Síða 1 af 1

Ekki byrjar árið vel ...

Sent: Sun 02. Jan 2011 01:25
af bulldog
Ég var að taka eftir því að það er líklega kominn dauður pixel sem sést bara ef það er svartur bakgrunnur eða þegar ég kveiki á því. :mad Þetta er Sharp 1920x1080 full hd sjónvarp keypt sumarið 2009. Er ekki 2 ára ábyrgð spurning hvort maður eigi rétt á frírri viðgerð eða þá nýju sjónvarpi sem er alveg eins ? Hvað segið þið vaktarar um það ?

Re: Ekki byrjar árið vel ...

Sent: Sun 02. Jan 2011 01:29
af AntiTrust
Tjah, er þetta ekki frekar fastur pixel frekar en dauður? Sérðu ekki litaðan dauðan pixel á svörtum bakgrunni?

Ef svo er, prufaðu þetta : http://www.jscreenfix.com/basic.php

Annars þurfa að vera x hlutfallslega margir dauðir pixlar áður en þetta telst sem galli og því ábyrgðarmál. Þetta fer líka eftir því hvar pixlarnir eru staðsettir, í jaðrinum eða fyrir miðju.

Re: Ekki byrjar árið vel ...

Sent: Sun 02. Jan 2011 01:32
af bulldog
ég er búinn að prófa að margkveikja á sjónvarpinu sá þetta áðan þegar ég var að horfa á háskerpu bíómynd. það er einn fastur punktur ( pixel ) sem er hvítur á litinn á meðan allt annað á skjánum er svart :mad

Re: Ekki byrjar árið vel ...

Sent: Sun 02. Jan 2011 01:39
af AntiTrust
Þá ertu með fastan pixel, ekki dauðan. Keyrðu e-ð stuck pixel fix video, sjáðu hvort það virkar. Hefur gert það hjá mér margoft.

Re: Ekki byrjar árið vel ...

Sent: Sun 02. Jan 2011 01:44
af Páll
Ég er með rauðan pixel á 2 skjám hjá mér, lagar þetta forrit þá ?

Re: Ekki byrjar árið vel ...

Sent: Sun 02. Jan 2011 01:48
af AntiTrust
Páll skrifaði:Ég er með rauðan pixel á 2 skjám hjá mér, lagar þetta forrit þá ?


Getur gert það. Stundum þarf 2mín, stundum 12 tíma. Stundum er það ekki hægt.

Re: Ekki byrjar árið vel ...

Sent: Sun 02. Jan 2011 01:57
af bulldog
er sniðugt hjá mér að keyra pixel forritið í nótt meðan ég sef í svona 12 klst ?

Re: Ekki byrjar árið vel ...

Sent: Þri 04. Jan 2011 20:04
af ingisnær
úff þú ert nú óheppinn.. :catgotmyballs

Re: Ekki byrjar árið vel ...

Sent: Þri 04. Jan 2011 21:28
af lukkuláki
Byrjar á því að fá þér þennan bol
Mynd
Er þessi pixell á áberandi stað eða sérðu hann bara vegma þess að þú vist af honum :)
http://www.youtube.com/watch?v=VaTTjJncONI
Annars gangi þér vel