Síða 1 af 4

Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 01:30
af rapport
Endilega postið einhverju sem þið eruð stoltir af að hafa gert 2010...

Ég t.d. hætti að reykja, gifti mig og kúplaði mig úr 4,5 millz bílaskuld niður í -147þ. með braski, endurútreikningum og heppni. (fór reyndar úr 168fm leiguíbúð í 55fm 2009, en maður verður að lifa kreppuna :cry: )

Tók eitt stíft ISO27001 Lead Auditor námskeið sem ég náði að klára og það stefnir í að ég nái að spara vinnustaðnum mínum margföld launin mín á ársgrundvelli um alla framtíð með verkefni sem ég er búinn að vera vinna að (reyndar greina/stýra á deildinni).

Held að ég skilji sáttur við 2010, búið að vera heljarinnar ár...

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 01:58
af BjarkiB
Ég fór frítt til Spánar \:D/
Ég setti saman og fékk mína fyrstu tölvu.
Ég fermdist.
Horfði á allar Lord of the Rings myndirnar.
o.fl

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 02:00
af Kobbmeister
Fékk Bilpróf og fór í HSSK :D

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 02:02
af rapport
ahh...

Það vantar alveg...

Skemmtilegasta mynd ársins = Expendables, Avatar og Inception voru betri, jafnvel Gauragangur en ekki jafn skemmtilegar...

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 02:18
af intenz
Hætti að reykja og byrjaði í háskóla.

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 03:04
af Danni V8
Flutti að úr foreldrahúsum, fór aftur í skóla, losnaði við næstum allar skuldir, klára rest fyrir sumarið '11, keypti bíl sem ég á skuldlaust og breytti honum og betrumbætti alveg helling. Þetta er svona það helsta :D

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 03:11
af Orri
Kláraði grunnskóla.
Hóf nám við margmiðlunarhönnun í Borgarholtsskóla.
Fékk æfingarleyfi á bíl (og eyddi 3 kvöldum af lífi mínu í ökuskóla 1 ](*,))

Ekkert meira sem ég man eftir.
Nema jú mesta afrekið;
Eyddi rúmum 200 klukkustundum í að spila Battlefield Bad Company 2 á netinu (178 á PS3 og 27 á PC)(time well spent :twisted:)

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 03:17
af MatroX
nenni ekki nefna öll en allavega
Kláraði mína fyrstu önn í Berklee Collage of Music með stæl 4.00 GPA

eyddi allt of miklum tíma í tölvu :mad

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 04:08
af ViktorS
Kláraði grunnskóla og fékk þar verðlaun fyrir stærðfræði,
Byrjaði í Menntaskólanum á Egilsstöðum og var langt frá falli á fyrstu önn,
Fékk æfingaleyfi á bíl,
Skoraði frá miðju í fótbolta :D
Eyddi allt of miklum tíma í cs.

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 04:23
af Nothing
Lenti í 5 árekstrum á bíl (ég var ekki að keyra) labbaði frá þeim öllum

Byrjaði að borða hollara.

Las tvær bækur (annað en skólabækur) sem telst afrek fyrir mig.

230+ klst í COD.

Spanderaði meira en 400þ í tölvuíhluti

græddi þó nokkuð á bílabraski.

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 05:14
af GullMoli
Hætti með fyrrverandi.

Kynntist vægast sagt frábærri stelpu.

Keypti mér epic bíl.

Lærði góða lexíu, ekki kaupa bíl nema hafa nægan pening til að reka hann.

Byrjaður að læra táknmál.

Fékk VIP status á vaktinni.



Ömmm.. bæti við ef ég man meira á morgun.

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 05:22
af appel
Gerði ekki neitt merkilegt. Árið bara þaut hjá. :dissed

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 05:41
af Plushy
MatroX skrifaði:nenni ekki nefna öll en allavega
Kláraði mína fyrstu önn í Berklee Collage of Music með stæl 4.00 GPA

eyddi allt of miklum tíma í tölvu :mad


Hvernig komstu þangað inn? Kosta annirnar ekki fúlgu fjár?

mér langar :(

Hvað ertu að læra?

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 07:40
af urban
appel skrifaði:Gerði ekki neitt merkilegt. Árið bara þaut hjá. :dissed


gerðist einmitt alveg ábigglega eitthvað merkilegt
árið var bara svo fljótt að líða að maður tók ekki eftir því.

tíminn er svo fljótu að líða að næsta vika er að verða búin.

