Heyrnatól
Sent: Þri 04. Jan 2011 22:57
af kubbur
Ég er búinn að kaupa helling af allskonar heyrnatólum, misgóð og misléleg, en öll hafa þau eitt sameiginlegt, þegar ég er búinn að vera með þau á mér í 8-10 tíma þá er mér farið að verkja í eyrun, ytri eyrun eða hvað sem það heitir, og er oftast kominn með hausverk út af lélegum hljóðgæðum, svo ég spyr
Bestu heyrnatól sem þið hafið notað ?, no budget limit
Re: Heyrnatól
Sent: Þri 04. Jan 2011 23:00
af SolidFeather
555
Re: Heyrnatól
Sent: Þri 04. Jan 2011 23:07
af Eiiki
kubbur skrifaði:Þegar ég er búinn að vera með þau á mér í 8-10 tíma þá er mér farið að verkja í eyrun
8-10 tíma??? hver er með heyrnatól á sér í 8-10 tíma undir eðlilegum kringumstæðum
Re: Heyrnatól
Sent: Þri 04. Jan 2011 23:08
af vesley
Best er að hafa opin heyrnartól ef þú ætlar að hafa þau á þér í svona langann tíma.
Sennheiser hafa alltaf heillað mig og er ég mjög spenntur að prufa nýju seríuna hjá þeim. ( HD-558 HD598)
Stór heyrnartól þannig þau ná alveg yfir eyrað svo það er enginn þrýstingur á því, mjög mjúkir púðar og endast svo Sennheiser heyrnartól yfirleitt í mjög langann tíma.
Mitt mat á Sennheiser er að þau hafa nokkuð djúpan hljóm og finnst mér það betra til lengri tíma.