Síða 1 af 2
Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Lau 01. Jan 2011 23:30
af BjarkiB
Sælir/ar vaktarar.
Er kannksi að spurja á bandvitlausum stað en það má reyna. Ætla að kaupa mér kort í ræktina bráðum til að komast í gott líkamlegt form. Hef aldrei áður verið í ræktinni fyrir utan einn prufutíma þar sme ég tognaðist eftirá, örugglega útaf ég hef gert æfingarnar vitlaust. Þessvegna leita ég hjálp ykkar. Ætti ég ekki að byrja að læra á tækin og æfingarnar? Og eru þið með eitthver góð prógrömm fyrir byrjendur? Myndi ekki telja mig í það góðu formi, en er allavega með frekar gott þol (10,4 í seinasta bíbtesti). Svo kemur væntalega svefn og holltmataræði uppá?
-Fyrirfram þakkir, Tiesto.
Öll skítaköst afþökkuð.
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Lau 01. Jan 2011 23:33
af SolidFeather
http://forum.bodybuilding.com/showthread.php?t=712752Missti 20KG af fitu með því að hætta að drekka kók, fara út að hlaupa og fylgja þessu prógrammi.
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Lau 01. Jan 2011 23:35
af Minuz1
Byrjaðu bara rólega....taktu allt of létt lóð og svoleiðis...gerðu æfingarnar hægt og rólega, sérstaklega með frístandandi lóð, þau eru hættulegust.
Matarlyst og annað kemur í kjölfarið, reyndu að hlusta á líkamann, hann veit hvað hann vill...
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Lau 01. Jan 2011 23:50
af bulldog
þú getur ábyggilega fengið byrjendaprógram þar sem þú kaupir þér kort. Gangi þér vel
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Lau 01. Jan 2011 23:53
af himminn
Rippetoes programmið er rosalega sniðugt fyrir alla byrjendur. Mæli líka með því að þú lesir bókina, sendu mér pm og ég gef þér link.
Reyndu að komast hjá því að nota tæki og vera helst í lóðunum, miklu hraðari árangur þannig.
Ekki vera heldur feiminn við að spyrja starfsfólkið um það hvernig á að gera æfingarnar rétt, þau eru þarna til að hjálpa.
Svo er bara þetta basic, ekki reyna meira en þú getur til að slasa þig og ekki halda að þú hendir upp 200 í bekknum eftir 3 æfingar, þetta kemur með tímanum
Svo er
http://www.hugi.is/heilsa ágætis staður til að spurjast fyrir um hitt og þetta varðandi æfingar, prógröm og mataræði
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Lau 01. Jan 2011 23:58
af Glazier
SolidFeather skrifaði:http://forum.bodybuilding.com/showthread.php?t=712752
Missti 20KG af fitu með því að hætta að drekka kók, fara út að hlaupa og fylgja þessu prógrammi.
Þyngdin mín breyttist ekkert við það að hætta að drekka kók
Ég reyndar er ekki og hef aldrei verið feitur þannig það er kannski engin fita til að missa.. hvað þá 20KG :O
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 00:01
af Lexxinn
bulldog skrifaði:þú getur ábyggilega fengið byrjendaprógram þar sem þú kaupir þér kort. Gangi þér vel
Svo þú telur að það sé nóg að finna sér byrjendaprogram á netinu prenta út og fylgja því?
Það gæti innihaldið æfingu á borð við hnébeygju sem er algengasta æfing fyrir full body sem þú finnur, tæknierfið æfing og hættuleg ef þú gerir hana vitlaust.
Finndu þér áreiðanlegann þjálfara t.d. í bænum mæli ég með Magga Sam, Magga Bess og Elmari Freyr, þannig menn hafa reynslu af bodybuilding og Elmar af þrek og þol þjálfun. Alltof margir plebbar sem hafa ekki gengið vel í skóla og skellt sér á einkaþjálfaranámskeið til að fá réttindi og námskeiðið tekur um 6 vikur til að fá sér vinnu.
Finndu bara góðann þjálfara fáðu hann til að leiðbeina þér í svona 2 vikur yfir nokkrar æfingar fáðu program yfir 4-6 vikur, koddu svo aftur í 2 vikur til hans fáðu annað program og eftir það program ættiru að geta bjargað þér sjálfur.
Ég hef fengið um það bil 13 menntaða aðila til að leiðbeina mér í gegnum lyftingar, þrekæfingar, lyftingar, teygjur, mataræði og heilsu, allir heilsufræðingar eða háskólagráður.
