Síða 1 af 2

Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 22:21
af intenz
Hvernig líst ykkur á þessa nýju torrent síðu?

Það eru víst kerfisfræðingar á bakvið þetta og þeir segjast ekki eiga í neinum peningavandræðum og geti því auðveldlega haldið þessu uppi án styrkja.

En hver veit nema Smáís hafi greitt einhverjum kerfisfræðingum fyrir að setja upp svona torrent síðu og sanka að sér upplýsingum fyrir þá. En ef sú er raunin þá eru þeir væntanlega að brjóta lög. Bara svolítið skrítið að þessi síða skuli rísa stuttu eftir húsleitirnar og að þeir séu að bjóðast til að verðlauna þeim sem sendir inn flest torrent um 15.000 kr.

Eftir fall allra þessara torrent síðna þá er ég orðinn svo skeptískur á þessar síður og farinn að taka allt með góðum fyrirvara.

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 22:24
af Páll
Kjarrval er basicly að borga notendum fyrir að senda inn torrent.....ekki alveg vel út hugsað sko!

Svo er þetta svo mikið stolið, útlitið er af tengdur.net.... svo er kóðinn af rtorrent.net enn þeir fengu hann með leyfi. Svo er það kjarrval, ef ég væri Svavar Kjarrval þá væri ég sko alls ekki sáttur.

Svo er Deildu.net víst að koma aftur í þessari viku. Enn á þetta ekki heima í torrent síðu þræðinum?

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 22:26
af SolidFeather
Þeim sem að dettur í hug að nota íslenkar torrentsíður eru fávitar.


There, I said it.

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 22:28
af Páll
SolidFeather skrifaði:Þeim sem að dettur í hug að nota íslenkar torrentsíður eru fávitar.


There, I said it.


Það er meira svona þú sem ert fáviti hér. #-o

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 22:34
af GullMoli
Páll skrifaði:
SolidFeather skrifaði:Þeim sem að dettur í hug að nota íslenkar torrentsíður eru fávitar.


There, I said it.


Það er meira svona þú sem ert fáviti hér. #-o


Nei það er alveg vit í þessu hjá honum, en ég vil þó meina að maður eigi bara ekkert að koma við íslenskt efni.


EDIT: Tilkynningin þeirra:

Let the games begin!

Kjarrval.net er ný torrentsíða sett upp af fólki með áhuga um þessa skráarskiptatækni.

Miðað við þróun á íslenskrar torrent menningar sem hefur farið mjög hrasandi uppá síðustu ár verðum við að breyta hugsunarhætti okkar til að halda svona samfélagi lifandi á íslandi áfram.
Íslenska torrent samfélagið byrjaði allt með einum snillingi sem hafði trú á bittorrent tækninni og barðist hann undir nafni og kennitölu sinni.
Svavar Kjarrval er barráttu maður fyrir hönd okkar allra í torrent menningunni og þessvegna var nefnt vefsetrið til heiðurs nafni hans, Kjarrval.net
Eftir að lögbann var sett á vefsíðuna hans (http://www.torrent.is) þá spruttu strax upp margar síður sem hafa allir lifað misjafnlega lengi og hægt og hægt fór fólk að gleyma baráttu Svavars fyrir réttlæti á netinu fyrir okkar hönd, og hafa margar íslenskar torrentsíður gert lítið úr samfélaginu sem við eigum að þökk Svavars, með því að hafa það eina markmið að græða pening af notendum, og loka svo vefsíðunni þegar eigendurnir fá leið á henni.

Við höfum tekið fyrsta almennilega skrefið í að gera bittorrent tæknina eins nafnlausa og hægt er, okkar vefsíða er aðeins öðruvísi en flestar torrentsíður, sérstaklega íslenskar að því leiti að við sjáum aldrei IP töluna þína (né netfang).

Og satt að segja, þá geymum við ekki neitt í gagnagrunnum okkar sem getur nafngreint notendur okkar ef óprúttnir aðilar komast inní gagnagrunninn.

