Síða 1 af 1

"Viðkvæmum gögnum stolið" - Frétt

Sent: Þri 11. Jan 2011 10:16
af AntiTrust
„Í þessari tölvu eru náttúrulega öll okkar gögn og allt okkar frá árinu 2002,“ segir Viktoría Jóhannsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Aflsins á Akureyri – samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.

http://www.dv.is/frettir/2011/1/10/tolv ... d-akureyri

Hversu brjálaður yrði maður ef maður væri sjálfur eða e-r nærri manni með mál hjá viðkomandi stofnun. Þvílíkt fáránlegt að vélin sé ekki dulkóðuð bak og fyrir hjá svona fyrirtæki.

Hlýtur að vera stórvægilegt brot á lögum um persónuvernd.

Re: "Viðkvæmum gögnum stolið" - Frétt

Sent: Þri 11. Jan 2011 10:39
af zdndz
Mjög asnalegt af þeim að vera ekki búin setja password á þessi gögn eða slíkt

Re: "Viðkvæmum gögnum stolið" - Frétt

Sent: Þri 11. Jan 2011 11:37
af rapport
Ég er búinn að kommenta á þessa frétt og eins og AT segir...

Hvaða idiot geymir svona viðkvæm gögn ódulrituð og tryggir ekki örugga afritunartöku?

Lög um persónuvernd og meðferð persónuupplysinga:

úr 2.gr

8. Viðkvæmar persónuupplýsingar:
a. Upplýsingar um uppruna, litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir, svo og trúar- eða aðrar lífsskoðanir.
b. Upplýsingar um hvort maður hafi verið grunaður, kærður, ákærður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað.
c. Upplýsingar um heilsuhagi, þar á meðal um erfðaeiginleika, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun.
d. Upplýsingar um kynlíf manna og kynhegðan.
e. Upplýsingar um stéttarfélagsaðild.
9. Sértæk ákvörðun: Ákvörðun sem afmarkar rétt og/eða skyldur eins eða fleiri tilgreindra einstaklinga.


og 11.gr.

11. gr. [Áhættumat, öryggi og gæði persónuupplýsinga.
Ábyrgðaraðili skal gera viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar gegn ólöglegri eyðileggingu, gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi.


Fyrir mér er augljóst að lögbrot var framið ef þessar upplysingar lágu óvarðar inná einni tölvu...