Síða 1 af 1
Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 10:33
af chaplin
Ég ætlaði að segja upp áskriftinni minni, hringi í sporthúsið og ég gerði víst samning 27. Jan og átti að hafa pantað árskort en skv. stelpunni sem ég talaði við keypti ég 10 mánaðar skólakort, en þegar ég segi við stelpuna að ég vilji hætta hjá þeim, segir hún mér að það sé 3 mánaðar uppsagnafrestur!
Ss. núna neyðist ég til að borga fyrir 3 mánuði og ég mun ekki mæta einu sinni.
Ég bara spyr, er þetta löglegt?
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 10:38
af HelgzeN
Nei farðu og lemdana hún er bara bitur því hún situr feit í afgreiðsluni og þú ert nógu og grannur til að hætta í ræktini
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 10:43
af GuðjónR
daanielin skrifaði:Ég ætlaði að segja upp áskriftinni minni, hringi í sporthúsið og ég gerði víst samning 27. Jan og átti að hafa pantað árskort en skv. stelpunni sem ég talaði við keypti ég 10 mánaðar skólakort, en þegar ég segi við stelpuna að ég vilji hætta hjá þeim, segir hún mér að það sé 3 mánaðar uppsagnafrestur!
Ss. núna neyðist ég til að borga fyrir 3 mánuði og ég mun ekki mæta einu sinni.
Ég bara spyr, er þetta löglegt?
Ég efast um að þetta sé löglegt, hringdu í neytendasamtökin: s: 545-1200
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 10:45
af Tesli
Ég keypti mér árskort á sínum tíma, var búinn að vera með það í sirka 2 ár þegar ég fór niður eftir og sagði því upp.
Ég passaði mig að mæta fyrir 1.mánaðarins til að geta sagt því upp fyrir mánaðarmót, þá var mér sagt að ég þyrfti að borga 4mánuði því ég sagði því ekki upp fyrir 15 eða eitthvað nálægt því.
Mér fannst sanngjarnt einn mánuður í uppsagnarfrest ef ég sagði upp fyrir 1. mánaðarins, því ég var búinn að vera með "árskort" í tæp 2ár.
Ég gerði mig tilbúinn undir átök, fór í sporthúsið og talaði við manninn sem sér um þessi mál og útskýrði mál mitt.
Þetta var leyst á staðnum og ég fékk að borga aðeins þennan eina mánuð og ekkert meira. Þurfti ekki einusinni að rífa mig
Prufaðu að ræða við þá bara..
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 10:53
af mind
daanielin skrifaði:Ég ætlaði að segja upp áskriftinni minni, hringi í sporthúsið og
ég gerði víst samning 27. Jan og átti að hafa pantað árskort en skv. stelpunni sem ég talaði við keypti ég 10 mánaðar skólakort, en þegar ég segi við stelpuna að ég vilji hætta hjá þeim, segir hún mér að það sé 3 mánaðar uppsagnafrestur!
Ss. núna neyðist ég til að borga fyrir 3 mánuði og ég mun ekki mæta einu sinni.
Ég bara spyr, er þetta löglegt?
Skrifaðirðu undir samning ? Áttu samninginn ? Eiga þau samninginn ?
Sú skuldbinding að greiða áfram fyrir þjónustuna riftir þú samningi er ekki ólöglegt, hún getur verið það ef hún brýtur gegn rétti þínum sem fer gjörsamlega eftir samninginum.
En fjarskiptafélög(vodafone), heilsustöðvar og fleiri eru búnir að vera gera þetta í þónokkurn tíma svo mér finnst líklegt að samningarnir sé nokkuð vel yfirfarnir.
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 11:20
af Tesli
mind skrifaði:Skrifaðirðu undir samning ? Áttu samninginn ? Eiga þau samninginn ?
Sú skuldbinding að greiða áfram fyrir þjónustuna riftir þú samningi er ekki ólöglegt, hún getur verið það ef hún brýtur gegn rétti þínum sem fer gjörsamlega eftir samninginum.
En fjarskiptafélög(vodafone), heilsustöðvar og fleiri eru búnir að vera gera þetta í þónokkurn tíma svo mér finnst líklegt að samningarnir sé nokkuð vel yfirfarnir.
Það er allavega þannig að það er ólöglegt að binda fólk við 6 mánaða+ uppsagnarfrest eins og WorldClass voru/(eru?) að reyna að fá fólk til að borga.
3 mánuðir held ég sleppi innan ramma laga en ekki að fyrirtækið ákveði einn sérstakan dag sem verði að segja upp fyrir, á að taka gildi frá deginum sem sagt er upp frá.
*Heimildir mínar eru aðeins frá símtali mínu við neytendastofu þegar ég lenti í þessu fyrir svona ári síðan, þannig að þið takið þessu hæfilega
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 11:43
af Benzmann
ef þú skrifaðir undir samning
aldrei skrifa undir neitt nema lesa það vel áður !
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 12:38
af Dazy crazy
geturðu ekki bara selt mér þetta
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 18:38
af intenz
Ertu ekki búinn að borga þetta?
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 19:01
af chaplin
Búinn að vera víst að borga án þess að vita það síðast liðna 3 mánuði og er enþá rukkaður stanslaust.
