Síða 1 af 1
Hvað finnst ykkur um þetta?
Sent: Fim 20. Jan 2011 09:11
af beatmaster
Pressan skrifaði:Njósnaði WikiLeaks um tölvur Alþingis og alþingismanna? Grunsamleg tölva fannst í skrifstofuhúsnæði þingsins sem hrökk í sjálfstortímingarham um leið og hún var aftengd.
Morgunblaðið hefur fengið staðfest að starfsmenn Alþingis kvöddu lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á sinn fund í febrúar í fyrra, eftir að fartölva fannst í auðu herbergi í húsnæði á vegum Alþingis við Austurstræti.
Lögreglan hafi tekið tölvuna til rannsóknar, en grunur leikið á að henni hefði verið komið fyrir til þess að brjótast inn í tölvur þingmanna og tölvukerfi Alþingis, hlaða niður gögnum og senda í aðra tölvu.
Það var búið að má öll auðkenni af tölvunni, öll númer og þess háttar, þannig að það var ekki hægt að rekja hver átti hana. Þetta var mjög grunsamleg tölva, en við gátum bara ekki komist til botns í málinu og
lögreglan ekki heldur,
sagði Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í samtali við Morgunblaðið.
Þegar tölvan var aftengd virðist sjálfvirkur hugbúnaður hafa eytt gögnum út af henni. Það hafi verið mistök að slökkva á henni og komið í veg fyrir að tölvusérfræðingar lögreglunnar kæmust til botns í málinu.
Samkvæmt frétt blaðsins leikur jafnvel grunur á að tölvuþrjótar á vegum uppljóstrunarsíðunnar WikiLeaks hafi komið tölvunni fyrir þar sem hún fannst, að minnsta kosti mun það hafa verið haganlega gert og greinilega sérfræðingur að verki.
Líka
hérna
Re: Hvað finnst ykkur um þetta?
Sent: Fim 20. Jan 2011 09:39
af ManiO
Sjálfseyðingarhugbúnaður sem kikkaði inn þegar slökkt var á tölvunni?
Re: Hvað finnst ykkur um þetta?
Sent: Fim 20. Jan 2011 09:44
af Daz
ManiO skrifaði:Sjálfseyðingarhugbúnaður sem kikkaði inn þegar slökkt var á tölvunni?
Aftengd, ekki slökkt á henni. Ég veit svosem ekkert um þetta mál nema bara það sem stendur í fréttinni, en meðan annað kemur ekki í ljós er nú best að skilja orðin eins "vítt" og hægt er.
Re: Hvað finnst ykkur um þetta?
Sent: Fim 20. Jan 2011 10:57
af beatmaster
Segjum sem svo að þetta sé rétt, hvað er þá í gangi
Það eina sem að mér dettur í hug er forrit sem að færi sjálfkrafa að fylla diskinn af núllum en það ætti að vera hægt að bjarga einhverju af disknum með því að rífa hann úr samband við straum og fara í massíva gagnabjörgun
Nema þetta sé sami gæinn og sá um upptökurnar af níumenningunum sem að gufuðu upp fyrir utan nokkrar mínútur, "ég ýtti bara á next og next og svo varð alltíeinu bara allt svart á skjánum, þetta var einhverskonar sjáfstortímingarbúnaður"
Re: Hvað finnst ykkur um þetta?
Sent: Fim 20. Jan 2011 10:58
af rapport
Líklegra að þetta hafi verið einhver af stjórnmálaflokkunum frekar en Wikileaks.
Wikileaks safnar ekki upplýsingum sjálft, tekur einungis á móti þeim og birtir (að mér skilst).
Re: Hvað finnst ykkur um þetta?
Sent: Fim 20. Jan 2011 11:20
af Zpand3x
Svo efast ég um að "tölvusérfræðingarnir" gætu fundi einn einasta hlut. Svona ef við skoðum track recordið þeirra.. Barnaklámsdeilerinn t.d
Re: Hvað finnst ykkur um þetta?
Sent: Fim 20. Jan 2011 11:26
af FriðrikH
Var ekki Birgitta bara að planta þessu fyrir Wikileaks ?
Þetta alveg býður upp á samsæriskenningarnar en er náttúrulega háalvarlegt mál. Ef það er einhver starfsmaður þingsins eða þingmaður sem stendur fyrir þessu og það sannast þá jaðrar þetta við föðurlandssvik.
Re: Hvað finnst ykkur um þetta?
Sent: Fim 20. Jan 2011 11:33
af natti
Svo gæti líka alltaf verið einföld lausn eins og að starfsmaður á svæðinu hafi skilið eftir tölvu til að geta downloadað bíómyndum og tónlist.
Gamalt:
http://www.dv.is/media/news/story/image ... 00_q95.jpgÞað þarf ekki allt að snúast um samsæri og njósnir.