Gangi þér bara vel, farðu hægt í þyngdir og ekki fara í æfingar sem eru tæknifrekar og þú kannt ekki.
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 00:04
af Eiiki
Fullkomlega sammála síðustu innleggum.
Það er mjög mikilvægt að gera æfingar rétt, fara eftir réttu programmi o.þ.h. Svo er það spurning hvort þú viljir massa þig upp, koma þér í gott hlaupaform sem er ávísun á góðan andlegann líðan eða bara halda þér svona sæmilega vel við
.
Annars eru það reyndir einkaþjálfarar sem vinna við að setja upp svona prógrömm og eru marglærðir í sinni grein,, málið er bara að þeir eru svo dýrir að maður á bara ekki efni á því að koma sér í form. En svo er mjög mikilvægt að hafa mataræðið gott, það er alltaf mjög mikilvægt uppá andlegu hliðina. Mikil tölvunotkun er líka kraftsjúgandi og maður verður dasaður eftir að hafa setið lengi sveittur og sætur fyrir framan skjáinn
.
En bara í guðana bænum ekki fara að henda þér í bekkpressu og halda að þú verðir flottastur á því, það er fátt sem fer jafn mikið í taugarnar á mér og asnar sem mæta í ræktina og kunna ekki að lyfta og halda að þeir séu flottastir útaf þeir eru að lyfta á handleggina allann daginn en eru í raun ílla byggðir og með skakka vöðvabyggingu.
Ps. Svo er ekki nóg fyrir þig að finna eithvað program bara á netinu ef þú ert að fara að lyfta með lóðum, þú verður að vita hvernig á að framkvæma æfingarnar!
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 00:06
af BjarkiB
Takk fyrir svörin.
Lexxinn, eru þessir þjálfarar sem þú ert að tala um ekki í Reykjavík?
Annars þá held ég að ég tími ekki að fá mér einkaþjálfara.
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 00:06
af Andri Fannar
Svo er alltaf spurning hvað þú ætlar að gera.
Almenn styrking bara og minnka fitu %, þyngja sig, styrkja en ekki þyngjast, snerpa fyrir íþróttir e.t.c.
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 00:09
af BjarkiB
Andri Fannar skrifaði:Svo er alltaf spurning hvað þú ætlar að gera.
Almenn styrking bara og minnka fitu %, þyngja sig, styrkja en ekki þyngjast, snerpa fyrir íþróttir e.t.c.
Er allveg með smá fitu á mér en ekkert alvarlegt. Held að ég muni reyna að þyngja mig, 181 cm á hæð og 64,7 kg. Er hættur í fótboltanum í bili þannig þarf ekki mikla snerpu strax.
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 00:11
af SolidFeather
Tiesto skrifaði:Andri Fannar skrifaði:Svo er alltaf spurning hvað þú ætlar að gera.
Almenn styrking bara og minnka fitu %, þyngja sig, styrkja en ekki þyngjast, snerpa fyrir íþróttir e.t.c.
Er allveg með smá fitu á mér en ekkert alvarlegt. Held að ég muni reyna að þyngja mig, 181 cm á hæð og 64,7 kg. Er hættur í fótboltanum þannig þarf ekki mikla snerpu strax.
Vá. Þú ert títuprjónn.
Hámaðu í þig skyri, eggjum, mjólk og kjóti.
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 00:14
af Lexxinn
Tiesto skrifaði:Takk fyrir svörin.
Lexxinn, eru þessir þjálfarar sem þú ert að tala um ekki í Reykjavík?
Annars þá held ég að ég tími ekki að fá mér einkaþjálfara.
Þessar sem ég nefndi eru í Reykjavík, sá að þú ert á Akureyri en ég þekki ekkert til þar því miður.
En ef það er einhver náinn þér í líkamsrækt sem kann hlutina og fá til að fara í gegnum hlutina með þér, ég get ekki talið á tám og fingrum samtals hvað ég þekki marga sem enduðu í bakmeiðslum ungir því þeir vildu fara í þyngdir og verða stærri og sterkari en þeir ættu að gera á þeim tíma, þess vegna er mikilvægt að vera ekki of graður í þyngdir.
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 00:16
af BjarkiB
SolidFeather skrifaði:Tiesto skrifaði:Andri Fannar skrifaði:Svo er alltaf spurning hvað þú ætlar að gera.
