Síða 1 af 1
Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Mán 06. Des 2010 02:36
af Klaufi
Gókvöldið,
Þegar hugurinn fór að reika frá lærdómnum datt mér í hug að fá mér eitt til tvö stykki 6870..
Er einhver sem er að fara að taka sendingu heim á næstunni sem væri til í að leyfa tveimur kortum að fljóta með?
P.s. Ef einhver er á leiðinni út eða heim þá má sá hinn sami alveg láta vita hérna *Bjartsýnisbroskall*
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Mán 06. Des 2010 03:01
af Viktor
Taka sendingu heim? Fljóta með?
Ertu að tala um sendingu af vefverslun? Þetta virkar ekki svoleiðis.
Ef þú ert að tala um að taka með í farangur þá efast ég að einhver nenni að standa í því að redda þessum kortum fyrir þig og taka þau með sér. Fyrir utan það að svona kort kosta rúmlega 500$ sem slagar hátt í markið sem fólk má hafa með sér í farangri tollfrjálst.
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Mán 06. Des 2010 03:04
af GullMoli
Sallarólegur skrifaði:Taka sendingu heim? Fljóta með?
Ertu að tala um sendingu af vefverslun? Þetta virkar ekki svoleiðis.
Ef þú ert að tala um að taka með í farangur þá efast ég að einhver nenni að standa í því að redda þessum kortum fyrir þig og taka þau með sér. Fyrir utan það að svona kort kosta rúmlega 500$ sem slagar hátt í markið sem fólk má hafa með sér í farangri tollfrjálst.
+ Virkilega fyrirferðamiklir kassar
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Mán 06. Des 2010 04:21
af Klaufi
Sallarólegur skrifaði:Taka sendingu heim? Fljóta með?
Ertu að tala um sendingu af vefverslun? Þetta virkar ekki svoleiðis.
Ef þú ert að tala um að taka með í farangur þá efast ég að einhver nenni að standa í því að redda þessum kortum fyrir þig og taka þau með sér. Fyrir utan það að svona kort kosta rúmlega 500$ sem slagar hátt í markið sem fólk má hafa með sér í farangri tollfrjálst.
Er að tala um einhvern sem er að taka í gegnum vefverslun, því meira því betra..
Aðal ástæðan er það að ég þekki það af eigin reynslu að stærri kassar koma yfirleitt í betra standi heim heldur en aðrir..
Hvað ertu með í huga þegar þú segir "þetta virkar ekki svoleiðis"?
Það að fá einhvern til að taka þau með sér er nú full bjartsýnt þar sem fólk er nú örugglega með nóg fyrir sjálft sig svona rétt fyrir jólin..
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Mán 06. Des 2010 18:58
af oskar9
þetta er nú ágæt hugmynd, mætti gera meira af þessu, panta nokkrir saman og splitta svo tollum og vaski, allir græða á því
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Mán 06. Des 2010 19:08
af Halli13
oskar9 skrifaði:þetta er nú ágæt hugmynd, mætti gera meira af þessu, panta nokkrir saman og splitta svo tollum og vaski, allir græða á því
hvernig geta þeir grætt á því að splitta tollum og vaski, er það ekki bara viss prósenta?
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Mán 06. Des 2010 19:58
af Frussi
Ég held að eini ágóðinn af þessu sé sendingarkostnaðurinn, þ.e.a.s. ef búðin reiknar allt saman sem eina sendingu en ekki hvern hlut fyrir sig. Annars er jú tollur og vaskur reiknaður miðað við verð hvers hlutar og því alltaf jafn hár á hvern hlut sama hversu margir hlutir eru í sendingunni
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Mán 06. Des 2010 20:46
af Daz
Frussi skrifaði:Ég held að eini ágóðinn af þessu sé sendingarkostnaðurinn, þ.e.a.s. ef búðin reiknar allt saman sem eina sendingu en ekki hvern hlut fyrir sig. Annars er jú tollur og vaskur reiknaður miðað við verð hvers hlutar og því alltaf jafn hár á hvern hlut sama hversu margir hlutir eru í sendingunni
Þú borgar toll og vsk og vörugjöld (allt þegar við á) af sendingarkostnaði líka, svo það gæti verið einhver meiri hagnaður að ná niður sendingarkostnaði.
Annars þarf samt að athuga tollmeðferðargjaldið, mig minnir að pósturinn rukki 300-500 kall fyrir sendingar undir 20 þús, en fyrir ofan það er það tollskýrsla sem kostar 1500+ (það má finna verðskránna þeirra á netinu). Held reyndar að tollskýrslugjaldið komi ofan á heildarverðið, s.s. ekki tollur og vörugjöld af því (en augljóslega vsk).
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Mán 06. Des 2010 23:06
af Klaufi
Ekkert að spá í að græða á þessu..
Einfaldlega fá stærri kassa því þá er þeim ekki skutlað til, reyndar sparast smá sendingarkostanður, væri hægt að splitta honum..