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 08:38
af DJOli
Kom inn í þetta ár ónýtur af áfengi og frekar sáttur

byrjaði á minni 1. önn í FSN, féll ekki í öllu, en var samt felldur á önninni, skemmti mér samt á meðan
vann á ruslasvæði
vann á fótboltavelli
fór á 2. önn í fsn
gerði heimskulega hluti
gerði skemmtilega hluti
eignaðist kærustu (entist í tvo og hálfan mánuð)
var dömpað af stelpu (i don't care about your opinion on this part)
fór að hugsa út í hlutina, og fannst námsefnið í fsn leiðinlegt...
hætti af sjálfsdáðum tveim mánuðum áður en önninni lauk.
bunch af life exp+ komið á árinu, og ég er bara frekar sáttur :)
planið fyrir kvöldið er ölvun í hámarki og leiðindi í lágmarki :D

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 09:11
af Frost
Náði nóklega bílprófinu, málaði og breytti herberginu mínu, hjálpaði honum föður mínum alltof mikið að gera bíla plan þar sem áður var mold og sandur, kláraði grunnskóla með ágætis einkanir, komst í menntaskóla og fékk ágætis einkanir þar og kominn yfir 1500 pósta á vaktinni. Þetta er svona það sem ég man í augnablikinu :megasmile

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 09:29
af kubbur
keypti 2 tölvur, seldi eina
flutti til rvik (fuuu yeah !)
annars gerði ég ekkert merkilegt á árinu

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 09:41
af hagur
Hmmmm ... ekkert merkilegt svosem.

Útskrifaðist loksins úr háskóla, eftir að hafa verið að dunda við námið með vinnu í nokkur ár.

Ekkert annað sérstakt sem stóð uppúr.

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 09:44
af beggi90
Hætti í skóla,
Fór að vinna,
Lærði að mappa í cs

Engin afrek...

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 10:57
af bulldog
Díses ... á maður að muna allt sem maður gerði á árinu, skal samt reyna.

Komst loksins á stigalista í skák með 1325 stig \:D/
Byrjaði með fyrrverandi í 3 skipti, trúlofaðist og dömpaði henni eftir tvo og hálfann mánuð ( er sama hvað ykkur finnst um það :mad )
Fékk bolabítshvolp sem er orðin 9 mánaða núna
Flutti frá Keflavík þar sem dópistar bjuggu á efri hæðinni yfir í Sandgerði þar sem ég leigi hjá frænku minni miklu betra að búa hér \:D/
Seldi 1 tölvu á vaktinni í pörtum \:D/
Fór á skötuhlaðborð :megasmile
Fór á mína fyrstu Þorláksmessutónleika hjá Bubba \:D/

og ábyggilega eitthvað fleira.

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 11:02
af ponzer
Spilaði CS í 483klst :popeyed

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 11:11
af AntiTrust
Fékk mér nýja vinnu og tvöfaldaði launaseðilinn.
Braskaði mig upp í 2008 A6, skuldlaust.
Núllaði erlent lán og bíð eftir endurgreiðslu.
Regain-aði loks fyrri styrk í ræktinni eftir slæmt handsleggsbrot 2009, henti 140kg upp í bekknum og sló persónulegt met um 1.25kg.
Fór í fyrsta skipti með maka erlendis - To be repeated.
Ákvað að fara í lögfræðina í HR, frumgreinadeild á næsta ári ef allt gengur upp.
Skipti loksins Win út fyrir Linux kerfi á öllum vélum heima.

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 13:17
af wICE_man
Tók mér 2 daga í sumarfrí. Kallinn kann sko að slappa af \:D/

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 14:25
af zedro
Kláraði Atvinnuflugmannsréttindin :D
Fór í 18 daga ferð til USA ( Las Vegas, Los Angeles og New York ).
Keyrði á Ford Mustang blæjubíl frá Vegas til LA. \:D/
*Edit* Hoppaði útur flugvél :crazy
Kláraði bóklegt Flugkennaranám, verklegt klárast vonandi í Janúar.

Re: Afrek ársins

Sent: Fös 31. Des 2010 14:32
af JohnnyX
Afrekalaust ár, en samt sem áður skemmtilegt