Almenn styrking bara og minnka fitu %, þyngja sig, styrkja en ekki þyngjast, snerpa fyrir íþróttir e.t.c.
Er allveg með smá fitu á mér en ekkert alvarlegt. Held að ég muni reyna að þyngja mig, 181 cm á hæð og 64,7 kg. Er hættur í fótboltanum þannig þarf ekki mikla snerpu strax.
Vá. Þú ert títuprjónn.
Hámaðu í þig skyri, eggjum, mjólk og kjóti.
Er reyndar 14 ára þannig er ekki ennþá kominn í fulla hæð og þyngd.
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 00:23
af Lexxinn
SolidFeather skrifaði:Tiesto skrifaði:Andri Fannar skrifaði:Svo er alltaf spurning hvað þú ætlar að gera.
Almenn styrking bara og minnka fitu %, þyngja sig, styrkja en ekki þyngjast, snerpa fyrir íþróttir e.t.c.
Er allveg með smá fitu á mér en ekkert alvarlegt. Held að ég muni reyna að þyngja mig, 181 cm á hæð og 64,7 kg. Er hættur í fótboltanum þannig þarf ekki mikla snerpu strax.
Vá. Þú ert títuprjónn.
Hámaðu í þig skyri, eggjum, mjólk og kjóti.
Þetta skyr, eggja, mjólkur og kjöts hugsun sem margir eru með að dæla þessu í sig er bara bull...
Frekar fá sér þetta bara í venjulegu magni með brauði og venjulegum mat... Þarft ekkert að vera gúffa í þig eins og einhver Cutler sem étur 2,5kg af kjöti á dag og 12egg og vesen, fer bara illa með allt meltingarkerfi.
En hann er kannski ekkert títuprjónn en ég er 183, 69kg áðan og hef ekki hugmynd af fituprósentu og ætla ekki að pæla í henni því þú átt ekki að stressa þig á því. Passa sig líka að þegar þú byrjar viltu alltaf verða breiðari og breiðari þannig að þú þarft að sætta þig einhverntímann við þig eins og þú ert því þú vilt ekki enda eins og Cutler...
Lestu þetta og hugsun þín mun breytast mikið, ekki gleyma að skoða myndir í samhengi við greinina. http://pulsthjalfun.is/web/2010/10/ur-b ... rottamann/Ég skellti mér í CrossFit Sport sem er staðsett í Sporthúsinu og hef verið þar síðan 31. ágúst og hef aldrei verið meira sáttur við mig og minn líkama, kominn í svaka form og er að bera mig saman við aðila sem kepptu á evrópumóti crossfit, jújú ég held ekki í við þá en það drífur mig áfram að verða betri og betri... Ég pæli í tíma alls ekki þyngdum þegar ég miða mig við þrítuga aðila, þar sem crossfit er tekið á tíma t.d. ein æfing, 100upphýfingar 100armbeygjur 100uppsetur og 100hnébeygjur með enga þyngd og þú þarft að klára hvert hundrað fyrir sig mátt ekki færa þig á milli í miðri æfingu, allt tekið á tíma og ég reyni að halda í við þá.
Endilega sentur mér PM ef það er eithvað meira á erfitt með að fylgjast með þráðum sem fara til andskotans og verða 10 blaðsíður ég verð bara ringlaður...
Þar sem þú minnist á að vera 14 þá er ég 15 ára að verða 16 2011 núna og það stendur uppi hvernig ég er.
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 00:33
af Andri Fannar
Fín grein sem Lexxinn bendir á, margt rétt og góðir punktar.
Þyrfti að hengja hana upp í flestum líkamsræktarstöðvunum fyrir þessa sem koma 14-18 ára og ætla sko aldeilis svakalega að massa sig upp og labba kannski inn og leggjast beint á bekkpressubekkinn ískaldir
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 00:42
af BjarkiB
Andri Fannar skrifaði:Fín grein sem Lexxinn bendir á, margt rétt og góðir punktar.
Þyrfti að hengja hana upp í flestum líkamsræktarstöðvunum fyrir þessa sem koma 14-18 ára og ætla sko aldeilis svakalega að massa sig upp og labba kannski inn og leggjast beint á bekkpressubekkinn ískaldir
Já hef heyrt hvernig krakkar tala á mínum aldri, "ætla að fara og taka 60 í bekk".