Á meðan þú ert tengdur gagnabeininum (semsagt, ert að deila eða sækja), þá er geymt IP töluna þína í bráðabirgðatöflu sem aðeins vefþjónninn hefur aðgang að, um leið og þú aftengist gagnagrunninum (s.s, ert með engin torrent í gangi), þá er jafnokafærlsunni samstundis eytt úr þessar bráðabirgðatöflu, og engin merki er um að IP talan þín hafi einhverntímann tengst þessum vefþjóni.

Þetta er stórt skref í átt að nafnleynd á íslenskum torrentsíðum, því oftast geyma torrentsíður IP töluna þína í gagnagrunninum til þess að staðfesta jafnokafærslur og hver notandinn er. En með nokkrum sniðugum brögðum erum við búnir að forrita gagnabeininn þannig að það þarf ALDREI að geyma NEINAR upplýsingar um notendur okkar nema rétt á meðan þeir eru að deila eða sækja.



Við viljum minna á að það er dýrt að reka svona vef, og við gerum okkur grein fyrir því að það er leiðinlegt að styrkja vefsíður sem haldast ekki uppí í meira en 2-3 mánuði.

Við erum hér til að vera, við munum halda þessari vefsíðu opinni sama hvað dynur á, en ef notendur vilja leggja hjálparhönd til við borga af vefþjóninum þá er það vel þegið, en við erum ekki að segja að við munum loka vefsíðunni þó svo að hún er rekin með smá tapi.

Vonandi líkar ykkur við þetta vefsetur, og vonandi náum við nokkrum góðum árum saman

ATH:
Við erum á engan hátt tengdir Kjarrvali, né öðrum eldri torrent vefsvæðum
Við erum (true fresh blood in this game)

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 22:36
af jagermeister
SolidFeather skrifaði:Þeim sem að dettur í hug að nota íslenkar torrentsíður eru fávitar.


There, I said it.


Mér finnst þú alltaf vera með sjúkar alhæfingar eða er það bara ég?

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 22:36
af Páll
GullMoli skrifaði:
Páll skrifaði:
SolidFeather skrifaði:Þeim sem að dettur í hug að nota íslenkar torrentsíður eru fávitar.


There, I said it.


Það er meira svona þú sem ert fáviti hér. #-o


Nei það er alveg vit í þessu hjá honum, en ég vil þó meina að maður eigi bara ekkert að koma við íslenskt efni.



Jájá, enn að segja að fólk sem notar íslenskar síður séu fávitar? Hvað skreið upp í rassgatið á þessu kvikindi? Það eru ekkert allir ríkir sko.

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 22:40
af intenz
SolidFeather skrifaði:Þeim sem að dettur í hug að nota íslenkar torrentsíður eru fávitar.


There, I said it.

Ef ég væri með ljós og frítt utanlands download, þá væri ég sammála þér.

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 22:44
af Feeanor
Yay ríðum smáís í rassgatið





(vonandi :p vona að OP hafi rangt fyrir sér)

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 22:45
af Frost
Ég hef núna ekki notað íslenskar síður fyrir svonalagað í óralangan tíma. Nennti ekki að vera alltaf að skrá mig á nýjar síður þar sem þetta fólk fer alltaf að væla og tekur niður síðurnar eða síðurnar bara detta niður.

Halda sig bara við Piratebay :japsmile

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 22:46
af AntiTrust
Ég þekki marga "kerfisfræðinga" sem ég myndi ekki treysta fyrir örygginu hérna heima hjá mér, svo ég verð að viðurkenna að það eykur ekki traustið mitt það mikið að ég sjái þetta sem vænlegan kost.

Það að þeir ætli að verðlauna notendur með peningum er jafnvel verri hugmynd en að selja varning.

Þeir mega þó eiga það ég hló að lookupinu þeirra.

