Síða 1 af 1

PS3 skjákortsvandamál?

Sent: Lau 08. Jan 2011 00:05
af Hargo
Er með PS3 tölvu sem er hugsanlega með skjákortsvandamál.

Tölvan virkar í einhvern ákveðinn tíma þar til hún fer að haga sér svipað og á þessu videoi, kemur upp blár skjár sem flikkar af og til með einhverju litasulli. Ef slökkt er á vélinni og kveikt strax aftur fær maður ljós á hana en ekkert signal upp á sjónvarpið.

Ég er búinn að reyna að blása úr viftunni þar sem eigandinn sem á hana (ættingi) hélt að hún væri að ofhitna. Ætli hún sé að haga sér svona út af því að GPU-inn er að ofhitna? Hann var reyndar að lenda í því að PS3 vélin var að drepa á sér eftir x-langan tíma, veit reyndar ekki hvort hann sé með hana í nægilega opnu rými en hann minntist ekkert á bláa skjáinn sem ég fékk upp.

Þetta er ekki í ábyrgð lengur. Er eina lausnin að reyna að baka móðurborðið ef allt annað klikkar?

Re: PS3 skjákortsvandamál?

Sent: Lau 08. Jan 2011 02:41
af Orri
Þegar þetta kom fyrir hjá mér var það skjákortið sem hafði ofhitnað.
Mín var 60GB original, 3ja ára.
Fór með hana niður í Sónn ehf og borgaði 30-40 þúsund kall (man ekki nákvæmlega) og fékk "nýja" 60GB PS3 tölvu.
Hún er að vísu ekki ný, enda 60GB tölvurnar hættar í framleiðslu, heldur er hún refurbished frá Sony.

Hinsvegar er þekkt vandamál með þessar refurbished vélar að þær eru háværar og mjög gjarnar á að ofhitna (er búinn að þurfa að fá nýja tölvu tvisvar).

PS. Þú getur ekki skilað tölvunni uppí "nýja" tölvu ef þú hefur opnað tölvuna (skrúfað hana í sundur).

Re: PS3 skjákortsvandamál?

Sent: Lau 08. Jan 2011 09:09
af Hargo
Var þín þá ekki í ábyrgð?

Þetta er 40GB útgáfa. Nokkuð viss um að eigandinn kaupi sér frekar nýja tölvu heldur en að fá refurbished vél án ábyrgðar hjá þeim.

Annars er þá spurning hvort maður ætti að prófa að kaupa nýtt fan/heatsink unit á vélina.

Re: PS3 skjákortsvandamál?

Sent: Lau 08. Jan 2011 10:23
af Meso
Frekar myndi ég kaupa mér nýja en að kaupa refurbished vél á 30-40k

Re: PS3 skjákortsvandamál?

Sent: Lau 08. Jan 2011 12:23
af Orri
Mín var ekki í ábyrgð, enda 3ja ára.

Ástæðan afhverju ég kaus að fá refurbished vél er því 60GB vélin er með fleiri fídusa en aðrar PS3 :)
En fyrst þú ert með 40GB tölvu þá myndi ég bara kaupa mér nýja.
Gætir þessvegna reynt að laga hana ef þú treystir þér í það.

Re: PS3 skjákortsvandamál?

Sent: Lau 08. Jan 2011 12:56
af Hargo
PS3 vélin er heldur ekki að lesa neina leiki þegar þeir eru settir í en sér DVD og Bluray myndir. Googlaði þetta aðeins og þetta getur gerst ef oft er slökkt á tölvunni með röngum hætti (svissað rafmagninu af beint að aftan í staðinn fyrir að slökkva á henni eðlilega). Er að prófa að recovera stýrikerfinu á henni, það á víst að laga það vandamál.