Annars þá ætla ég bara að leggja áheyrslu að byggja mig upp, var allveg hrikalegur fyrir svona ári, allveg kúptur í baki en náði eitthvað að lagast á nokkrum vikum hjá pabba þínum í Eflingu
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 00:48
af himminn
Svo þú telur að það sé nóg að finna sér byrjendaprogram á netinu prenta út og fylgja því?
Ekki eins og mark rippetoe sé reyndasti maðurinn þegar það kemur að þessum málum eða neitt? ekki eins og hann hafi eytt fleiri árum í það að tala við og læra af mönnum um öll bandaríkin þegar hann skrifaði bókina sína? Nene, bara eitthvað casual program af internetinu...
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 00:49
af AntiTrust
Lexxinn, farðu afar varlega í svona staðhæfingar. Það hafa t.d. afar fáir gott afþví að éta brauð, hvort sem þú ert að lyfta og hvernig sem þú ert að lyfta. Að éta skyr, egg, fisk og fitulítið kjöt er alls ekki vitlaus hugmyndafræði, þótt það megi að sjálfsögðu öllu ofgera. Dytti engum í hug að mæla með 2-3kg af kjöti og eggjabakka handa dreng á þessum aldri.
Ég er ekki að segja að 14 ára drengur þurfi að taka matarræðið sitt í gegn alfarið, enda nóg af hormónastarfssemi í drengnum til að nýta svotil hvaða næringu sem hann fær með réttum æfingum.
Með tilliti til aldurs þá er GRÍÐARLEGA mikilvægt að þú ekki bara lesir þér til um og spyrjist fyrir á netinu, heldur leitir helst til einkaþjálfara í allra fyrstu skiptin, til að kenna þér á tæki og lóð, hvaða þyngdir henta þér m.v. aldur, stærð, líkamsbyggingu og flr, og hvernig skal beita líkamanum. Þetta síðarnefnda er ekki hægt að setja nógu mikla áherslu á.
Ég er búinn að vera í íþróttum síðustu 15 árin, þar með talið í unglingalandsliðshópum og búinn að fá kennslu frá fremstu íþróttamönnum, þjálfurum og næringarfræðingum á landinu, og búinn að vera að lyfta síðustu 6-7 árin - og það mikilvægasta sem ég hef lært er að það hefur sjaldan e-r einn aðili rétt fyrir sér. Það eru til óteljandi týpur af mannslíkamanum, óteljandi skoðanir á hvernig skal þjálfa hann og óteljandi leiðir til að ná mismunandi markmiðum. Fjölbreytni er lykilorðið. Tala við nógu marga, lesa nógu mikið, og aldrei taka okkur Internetplebbana of alvarlega, það er ekkert mál að hljóma gáfulega á Internetinu, alveg burtséð frá því hversu mikið er varið í það sem við segjum.
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 00:53
af himminn
AntiTrust skrifaði:Lexxinn, farðu afar varlega í svona staðhæfingar. Það hefur t.d. enginn gott afþví að éta brauð, hvort sem þú ert að lyfta og hvernig sem þú ert að lyfta. Að éta skyr, egg og , fisk og fitulítið kjöt er alls ekki vitlaus hugmyndafræði, þótt það megi að sjálfsögðu öllu ofgera. Dytti engum í hug að mæla með 2-3kg af kjöti og eggjabakka handa dreng á þessum aldri.
Ég er ekki að segja að 14 ára drengur þurfi að taka matarræðið sitt í gegn alfarið, enda nóg af hormónastarfssemi í drengnum til að nýta svotil hvaða næringu sem hann fær með réttum æfingum.
Með tilliti til aldurs þá er GRÍÐARLEGA mikilvægt að þú ekki bara lesir þér til um og spyrjist fyrir á netinu, heldur leitir helst til einkaþjálfara í allra fyrstu skiptin, til að kenna þér á tæki og lóð, hvaða þyngdir henta þér m.v. aldur, stærð, líkamsbyggingu og flr, og hvernig skal beita líkamanum. Þetta síðarnefnda er ekki hægt að setja nógu mikla áherslu á.
Ég er búinn að vera í íþróttum síðustu 15 árin, þar með talið í unglingalandsliðshópum og búinn að fá kennslu frá fremstu íþróttamönnum, þjálfurum og næringarfræðingum á landinu, og búinn að vera að lyfta síðustu 6-7 árin - og það mikilvægasta sem ég hef lært er að það hefur sjaldan e-r einn aðili rétt fyrir sér. Það eru til óteljandi týpur af mannslíkamanum, óteljandi skoðanir á hvernig skal þjálfa hann og óteljandi leiðir til að ná mismunandi markmiðum. Fjölbreytni er lykilorðið. Tala við nógu marga, lesa nógu mikið, og aldrei taka okkur Internetplebbana of alvarlega, það er ekkert mál að hljóma gáfulega á Internetinu, alveg burtséð frá því hversu mikið er varið í það sem við segjum.