Re: Hvað finnst ykkur um þetta?
Sent: Fim 20. Jan 2011 11:42
af GuðjónR
natti skrifaði:Svo gæti líka alltaf verið einföld lausn eins og að starfsmaður á svæðinu hafi skilið eftir tölvu til að geta downloadað bíómyndum og tónlist.
Gamalt:
http://www.dv.is/media/news/story/image ... 00_q95.jpgÞað þarf ekki allt að snúast um samsæri og njósnir.
True...
En samkvæmt mbl. í morgun þá var búið að afmá fingraför af tövunni, rífa af henni seríalnúmer og auðkenni.
Til hvers ef þú ert bara að downloda bíómyndum?
Re: Hvað finnst ykkur um þetta?
Sent: Fim 20. Jan 2011 11:46
af AntiTrust
Vélin hlýtur að hafa verið dulkóðuð ofan á það, því það er ekkert script/forrit AFAIK sem getur eytt öllum gögnum af tölvu á non-recoverable hátt á svo stuttum tíma að ekki sé hægt að koma í veg fyrir það með því að rjúfa allan straum af móðurborðinu.
Re: Hvað finnst ykkur um þetta?
Sent: Fim 20. Jan 2011 12:22
af topas
Mjög líklega hefur þessi tölva verið sett upp þannig að að hún sendir öll gögn áfram í aðra tölvu um leið og þau berast, eiði þeim svo þannig að engin gögn liggi á "njósnavélinni". Svo þegar hreyft er við vélinni fer í gang scripta sem eyðir öllum gögnum. Partition-in sem þarf því að fylla af núllum þarf því ekki að vera nema nokkur hundruð MB.
Ég geri ekki ráð fyrir að þessir aðiliar, sem sagðir eru sérfræðingar, noti Windows
Re: Hvað finnst ykkur um þetta?
Sent: Fim 20. Jan 2011 12:32
af Haxdal
GuðjónR skrifaði:natti skrifaði:Svo gæti líka alltaf verið einföld lausn eins og að starfsmaður á svæðinu hafi skilið eftir tölvu til að geta downloadað bíómyndum og tónlist.
Gamalt:
http://www.dv.is/media/news/story/image ... 00_q95.jpgÞað þarf ekki allt að snúast um samsæri og njósnir.
True...
En samkvæmt mbl. í morgun þá var búið að afmá fingraför af tövunni, rífa af henni seríalnúmer og auðkenni.
Til hvers ef þú ert bara að downloda bíómyndum?
Kannski var vélinni bara stolið og viðkomandi keypti hana á svartamarkaðnum sem myndi útskýra af hverju það væri búið að rífa öll serial númer og auðkennanleg númer af vélinni.
Ekkert obvious "saklaus" ástæða samt fyrir því af hverju maður myndi leggja í að þurrka út öll fingraför af vélinni, myndi kannski skilja að þrífa skelina á ferðavélinni ef þetta er glossy tölva en það væri þá væntanlega eitthvað á tökkunum á lyklaborðinu.. nema lögreglan hafi ekki fattað að dusta fingraför þar.
og svona miðað við fréttir sem maður hefur af lögreglunni þegar kemur að tæknilegum atriðum (sbr pedoinn á ljósnetinu) þá kæmi mér ekkert á óvart ef að þetta "self destruct" dæmi hafi ekki verið annað en quick format og lögreglan ekki fattað að keyra eitthvað recovery tól á þetta.
Re: Hvað finnst ykkur um þetta?
Sent: Fim 20. Jan 2011 16:52
af kubbur
ég hugsa að það hafi verið sett upp einhverskonar encrypter, ekkert forrit sem getur skrifað á allan diskinn í einum grænum, jafnvel þótt diskurinn sé lítill, og ég veit allveg um fólk sem að myndi gera þetta fyrir frítt utanlands dl á ljósi ( er annars ekki ljósleiðari þarna) ?
Re: Hvað finnst ykkur um þetta?
Sent: Fim 20. Jan 2011 17:31
af bixer
ég hugsaði einmitt fyrst að hún hefði bara verið að senda upplýsingar í aðra tölvu. ef þetta væri linux kerfi eða smá útgáfa af windows þá þyrfti diskurinn alls ekki að vera stór. eina sem ég skil ekki er hvernig hún hefði átt að vera með "Sjálfseyðingarhugbúnaði" er dulkóðun eða eitthvað þannig málið?
Re: Hvað finnst ykkur um þetta?
Sent: Fim 20. Jan 2011 18:04
af nonni95
sambandi við eyðingu efnis útaf disknum, gæti ekki líka verið að þegar tölvan var rifin úr sambandi að þá hafi verið einhver búnaður inní tölvunni sem myndi eyðileggja diskinn alveg, segull orsom