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Þri 07. Des 2010 01:38
af Gets
Ég fann 6870 kortið á lægsta verðinu á ebay, 28.175 kr flutningskostnaður 5.462 kr
samtals 33.637 kr. Tölvubúnaður ber ekki tolla eða vörugjöld eins og reiknivélin sýnir.
Kortið er því heim komið fyrir 42.214 kr.
Tollgæslan skoðar allar sendingar sem koma til landsins og úrskurðar hvort þær eru tollskyldar eða tollfrjálsar. Sé sending úrskurðuð tollfrjáls telst hún tollafgreidd og er afhent viðtakanda með dreifikerfi Póstsins.
Reiknivél tollsins
http://www.tollur.is/upload/files/calc_ ... 822%29.htmSkjákortið á ebay
http://cgi.ebay.com/MSI-RADEON-HD6870-1 ... 4cf38fcee2Pósturinn/tollasendingar
http://www.postur.is/desktopdefault.asp ... 8_read-47/Skjákortið á 42.900 hjá buy.is
http://buy.is/product.php?id_product=9201029
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Þri 07. Des 2010 01:55
af Klaufi
Ég þakka ykkur öllum kærlega fyrir áhyggjurnar, en ég er ekki að spá í verðið. Mig persónulega langar alls ekki í powercolor kort, það er bara ég.
Ég var með ákveðið dýrara 6870 kort í huga..
Ef einhver hefur áhuga á að sameinast með sendingu þá má hinn sami láta mig vita, þið hinir getið hætt að hafa svona gífurlegar áhyggjur af því að ég sé að fara að tapa á þessu, þetta er ekki hugsað fyrir gróða..
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Þri 07. Des 2010 02:25
af Black
klaufi skrifaði:Ég þakka ykkur öllum kærlega fyrir áhyggjurnar, en ég er ekki að spá í verðið. Mig persónulega langar alls ekki í powercolor kort, það er bara ég.
Ég var með ákveðið dýrara 6870 kort í huga..
Ef einhver hefur áhuga á að sameinast með sendingu þá má hinn sami láta mig vita, þið hinir getið hætt að hafa svona gífurlegar áhyggjur af því að ég sé að fara að tapa á þessu, þetta er ekki hugsað fyrir gróða..
þú ert skrítinn..
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Þri 07. Des 2010 11:27
af Klemmi
Hvaða kort varstu að spá í Klaufi?
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Þri 07. Des 2010 11:39
af AntiTrust
Ef þú ert ekki að hugsa um þetta í gróða, afhverju ekki að fá e-rja verslunina hérna heima til að panta fyrir þig? Þeir eru yfirleitt allir með aðgang að stórum birgjum, og með því færðu 2 ára ábyrgðina.
Bara pæling.
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Þri 07. Des 2010 17:32
af Klaufi
AntiTrust skrifaði:Ef þú ert ekki að hugsa um þetta í gróða, afhverju ekki að fá e-rja verslunina hérna heima til að panta fyrir þig? Þeir eru yfirleitt allir með aðgang að stórum birgjum, og með því færðu 2 ára ábyrgðina.
Bara pæling.
Pælingin fór aldrei það langt í ölæðinu..
En annars þarf ég að taka pöntuna ð utan núna hvorteðer, vantar vatnskæliblokkir og slatta annað til að eiga í föndurskápnum..
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Þri 07. Des 2010 17:33
af Klaufi
Black skrifaði:þú ert skrítinn..
Erum við það ekki allir?
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Þri 07. Des 2010 17:43
af Viktor
klaufi skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Taka sendingu heim? Fljóta með?
Ertu að tala um sendingu af vefverslun? Þetta virkar ekki svoleiðis.
Ef þú ert að tala um að taka með í farangur þá efast ég að einhver nenni að standa í því að redda þessum kortum fyrir þig og taka þau með sér. Fyrir utan það að svona kort kosta rúmlega 500$ sem slagar hátt í markið sem fólk má hafa með sér í farangri tollfrjálst.
Er að tala um einhvern sem er að taka í gegnum vefverslun, því meira því betra..
Aðal ástæðan er það að ég þekki það af eigin reynslu að stærri kassar koma yfirleitt í betra standi heim heldur en aðrir..
Hvað ertu með í huga þegar þú segir "þetta virkar ekki svoleiðis"?
Það að fá einhvern til að taka þau með sér er nú full bjartsýnt þar sem fólk er nú örugglega með nóg fyrir sjálft sig svona rétt fyrir jólin..
Þú verður að nefna verslunina sem þú ætlar að versla við því þá verður hinn aðilinn að versla af þeim líka. Þá er þetta mögulegt. Orðavalið "er einhver sem er að taka sendingu heim?" ruglaði mig.
Re: Einhver að taka sendingu að utan?
Sent: Fim 09. Des 2010 20:40
af Klaufi
Klemmi skrifaði:Hvaða kort varstu að spá í Klaufi?
Twin Frozr kortið frá Msi, aðallega vegna þess að mér finnst flest kortin ljót nema plain asus kortin og þetta er ekki alslæmt..
http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6814127545