Kóði: Velja allt

Administrative Contact:
   Kjarrval
   Steve Jobs (kjarrval@kjarrval.net)
   +354.0000000
   Fax:
   Laugavegi 182
   Reykjavik, N/A 105
   IS


Fyrir þá sem ekki vita er Epli.is að Laugavegi 182.

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 22:51
af valdij
Ég er á öllum helstu erlendu-torrent síðunum, opnum sem lokuðum. En samt sæki ég líklegast meirihluta af efninu mínu á íslenskum síðum (allavega bíómyndir)

Ástæðan fyrir því ég kýs íslenskar-torrent síður er tvíþætt, annars vegar vegna þess ég hef ekki ótakmarkað erlent niðurhal "eingöngu" 120gb. Önnur veigameiri ástæða er á erlendum torrentum færðu ekki kvikmyndir með ísl. txta sem mér finnst vera frábært framtak. Ekki það að ég kunni ekki ensku, heldur vegna þess að mér finnst æðislegt að geta átt risastórt kvikmyndsafn á flakkaranum/tölvunni sem eru allar í góðum gæðum með ísl. texta sem ég verð að játa er miklu þægilegra. Hver einasti þáttur og mynd á flakkaranum minum eru með textaskrá. Myndirnar í lang-stærsta meirihluta með ísl.txta þökkum allra myndanna og mynda-pakkana sem berast nánast daglega inn á íslenskar torrent síður. Líst mjög vel á þessa nýju síðu og vona að þetta verði ekki bara orðin ein heldur hún eigi eftir að endast.

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 23:00
af rapport
DC rúlar...

Torrent hljómar eins og desert eftir Burritos.

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 23:01
af AntiTrust
valdij skrifaði:Önnur veigameiri ástæða er á erlendum torrentum færðu ekki kvikmyndir með ísl. txta sem mér finnst vera frábært framtak. Ekki það að ég kunni ekki ensku, heldur vegna þess að mér finnst æðislegt að geta átt risastórt kvikmyndsafn á flakkaranum/tölvunni sem eru allar í góðum gæðum með ísl. texta sem ég verð að játa er miklu þægilegra. Hver einasti þáttur og mynd á flakkaranum minum eru með textaskrá. Myndirnar í lang-stærsta meirihluta með ísl.txta þökkum allra myndanna og mynda-pakkana sem berast nánast daglega inn á íslenskar torrent síður. Líst mjög vel á þessa nýju síðu og vona að þetta verði ekki bara orðin ein heldur hún eigi eftir að endast.


Nota bara e-rskonar scraper til að sækja fyrir þig texta, til endalaust af hugbúnaði sem gerir þetta. XBMC, MediaPortal, Ember Media manager.

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 23:12
af GullMoli
valdij skrifaði:Ég er á öllum helstu erlendu-torrent síðunum, opnum sem lokuðum. En samt sæki ég líklegast meirihluta af efninu mínu á íslenskum síðum (allavega bíómyndir)

Ástæðan fyrir því ég kýs íslenskar-torrent síður er tvíþætt, annars vegar vegna þess ég hef ekki ótakmarkað erlent niðurhal "eingöngu" 120gb. Önnur veigameiri ástæða er á erlendum torrentum færðu ekki kvikmyndir með ísl. txta sem mér finnst vera frábært framtak. Ekki það að ég kunni ekki ensku, heldur vegna þess að mér finnst æðislegt að geta átt risastórt kvikmyndsafn á flakkaranum/tölvunni sem eru allar í góðum gæðum með ísl. texta sem ég verð að játa er miklu þægilegra. Hver einasti þáttur og mynd á flakkaranum minum eru með textaskrá. Myndirnar í lang-stærsta meirihluta með ísl.txta þökkum allra myndanna og mynda-pakkana sem berast nánast daglega inn á íslenskar torrent síður. Líst mjög vel á þessa nýju síðu og vona að þetta verði ekki bara orðin ein heldur hún eigi eftir að endast.



Það sama hér. T.d. er mjög góð vinkona mín er heyrnarlaus og því er texti algjört must svo hún geti horft á kvikmyndir.

