Síða 1 af 3

Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 16:55
af GuðjónR
Ég ætla að prófa Rifsberja lambalæri frá SS, hef prófað Bláberja og Kamapvínslegið þannig að röðin er komin að þessu.
Svo á morgun verður það Húsavíkur hangikjöt og kalkúnn annan í jólum.
Líklega verð ég með svínahamborgarahrygg 31. des.

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 16:56
af hauksinick
Lamba og Svína hamborgarahryggur hér á bæ.. :beer

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 16:57
af Jim
Möndlugrautur (Hrísgrjónagrautur með möndlu í) verður í forrétt, þar næst kemur humarsúpa og að lokum kalkúnn!

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 16:57
af k0fuz
Rjúpur á aðfangadag hérna :) =P~

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 17:00
af vesley
Hefur alltaf verið Svínahamborgarahryggur , alveg síðan ég man eftir mér.

Einn ákveðinn meðlimur fjölskyldunnar borðar ekkert annað.

á 2 í jólum fer maður í veislu með fjölskyldunni og veit ég ekkert hvað verður þar að borða.

Og á áramótunum verður farið með fjölskyldunni í áramótapartí og kæmi mér ekki á óvart ef það væri kalkúnn þar.

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 17:08
af Eiiki
Svína-Hamborgarhryggurinn er alltaf á aðfangadag hjá mér og er það gömul hefð :japsmile

Á jóladag byrjar síðan listin, þá berum við fram hangikjötslæri, (með beini og sagað í tvennt) fram á borðstóla með afar einstökum hætti. Við byrjum á að setja hangikjötið í kalt vatn, setjum eldavélarhelluna á 1/3 af max hita (hjá okkur kemst hún upp í 9 þannig við setjum hana á 3). Það tekur suðuna vanalega klukkutíma og korter að koma upp. En þegar suðan er komin upp þá er látið sjóða í 5 mín. Svo er slökkt undir pottinum og kjötið látið liggja á eldarvélarhellunni þangað til það kólnar aftur niður og verður kalt (sem tekur svona u.þ.b. 4 tíma). Svo er lærið látið kólna útá svölum í soðinu þangað til að við förum að borða. Passa samt að láta ekki frjósa haha ;) En uppstúf er síðan gert úr soðinu en lærið borið fram kalt, þetta gerir kjötið einstaklega bragðgott :)

Svo á annan í jólum er bara eithvað gúrm kryddlegið lambalæri sem allir elska.
Svo 31. Des er kalkúnn.

Ég stefni samt að því að prófa þennan skít einhvertímann -> http://www.youtube.com/watch?v=7Xc5wIpUenQ*
Held bara að undirbúningurinn taki 2-3 daga haha :D

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 17:14
af Glazier
k0fuz skrifaði:Rjúpur á aðfangadag hérna :) =P~

Öfund.. fæ þær ekki fyrr en 31. des :x

Hamborgarahryggur í kvöld..

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 17:16
af bAZik
Hambóhryggz \:D/

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 17:18
af teitan
Lambahryggur... :)

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 17:20
af Einarr
Nautalundir með bernaise sósu. Epic máltíð \:D/

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 17:21
af Frost
Kalkúnn eins og hefur verið í familíunni seiunustu 24 Jól. Á Jóladag verður svo hangikjöt og á gamlárskvöld verður humarsúpa með humar á snittubrauði sem er búið að liggja í hvítlauksolíu og nautasteikur með bernaise! \:D/ ÉG ELSKA DESEMBER!

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 17:25
af HelgzeN
svína Hamborgarahryggur

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 17:27
af BjarkiB
Hamborgarahryggur hér og möndlugrötur í eftirmat \:D/

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 17:32
af Ýmir
Humarsúpa í forrétt, rjúpa í aðalrétt og svo marsís í eftirrétt. \:D/

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 17:34
af Ulli
önd...meira veit ég ekki :P

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 17:35
af intenz
Púrrulaukssúpa í forrétt og svo svínapurusteik :D

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 17:40
af bixer
Einarr skrifaði:Nautalundir með bernaise sósu. Epic máltíð \:D/

mmm mig langar líka, öfunda þig ekkert smá!

en ég fæ hamborgarahrygg

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 17:42
af kobbi keppz
purusteik og svínabógur mmmmm =P~ og svo heimatilbuinn ís allveg himnest O:)

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 17:42
af Kobbmeister
Hamborgarahryggur og það nóg af honum svo verða rjúpur á morgun :megasmile

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 17:45
af beggi90
Hamborgarahryggur og heimagerður snickersís á eftir.

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 18:03
af JohnnyX
Hamborgarahryggur hérna

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 18:38
af Black
Eðal Hamborgarahryggur..! held ég hafi þyngst um 10kg eftir matinn :shock:

eftirétt Bayle's & Tobleron ís

Rauðvín og ostar ;þ

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 18:41
af Viktor
Hvítlauks humar í forrétt

Hamborgarahryggur í aðalrétt

Kókósbollu eftirréttur :)

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 19:26
af Plushy
Rækjukokteill og ristabrauð með smjöri

Lambahryggur, salat, hvítlauksbrauð, villisveppa risotto

heimagerður daim ís

Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?

Sent: Fös 24. Des 2010 19:40
af Hvati
Sveppasúpa með heimagerðum speltbollum í forrétt.
Nautalundir með bökuðum kartöflum og bernaise sósu í aðalrétt.
Síðan er heimagerður toblerone ís í eftirrétt :).