Síða 1 af 1

HM Handboltinn (Getraunakeppni)

Sent: Mið 12. Jan 2011 15:57
af Sæþór
Gerir keppnina ennþá meira spennandi fyrir þá sem ætla að horfa á þetta.

"Leikmenn meistaraflokks karla (ÍBV) standa nú sem fyrr, fyrir hinum margrómaða Peyjabanka. Um er að ræða getraunaleik handboltans þar sem giskað er á úrslit í Heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst í Svíþjóð í lok vikunnar. Þetta er sjöunda árið í röð sem Peyjabankinn verður starfræktur, en vegleg sigurlaun eru í boði."

Þátttakan kostar aðeins 1000 krónur eða sama verð og síðustu þrjú ár. Leggja skal inn á reikninginn 582-26-763 kt:120777-4759 áður en HM hefst. Þeir sem ekki greiða fyrir mót, verða ekki með. Seðlar verða svo sendir þátttakendum.

Seðillinn er hér: http://simnet.is/maggibraga/Peyjabanki_Sedill.xlsx

Reglur:
Skila verður seðli 1 (fyrir riðlakeppnina og bónusspurningarnar) fyrir 14:00. 14. janúar (annaðhvort í tölvupósti til sigurdurb@sjova.is eða útprentað til einhvers leikmanns mfl. Karla).
Stigagjöfin er svona:
1 stig fæst fyrir að giska á réttan sigurvegara í leik (eða jafntefli)
3 stig fást fyrir að giska á aðra töluna rétta (ATH úrslitin verða að vera rétt)
5 stig fást fyrir að giska á rétt úrslit.

Dæmi: Ísland – Tékkland. Giskari segir 28-25 en leikurinn fer
28-23. Fyrir þetta fær tipparinn 3 stig.

3. Þá fást 6 stig fyrir hverja rétta aukaspurningu sem eru neðst á getraunaseðlinum.

4. Seðillinn fyrir milliriðlana verður sendur út að kvöldi 20.01.11 og
verður að skila honum fyrir 17:00 þann 22.jan (þarna verður að hafa hraðar hendur).

Haldið verður úti sérstakri heimasíðu, þar sem hægt verður að fylgjast með gangi bankans.
Við ætlum að sjá hve margir verða með í þessum skemmtilega leik áður en við ákveðum sigurlaunin (hvað við getum verið grand). Því fleirri því betri vinningur.

http://www.facebook.com/home.php?sk=gro ... 4338659245