Hvar er like takkkinn?
edit
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 00:55
af Lexxinn
Andri Fannar skrifaði:Fín grein sem Lexxinn bendir á, margt rétt og góðir punktar.
Þyrfti að hengja hana upp í flestum líkamsræktarstöðvunum fyrir þessa sem koma 14-18 ára og ætla sko aldeilis svakalega að massa sig upp og labba kannski inn og leggjast beint á bekkpressubekkinn ískaldir
Alltof mikið af þessu.... Hef nú séð þann sem kallar sig "Þykka" hlamma sér í bekkpressuna ekki búnir að hita upp og vera með með Audda og Hjödda í rúman klukkutíma þar, skella sér svo í pottinn og fara...
En passaðu þig að hanga ekki í ákveðnum æfingum t.d. bekknum, ef þú styrkir ákveðna vöðva of mikið verða þeir sterkari og toga alltaf aðeins í, í daglegu lífi þar að segja... t.d. brjóstvöðvinn sem allir leggja of mikla áherslu á, ef hann er ALLTOF sterkur miðað við bakvöðva þá togar hann í bakið og þú verður smá hokinn í baki með hálfgerða krippu.
En gangi þér allt í haginn og ég mæli með að þú farir í BootCamp eða CrossFit þarna fyrir norðann þar sem hann talar nú um það og þetta er hin besta (mitt mat og virkað best fyrir mig hingað til) líkamsrækt og alhliðahreyfing sem þú finnur...
Nokkur vídeo af 2010 evrópumóti crossfit þar sem athyglinni er bent á Blair Morrison nokkurn...
http://www.youtube.com/watch?v=XQCQSrn8 ... re=relatedhttp://www.youtube.com/watch?v=BLiUHVnBRighttp://www.youtube.com/watch?v=KZc12vIwmiA
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 01:06
af Lexxinn
AntiTrust skrifaði:Lexxinn, farðu afar varlega í svona staðhæfingar. Það hafa t.d. afar fáir gott afþví að éta brauð, hvort sem þú ert að lyfta og hvernig sem þú ert að lyfta. Að éta skyr, egg og , fisk og fitulítið kjöt er alls ekki vitlaus hugmyndafræði, þótt það megi að sjálfsögðu öllu ofgera. Dytti engum í hug að mæla með 2-3kg af kjöti og eggjabakka handa dreng á þessum aldri.
Ég er ekki að segja að 14 ára drengur þurfi að taka matarræðið sitt í gegn alfarið, enda nóg af hormónastarfssemi í drengnum til að nýta svotil hvaða næringu sem hann fær með réttum æfingum.
Með tilliti til aldurs þá er GRÍÐARLEGA mikilvægt að þú ekki bara lesir þér til um og spyrjist fyrir á netinu, heldur leitir helst til einkaþjálfara í allra fyrstu skiptin, til að kenna þér á tæki og lóð, hvaða þyngdir henta þér m.v. aldur, stærð, líkamsbyggingu og flr, og hvernig skal beita líkamanum. Þetta síðarnefnda er ekki hægt að setja nógu mikla áherslu á.
Ég er búinn að vera í íþróttum síðustu 15 árin, þar með talið í unglingalandsliðshópum og búinn að fá kennslu frá fremstu íþróttamönnum, þjálfurum og næringarfræðingum á landinu, og búinn að vera að lyfta síðustu 6-7 árin - og það mikilvægasta sem ég hef lært er að það hefur sjaldan e-r einn aðili rétt fyrir sér. Það eru til óteljandi týpur af mannslíkamanum, óteljandi skoðanir á hvernig skal þjálfa hann og óteljandi leiðir til að ná mismunandi markmiðum. Fjölbreytni er lykilorðið. Tala við nógu marga, lesa nógu mikið, og aldrei taka okkur Internetplebbana of alvarlega, það er ekkert mál að hljóma gáfulega á Internetinu, alveg burtséð frá því hversu mikið er varið í það sem við segjum.
Nei, nei ég er ekki að segja að drengurinn eigi að lifa á brauði...
