Síða 1 af 3
Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 16:55
af GuðjónR
Ég ætla að prófa Rifsberja lambalæri frá SS, hef prófað Bláberja og Kamapvínslegið þannig að röðin er komin að þessu.
Svo á morgun verður það Húsavíkur hangikjöt og kalkúnn annan í jólum.
Líklega verð ég með svínahamborgarahrygg 31. des.
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 16:56
af hauksinick
Lamba og Svína hamborgarahryggur hér á bæ..
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 16:57
af Jim
Möndlugrautur (Hrísgrjónagrautur með möndlu í) verður í forrétt, þar næst kemur humarsúpa og að lokum kalkúnn!
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 16:57
af k0fuz
Rjúpur á aðfangadag hérna
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 17:00
af vesley
Hefur alltaf verið Svínahamborgarahryggur , alveg síðan ég man eftir mér.
Einn ákveðinn meðlimur fjölskyldunnar borðar ekkert annað.
á 2 í jólum fer maður í veislu með fjölskyldunni og veit ég ekkert hvað verður þar að borða.
Og á áramótunum verður farið með fjölskyldunni í áramótapartí og kæmi mér ekki á óvart ef það væri kalkúnn þar.
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 17:08
af Eiiki
Svína-Hamborgarhryggurinn er alltaf á aðfangadag hjá mér og er það gömul hefð
Á jóladag byrjar síðan listin, þá berum við fram hangikjötslæri, (
með beini og sagað í tvennt) fram á borðstóla með afar einstökum hætti. Við byrjum á að setja hangikjötið í kalt vatn, setjum eldavélarhelluna á 1/3 af max hita (hjá okkur kemst hún upp í 9 þannig við setjum hana á 3). Það tekur suðuna vanalega klukkutíma og korter að koma upp. En þegar suðan er komin upp þá er látið sjóða í
5 mín. Svo er slökkt undir pottinum og kjötið látið liggja á eldarvélarhellunni þangað til það kólnar aftur niður og verður kalt (sem tekur svona u.þ.b. 4 tíma). Svo er lærið látið kólna útá svölum í soðinu þangað til að við förum að borða. Passa samt að láta ekki frjósa haha
En uppstúf er síðan gert úr soðinu en lærið borið fram kalt, þetta gerir kjötið einstaklega bragðgott
Svo á annan í jólum er bara eithvað gúrm kryddlegið lambalæri sem allir elska.
Svo 31. Des er kalkúnn.
Ég stefni samt að því að prófa þennan skít einhvertímann ->
http://www.youtube.com/watch?v=7Xc5wIpUenQ*Held bara að undirbúningurinn taki 2-3 daga haha
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 17:14
af Glazier
k0fuz skrifaði:Rjúpur á aðfangadag hérna
Öfund.. fæ þær ekki fyrr en 31. des
Hamborgarahryggur í kvöld..
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 17:16
af bAZik
Hambóhryggz
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 17:18
af teitan
Lambahryggur...
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 17:20
af Einarr
Nautalundir með bernaise sósu. Epic máltíð
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 17:21
af Frost
Kalkúnn eins og hefur verið í familíunni seiunustu 24 Jól. Á Jóladag verður svo hangikjöt og á gamlárskvöld verður humarsúpa með humar á snittubrauði sem er búið að liggja í hvítlauksolíu og nautasteikur með bernaise!
ÉG ELSKA DESEMBER!
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 17:25
af HelgzeN
svína Hamborgarahryggur
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 17:27
af BjarkiB
Hamborgarahryggur hér og möndlugrötur í eftirmat
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 17:32
af Ýmir
Humarsúpa í forrétt, rjúpa í aðalrétt og svo marsís í eftirrétt.
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 17:34
af Ulli
önd...meira veit ég ekki
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 17:35
af intenz
Púrrulaukssúpa í forrétt og svo svínapurusteik
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 17:40
af bixer
Einarr skrifaði:Nautalundir með bernaise sósu. Epic máltíð
mmm mig langar líka, öfunda þig ekkert smá!
en ég fæ hamborgarahrygg
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 17:42
af kobbi keppz
purusteik og svínabógur mmmmm
og svo heimatilbuinn ís allveg himnest
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 17:42
af Kobbmeister
Hamborgarahryggur og það nóg af honum svo verða rjúpur á morgun
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 17:45
af beggi90
Hamborgarahryggur og heimagerður snickersís á eftir.
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 18:03
af JohnnyX
Hamborgarahryggur hérna
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 18:38
af Black
Eðal Hamborgarahryggur..! held ég hafi þyngst um 10kg eftir matinn
eftirétt Bayle's & Tobleron ís
Rauðvín og ostar ;þ
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 18:41
af Viktor
Hvítlauks humar í forrétt
Hamborgarahryggur í aðalrétt
Kókósbollu eftirréttur
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 19:26
af Plushy
Rækjukokteill og ristabrauð með smjöri
Lambahryggur, salat, hvítlauksbrauð, villisveppa risotto
heimagerður daim ís
Re: Hvað er í matinn á aðfangadag?
Sent: Fös 24. Des 2010 19:40
af Hvati
Sveppasúpa með heimagerðum speltbollum í forrétt.
Nautalundir með bökuðum kartöflum og bernaise sósu í aðalrétt.
Síðan er heimagerður toblerone ís í eftirrétt
.