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 23:25
af Glazier
Getur ekki verið skemtileg vinknoa.. :roll:


Aaaallavega, ef öllum skrám/upplýsingum um notendur er eytt svona fljótt.. hvernig virkar þetta þá með backup og annað ?
Geta þeir tekið backup af notendum/torrentum og öllu svoleiðis ?

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 23:31
af SolidFeather
Glazier skrifaði:Getur ekki verið skemtileg vinknoa.. :roll:


Aaaallavega, ef öllum skrám/upplýsingum um notendur er eytt svona fljótt.. hvernig virkar þetta þá með backup og annað ?
Geta þeir tekið backup af notendum/torrentum og öllu svoleiðis ?



Er það ekki einmitt eitthvað sem þeir vilja forðast?

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 23:37
af AntiTrust
Notendum er ekki eytt. IP loggum á bakvið notendur er eytt eftir færslur.

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 23:39
af ponzer
Ljós + endalaust gagnamagn + torrentleech = :megasmile

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 23:43
af C2H5OH
ponzer skrifaði:Ljós + endalaust gagnamagn + torrentleech = :megasmile


ég tek því sem þú sért að meina erl. gagnamagn þar sem torrentleech er erlend...
Hjá hvaða netþjónustufyrirtæki ert þú, sem bíður upp á endalaust erl. gagnamagn?
skelli mér allaveganna beint þangað ef það er til:)

Re: Kjarrval.net

Sent: Sun 12. Des 2010 23:45
af AntiTrust
Þið sem eruð að kvarta undan 120Gb limitinu. Það sem við félagarnir gerðum í gamla daga var að búa til annaðhvort SFTP á milli okkar eða búa til DC hub, lokaðann, registered only og IP filteraðan. Settum þar inn requests og deildum niður á hópinn efni sem þurfti að sækja utanað.

Re: Kjarrval.net

Sent: Mán 13. Des 2010 00:16
af Raidmax
Ég þekki marga "kerfisfræðinga" sem ég myndi ekki treysta fyrir örygginu hérna heima hjá mér, svo ég verð að viðurkenna að það eykur ekki traustið mitt það mikið að ég sjái þetta sem vænlegan kost.

Það að þeir ætli að verðlauna notendur með peningum er jafnvel verri hugmynd en að selja varning.

Þeir mega þó eiga það ég hló að lookupinu þeirra.

Kóði: Velja allt
Administrative Contact:
Kjarrval
Steve Jobs (kjarrval@kjarrval.net)
+354.0000000
Fax:
Laugavegi 182
Reykjavik, N/A 105
IS



Fyrir þá sem ekki vita er Epli.is að Laugavegi 182.



Já bíddu smáís er á laugarvegi 182 er þetta þá ekki plat síða ?

Re: Kjarrval.net

Sent: Mán 13. Des 2010 00:21
af Olafst
Raidmax skrifaði:Já bíddu smáís er á laugarvegi 182 er þetta þá ekki plat síða ?


Sennilega jú.
Og það stemmir við það að þeir segjast ekki vera í neinum peningavandamálum :)

SMÁÍS - Samtök Myndrétthafa á Íslandi. Laugavegi 182, 105 Reykjavík. Sími 588-3800
skv. http://www.smais.is/template25024.asp?pageid=4658

á ja.is eru þeir bara skráðir með pósthólf í hfj. - væntanlega til að koma ekki upp um coverið

skemmtilegar pælingar....

Re: Kjarrval.net

Sent: Mán 13. Des 2010 00:26
af GullMoli
Glazier skrifaði:Getur ekki verið skemtileg vinknoa.. :roll:


Hvað meinarðu með þessu?

Re: Kjarrval.net

Sent: Mán 13. Des 2010 00:29
af Glazier
GullMoli skrifaði:
Glazier skrifaði:Getur ekki verið skemtileg vinknoa.. :roll:


Hvað meinarðu með þessu?

Ekkert slæmt.. smá djókur sem þú fattaðir ekki #-o