Síða 1 af 1

ukbeint.is

Sent: Mið 26. Jan 2011 00:04
af Manager1
Ég rakst á þessa siðu fyrir tilviljun, http://www.ukbeint.is

Þarna er verið að bjóða uppá fartölvur beint frá Bretlandi, en með ábyrgð og þjónustu á Íslandi.

Hefur einhver kynnt sér þetta, hvort verðin séu hagstæð eða hvort þetta er bara önnur leið til að versla fartölvur á sama verði og hérna heima?

Re: ukbeint.is

Sent: Mið 26. Jan 2011 00:24
af Glazier
Ef ég á að segja alveg eins og er þá finnst mér þetta ekki lúkka neitt voðalega spennandi eða traustvekjandi.. :uhh1

Ég ætla amk. ekki að vera einn af þeim fyrstu sem láta reyna á þetta fyrirtæki :-"

Re: ukbeint.is

Sent: Mið 26. Jan 2011 01:35
af rapport
er of líkt okbeint.is

Re: ukbeint.is

Sent: Fim 03. Mar 2011 18:16
af runararn
Gaman að sjá að fólk taki eftir síðunni okkar á UKbeint.is

Vefsíðan var sett af stað í desember og við höfum verið að bæta við vörum og laga hana til undanfarnar vikur. Já, það er rétt að tölvurnar koma beint frá Englandi. Þetta er ný leið við kaup á tölvum fyrir notendur á Íslandi.. verðin eru góð og varðandi þjónustuna þá eru vélarnar allar sem seldar eru á síðunnu með Evrópuábyrgð - hvað þýðir það ? Jú, ef svo ólíklega vill til að tölvan bili þá er hægt að fara til umboðsmanna viðkomandi merkja til að láta gera við þær. Þeir fá greitt fyrir þá þjónust frá sínum birgjum.
Varðandi Fujitsu og Toshiba ferðavélarnar þá eru þær í fullri ábyrgðarþjónustu hjá Nördinum í Ármúlanum. Þar eru snillingar sem eru með mikla reynslu í þjónustu á þeim tölvum enda eru margir innflytjendur að nýta sér þeirra þjónustu við ábyrgðarvinnu.

Á næstu vikum munu koma fleiri og mjög spennandi tilboð þarna inn sem þið ættuð að fylgjast með, s.s. fermingartilboð og fyrirtækjatilboð á Fujitsu sem eiga eftir að vekja athygli.

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi vefsíðuna, þjónustuna eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug ekki hika við að hafa samband.

Með kveðju f.h. UKbeint.is
Rúnar

Re: ukbeint.is

Sent: Fim 03. Mar 2011 18:20
af bulldog
það hljómar ekki vel að þær séu í ábyrgð hjá Nördinum ....

Re: ukbeint.is

Sent: Fim 03. Mar 2011 18:22
af schaferman
svo er bara að bæta við myndavéla vörum er það ekki?? hleðslurafhlöðum og svona :D

Re: ukbeint.is

Sent: Fim 03. Mar 2011 18:40
af runararn
schaferman skrifaði:svo er bara að bæta við myndavéla vörum er það ekki?? hleðslurafhlöðum og svona :D


aldrei að vita, en byrjum á tölvuvörunum :)
Að vísu erum við með frábært tilboð núna á örugglega fullkomnasta Android símanum á markaðnum í dag.. HTC Desire HD. Heimkominn undir 100þ Er verið að selja þennan síma á Íslandi núna á milli 130 - 140þ.

Re: ukbeint.is

Sent: Fim 03. Mar 2011 18:43
af gissur1
runararn skrifaði:
schaferman skrifaði:svo er bara að bæta við myndavéla vörum er það ekki?? hleðslurafhlöðum og svona :D


aldrei að vita, en byrjum á tölvuvörunum :)
Að vísu erum við með frábært tilboð núna á örugglega fullkomnasta Android símanum á markaðnum í dag.. HTC Desire HD. Heimkominn undir 100þ Er verið að selja þennan síma á Íslandi núna á milli 130 - 140þ.


Öss átti ekkert að láta mig vita af þessu áður en ég keypti hann hérna... :dissed

Re: ukbeint.is

Sent: Fim 03. Mar 2011 20:39
af runararn
ah.. óheppni ! En ertu ekki ánægður með þennan síma ?

Re: ukbeint.is

Sent: Fim 03. Mar 2011 20:42
af gissur1
runararn skrifaði:ah.. óheppni ! En ertu ekki ánægður með þennan síma ?


Jú hann er virkilega fullkominn í alla staði :happy

Re: ukbeint.is

Sent: Fim 03. Mar 2011 20:46
af FuriousJoe
Þessir símar eru yndislegir :)

Re: ukbeint.is

Sent: Fim 03. Mar 2011 20:59
af blitz
Hægt að fá ólæsta Desire á 229 pund í UK og ólæsta Desire HD á 369 pund eins og er

Re: ukbeint.is

Sent: Fim 03. Mar 2011 21:14
af FuriousJoe
blitz skrifaði:Hægt að fá ólæsta Desire á 229 pund í UK og ólæsta Desire HD á 369 pund eins og er


Sem er ca 71.000 spurning hvað sendingarkostnaður og tollurinn væri mikið.
ertu með link á þetta verð annars ?

Re: ukbeint.is

Sent: Fim 03. Mar 2011 21:17
af blitz
Maini skrifaði:
blitz skrifaði:Hægt að fá ólæsta Desire á 229 pund í UK og ólæsta Desire HD á 369 pund eins og er


Sem er ca 71.000 spurning hvað sendingarkostnaður og tollurinn væri mikið.
ertu með link á þetta verð annars ?


http://www.handtec.co.uk/product.php/35 ... ark-brown-

Finn ekki Desire atm en það er alltaf verið að pósta þeim á http://www.hotukdeals.com/

Re: ukbeint.is

Sent: Fim 03. Mar 2011 21:45
af runararn