ég stunda áður en einhver notfærði sér þetta.

Edit: Gawker ætti þetta nú að vera þó að Gizmodo sé hluti af þeirri samsteypu.

Re: Öruggur á netinu

Sent: Mið 26. Jan 2011 18:15
af bulldog
Það er ekki til neitt sem heitir að vera öruggur á netinu :-({|=

Re: Öruggur á netinu

Sent: Mið 26. Jan 2011 18:30
af gardar
Mynd

Re: Öruggur á netinu

Sent: Mið 26. Jan 2011 18:38
af bulldog
\:D/ \:D/ \:D/ \:D/ \:D/ \:D/ \:D/ \:D/

Re: Öruggur á netinu

Sent: Mið 26. Jan 2011 18:48
af AntiTrust
Góð regla að nota hvergi sama passwordið, og það sérstaklega á síðum. Láta part af lykilorðinu einkennast af síðunni.

Re: Öruggur á netinu

Sent: Mið 26. Jan 2011 18:50
af pattzi
Síðan Mín var hökkuð

http://pattisveinn.co.cc

Fer bara yfir á google sjálfum sér og það er búið að eyða einhverjum gögnum en ég breytti lykilorðinu er heldur ekkert að nota þetta nema fyrir email

Re: Öruggur á netinu

Sent: Mið 26. Jan 2011 19:48
af Leviathan
AntiTrust skrifaði:Góð regla að nota hvergi sama passwordið, og það sérstaklega á síðum. Láta part af lykilorðinu einkennast af síðunni.

Tók einmitt upp á því nýlega. Var annars bara að forvitnast um hvernig þetta hefur gerst. :)

Re: Öruggur á netinu

Sent: Mið 26. Jan 2011 19:52
af Sphinx
gardar skrifaði:Mynd


999 innlegg :D

Re: Öruggur á netinu

Sent: Fim 27. Jan 2011 21:23
af izelord
Var þessi ekki bara að taka þig?

Íslenskur gæji, þarft örugglega að kveikja á HD til að sjá almennilega.

http://www.facebook.com/video/video.php?v=1854264996166

Re: Öruggur á netinu

Sent: Fim 27. Jan 2011 21:30
af CendenZ
izelord skrifaði:Var þessi ekki bara að taka þig?

Íslenskur gæji, þarft örugglega að kveikja á HD til að sjá almennilega.

http://www.facebook.com/video/video.php?v=1854264996166


Ef ég myndi sjá einhvern svona upp á HT eða Þjóbó myndi sá sami gjörsamlega finna fyrir því. Það er alveg á hreinu O:)