Bara segja að það eru alltof margir sem detta inní þessa hugsuna "skyr, egg, kjöt og fiskur og þú ert góður og munt stækka!!!"
Jú, jú allir hafa sínar skoðanir og auðvitað þarftu kennslu eins og ég segi í fyrsta póstinum mínum... Ég hef alveg verið á móti netkennslu, svo sem videoum á netinu sem eiga að "kenna" þér að gera æfinguna. Þar geriri þú hana ekki samtímis og kennarinn stendur yfir þér...
Ég tel engan einan hafa rétt fyrir sér, aðeins tala ég af minni reynslu því sem hefur hentað mér vel hingað til og ég er í. Ég geri mér vel grein fyrir því að það eru til margar tegundir manna með mismunandi markmið og vilja líta betur út en hinn eða öðruvísi, þess vegna segi ég honum frá því hvernig ég fer að hlutum og hvernig þeir virka fyrir mig. Benti honum á greinina þarna vegna þess að hún hjálpaði mér og flestum vinum mínum mjög mikið og breytti æfingum og hugsunarfari þeirra mikið, enda eru þeir sáttari við sig núna sem er gott fyrir þá, en þá segi ég "Hvernig vilt þú vera?" þeirri spurningu er erfitt að svara, líklega muntu heldur aldrei fá svarið við því en ef þú finnur svarið muntu mjög líklega aldrei ná því. Það er allavegan það sem mér hefur verið sagt og ekki er ég nálægt því að vera eins og ég vill líta út.
En ekki er ég að þræta við þig því allir hafa rétt fyrir sér á sinn hátt. Mér hefur aldrei líkað við "Skyr, egg, fisk og kjöts" hugsunina að hún eigi að gera þig þykkri og sterkari með lyftingum, sem það jú gerir en alltof margir fara í alltof mikla einangrun og fá sér eiginlega bara þetta.
Hérna er komið að endalokum á mínum svörum á þennan þráð og vill ég bara þakka fyrir mig og endilega senda mér PM ef það er eithvað sem einhver vill forvitnast meira um sem hann telur mig vita.
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Sun 02. Jan 2011 01:29
af vesley
Það er að sumu leiti rétt hjá þér Lexxinn að margir hugsa um ekki annað en kjöt,fisk,egg,skyr en lang líklegast minna en 1% af þeim sem tala um þetta eru virkilega að nota þetta matarræði.
Þetta merkir alls ekki að þú eigir að forðast þennan mat! t.d. er gott að borða skyr stuttu fyrir svefn þar sem próteinið í skyri er hægmeltandi.
Að byggja líkaman upp og auka vöðvamassa er eitthvað sem gerist ekki á 1 mánuði.
Þetta krefst augljóslega vinnu......
Til að einfalda þetta er að byrja fyrst að læra á tækin. Fá einhvern til að kenna þér á tækin t.d. einkaþjálfara. og láta hann sýna þér hvernig á að nota þau og að sjá hvernig á að ekki! gera þetta.
Sjálfum finnst mér gaman að fylgjast með videoum af scooby
http://www.youtube.com/user/scooby1961?blend=1&ob=4 margir þola hann nú ekki en hann er með mörg skemmtileg æfingar prógrömm og heilann helling af kennslumyndböndum um hvernig á gera hinar og þessar æfingar og hvernig á ekki að gera þær.
Alltaf að byrja frekar rólega og svo auka æfingar og auka þyngdir í réttum takt.
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Þri 04. Jan 2011 13:25
af Halli25
Persónulega hata ég að lyfta lóðum þangað til ég prófaði að fara í body pump tíma...
mæli með því ef þú vilt byggja upp vöðva en bara passaðu að hafa ekki of þungt á lóðunum í byrjun.
Ég tók alltof þungt fyrir hendur og náði varla að lyfta þeim upp eftir fyrsta tímann vikuna á eftir
Re: Ræktin fyrir byrjendur
Sent: Þri 04. Jan 2011 13:35
af ManiO
Var ekki einhver sem minntist á að ekki allir eru næakvæmlega eins og að þó svo að eitt prógramm virki fyrir nokkra þá þýðir það ekki að það virki fyrir þig. Það er í raun eini maðurinn á þræðinum sem vert er að taka fyllilega mark á. Síðan er bara málið að lesa sig til um hin og þessi prógrömm, prófa þau, sjá hvað gengur og hvað ekki. Sjá hvað hentar þér og hvað ekki o.s.frv. Það er ekki til neinn einn heilagur sannleikur í þessu.