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 19:12
af intenz
daanielin skrifaði:Búinn að vera víst að borga án þess að vita það síðast liðna 3 mánuði og er enþá rukkaður stanslaust.
Úff, ekki gott! Skrifaðiru undir einhvern samning sem þú last ekki vel?
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 19:19
af chaplin
intenz skrifaði:daanielin skrifaði:Búinn að vera víst að borga án þess að vita það síðast liðna 3 mánuði og er enþá rukkaður stanslaust.
Úff, ekki gott! Skrifaðiru undir einhvern samning sem þú last ekki vel?
Ég hef aldrei skrifað undir samning nema lesa vel skilmálana, ætla fara á morgun og biðja um afrit af samningum og sjá hvort e-h hafi farið framhjá mér.
Finnst það bara fátt jafn fáranlegt og að maður skrifar undir X marga mánuði (í mínu tilviki 10) en í stað þess að hætta að rukka mig og klippa á kortið þegar "samningurinn" er búinn, þá halda þeim áfram að rukka, og sama hvenær ég segi upp "samningum" (þótt hann sé búinn) að þá er samt 3 mánaðar uppsagnafrestur!?
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 19:30
af Einarr
Semsagt þú keyptir kortið fyrir ári?
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 21:22
af Aimar
Þú getur farið í sporhúsið, talað við Kidda og samið um uppsögn. Ekki hringja. Farðu og talaðu við þá niðurfrá. Segðu frá aðstæðum og komdu vel fram. Ég veit um nokkra sem sem hafa gert þetta. Ég las þennan þráð og datt því í hug að senda þessa línu hérna inn.
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 21:27
af rapport
daanielin skrifaði:Ég ætlaði að segja upp áskriftinni minni, hringi í sporthúsið og ég gerði víst samning 27. Jan og átti að hafa pantað árskort en skv. stelpunni sem ég talaði við keypti ég 10 mánaðar skólakort, en þegar ég segi við stelpuna að ég vilji hætta hjá þeim, segir hún mér að það sé 3 mánaðar uppsagnafrestur!
Ss. núna neyðist ég til að borga fyrir 3 mánuði og ég mun ekki mæta einu sinni.
Ég bara spyr, er þetta löglegt?
Ég mundi einfaldlega segja við hana að það getur vel verið að það sé þriggja mánaða uppsagnarfrestur en hvergi sé tekið fram í samningnum að það þurfi að tilkynna með þriggja mánaða fyrirvara ef maður ætlar ekki að framlengja samningnum.
Til að koma í veg fyrir framlengingu þá sé nóg að tilkynna það áður en framlengt verður.
Ef þú gerðir 12 mánaða samning sem framlengist um mánuð í senn nema þú tilkynnir um annað, hvernig á þá uppsagnafresturin að vera?
Vilt ekki láta framlengja um mánuð en neyddur til að vera í þrjá?
Að tilkynna um að samningslok skuli standa s.s. koma í veg fyrir framlengingu er ekki það sama og að segja upp samningi.
Þetta case Sporthússins er stupid.
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 21:51
af AndriKarl
Þegar ég keypti mér svona skólakort í sporthúsið haustið 2009 þá var mér sagt að ég þyrfti að segja því upp með þriggja mánaða fyrirvara.
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 21:57
af rapport
Addikall skrifaði:Þegar ég keypti mér svona skólakort í sporthúsið haustið 2009 þá var mér sagt að ég þyrfti að segja því upp með þriggja mánaða fyrirvara.
Það gildir á samningstímanum = eftir þrjá mánuði, þa getur þu sagt samningnum upp og verið í alls sex mánuði... eftir að samningurinn er liðinn, þá er ekki hægt að krefjast 3 mánaða uppsagnarfrest á framlengingu sem varir alltaf mánuð í senn...
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 22:14
af braudrist
Fáránlegt, alltaf verið að svindla og pretta á fólki með helvítis græðgi. Hótaðu bara að setja þetta í blöðin eins og DV og þá gera þeir örugglega allt fyrir þig
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 22:46
af noizer
Þetta stendur á samningnum, svo á starfsfólkið líka að segja fólki þetta þegar það kaupir kort. En samt sem áður, þetta er fáránlegt.
Re: Sporthúsið: 3 mánaðar uppsagnafrestur
Sent: Þri 25. Jan 2011 22:53
af Jimmy
Ég fékk skólakort hjá World Class einhvern tíma í byrjun síðasta árs og þegar ég sótti um kortið þá var ég ekki látinn skrifa undir eitt né neitt.
Svo einhverjum 5-6 mánuðum seinna þá ákvað ég að segja kortinu upp vegna flutninga og þá fékk ég svar frá svona 6 starfsmönnum: "Samningurinn sem þú gerir er til 1s árs, þú verður bara að reyna að selja kortið, barnaland eða ekkað skomm."
Það var ekki fyrr en eftir að einhverjir 2 eða 3 aðilar voru búnir að senda mig á milli sín í emailum, og ég búinn að krefjast þess að þeir sýndu mér þennan samning sem þeir vísuðu alltaf í að þeir felldu niður samninginn, ekki án þess þó að ná að kreista út eitt síðasta payday vegna þess hve lengi þetta lið var að höndla þetta mál.