Síða 1 af 1
léleg gæði í startup.. á tölvum
Sent: Mið 05. Jan 2011 15:27
af Black
Afhverju eru alltaf svona léleg gæði í myndunum sem koma þegar maður startar tölvuni sinni?
hjá mér kemur einhvað msi diamond ed.. rosalega stór og flott mynd, og get talið pixlana
Re: léleg gæði í startup.. á tölvum
Sent: Mið 05. Jan 2011 19:20
af rapport
Líklega bara ekki minni til að geyma og display-a mynd í HiDef...
Re: léleg gæði í startup.. á tölvum
Sent: Mið 05. Jan 2011 19:24
af Plushy
rapport skrifaði:Líklega bara ekki minni til að geyma og display-a mynd í HiDef...
Hann er að tala um myndina af móðurborðinu er ég viss um.
Held að þær séu aldrei neitt í góðum gæðum :p
Re: léleg gæði í startup.. á tölvum
Sent: Mið 05. Jan 2011 19:26
af KrissiK
já , rapport sagði það AF ÞVÍ að það er ekki nógu stórt minni á móðurborðinu sjálfu til að geyma það stóra mynd sem er í hd gæðum
Re: léleg gæði í startup.. á tölvum
Sent: Mið 05. Jan 2011 19:28
af Plushy
KrissiK skrifaði:já , rapport sagði það AF ÞVÍ að það er ekki nógu stórt minni á móðurborðinu sjálfur til að geyma það stóra mynd sem er í hd gæðum
Úps. Hélt hann meinti vinnsluminnið.
Re: léleg gæði í startup.. á tölvum
Sent: Mið 05. Jan 2011 19:28
af KrissiK
haha okei
Re: léleg gæði í startup.. á tölvum
Sent: Mið 05. Jan 2011 19:29
af B.Ingimarsson
var með svona svipað, tók það bara af í biosnum
Re: léleg gæði í startup.. á tölvum
Sent: Fim 06. Jan 2011 20:03
af Pandemic
Biosinn keyrir á 16 bitum það er meðal annars ástæðan fyrir þessu.
Þið hafið kannski líka pælt í því af hverju Error Message í bios eru svona stutt og þá er ástæðan einmitt sú að það er ekki nægt pláss í minninu fyrir lengri skilaboð.