Síða 1 af 2

Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Fös 03. Des 2010 15:49
af TheVikingmen
Ég er alveg sammála þeim sem sennti Pressuni þetta bréf

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Fös 03. Des 2010 15:56
af AntiTrust
Þú ert samt sem áður líklega í betri stöðu til þess að vera á móti slíku. Það er vægast sagt hallærislegt af manni sem er "glæpamaður" skv. lögum að senda inn svona bréf.

Ef maður ætlaði að vera með e-rjar opinberlegar yfirlýsingar hefði maður nú reynt að orða þetta örlítið betur. Maður sendir ekki út bréf PAKKfullt af málfarsvillum.

Og maður fullyrðir svona "Það er EKKERT ólöglegt við það að niðurhala höfundavörnu efni." ekki heldur nema þekkja þessi lög eins og handarbakið á sér, sem ég ætla að leyfa mér að efast að þessi aðili geri.

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Fös 03. Des 2010 16:51
af beatmaster
Lögræðingur STEF var nú sjálfur búinn að segja í gær að ekkert væri ólöglegt við að hala niður því höfundarréttarvörðu efni sem að maður finnur á netinu, þannig að það er allt í lagi að halda þeim staðreyndum til haga.

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Fös 03. Des 2010 17:47
af AntiTrust
beatmaster skrifaði:Lögræðingur STEF var nú sjálfur búinn að segja í gær að ekkert væri ólöglegt við að hala niður því höfundarréttarvörðu efni sem að maður finnur á netinu, þannig að það er allt í lagi að halda þeim staðreyndum til haga.


Það er ein túlkun á lögunum, og það eru alveg til misjafnar skoðanir um það ;)

Pointið mitt var aðallega það að þessi "yfirlýsing" var kjánaleg.

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Fös 03. Des 2010 17:58
af CendenZ
hugsið ykkur hvað reiði almennings á eftir að rjúka upp úr öllu valdi þegar þessir menn verða dæmdir.

Ef dómurinn verður þyngri en í nauðgunar/misnotkunarmálum eða ofbeldismálum þá er það eitt stórt samansem merki milli þess að þú skulir ekki brjóta á ríka einkaaðilanum

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Fös 03. Des 2010 18:05
af vesley
CendenZ skrifaði:hugsið ykkur hvað reiði almennings á eftir að rjúka upp úr öllu valdi þegar þessir menn verða dæmdir.

Ef dómurinn verður þyngri en í nauðgunar/misnotkunarmálum eða ofbeldismálum þá er það eitt stórt samansem merki milli þess að þú skulir ekki brjóta á ríka einkaaðilanum



Margir þessarra stráka eru ekki einu sinni búnir að ná 18 ára aldri og hugsa að þeir eiga eftir að sleppa "sæmilega" úr þessu...

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Fös 03. Des 2010 18:07
af CendenZ
vesley skrifaði:
CendenZ skrifaði:hugsið ykkur hvað reiði almennings á eftir að rjúka upp úr öllu valdi þegar þessir menn verða dæmdir.

Ef dómurinn verður þyngri en í nauðgunar/misnotkunarmálum eða ofbeldismálum þá er það eitt stórt samansem merki milli þess að þú skulir ekki brjóta á ríka einkaaðilanum



Margir þessarra stráka eru ekki einu sinni búnir að ná 18 ára aldri og hugsa að þeir eiga eftir að sleppa "sæmilega" úr þessu...



en hinir, sumir eru nú yfir tvítugt minnir mig :|

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Fös 03. Des 2010 18:16
af Black
icefox er elsti sem ég veit um í þessu, og hann er 18 ég þekki alla nema einn í þessu máli :-k

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Fös 03. Des 2010 18:17
af depill
AntiTrust skrifaði:
beatmaster skrifaði:Lögræðingur STEF var nú sjálfur búinn að segja í gær að ekkert væri ólöglegt við að hala niður því höfundarréttarvörðu efni sem að maður finnur á netinu, þannig að það er allt í lagi að halda þeim staðreyndum til haga.


Það er ein túlkun á lögunum, og það eru alveg til misjafnar skoðanir um það ;)

Pointið mitt var aðallega það að þessi "yfirlýsing" var kjánaleg.


Yfirlýsingin er MJÖG kjánalega bara svo við höldum því til haga ( og þegar ég las þetta fyrst hélt ég fyrst að gamall kall hefði sent þetta inn til að verja strákana ).

Hins vegar er sumt sem mér finnst
A) Í alvörunni hvernig í fjandanum hefur SMÁÍS/STEF svona mikið vald á lögreglunni að þeir geti fengið húsleitir eftir húsleitir eftir húsleitir á kostnað ríkisins. Ég vill fara fá að SMÁÍS fari bara að greiða ríkissjóði tryggingu fyrir svona vitleysu
B) Ef þessir menn fá dóm á undan útrásarvíkingum ( sem verður að telja líklegt ) þá hlýtur allt að verða vitlaust vegna forgangsröðunnar
C) Það þarf að skýra lögin með þessi mál allsvakalega og það þarf að þurfa vera sterkari grundvöllur fyrir því að taka tölvur og fleirra upptækt. Mér finnst að hámarki meigi í svona tilfellum til dæmis taka bara harða diska af fólki meðan rannsókn stendur yfir.
C1) Ef fólk er svo dæmt saklaus eiga nottulega klárt mál að vera bætur
D) Það er ekki ólöglegt að sækja í bíomyndir eða neitt þannig á Íslandi, það er bara akkurat ekkert debate um það í gangi. Hins vegar er debatið um hversu skýrt það er í lögunum hvort að það meigi deila höfundarréttuvörðu efni.

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Fös 03. Des 2010 18:18
af hallihg
Eiríkur Tómasson, prófessor við lagadeild HÍ, kommentaði núna í vikunni að það væri dreifingin sem færi í bága við höfundarréttarlög, ekki niðurhal. Ég er mjög "netfrelsis-megin" í þessari niðurhalsumræðu.Ég var viðstaddur þegar dómurinn í dc málinu var kveðinn upp, þegar istorrent málið var kveðið upp í Hæstarétti og maður hefur almennt verið mjög viðloðinn þetta samfélag frá fermingaraldri, þó ég sé enginn höfuðpaur, þá skilur maður gremjuna mjög vel. Sérstaklega miðað við skertan starfskraft lögreglunnar og endalausan niðurskurð, að þá sé skattfé eytt í þetta meðan innbrotum virðist fjölga og dómsmálaráðherra óskar leyfa til framvirkra rannsóknarheimilda vegna skipulagðrar glæpastarfsemi.

Ég set samt spurningamerki við eitt í þessari grein á pressunni, því lögreglan getur ekki haldið mönnum lengur en í 24 klukkustundir, án þess að fá úrskurð dómara um að hneppa viðkomandi í gæsluvarðhald. Og slíkt verður ekki gert nema viðkomandi aðili gæti mögulega átt yfir höfði sér fangelsisvist vegna þess brots sem hann er grunaður um, enda mjög gróf frelsisvipting að vera dæmdur í gæsluvarðhald. Svo þessir 28 tímar eiga sér vart stoð í raunveruleikanum, nema lögreglan sé hér viljandi að brjóta stjórnarskránna og skapa Mr.Icefox feita skaðabótakröfu sem ég efast stórlega um.

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Fös 03. Des 2010 18:21
af lukkuláki
Það er auðvitað bara fáránlegt að halda að allur mannafli lögreglunnar sé látinn í að elta upp eða rannsaka útrásarvíkingana.
Umferðarlögreglan er ennþá að sekta fólk sem brýtur umferðarlögin.
Það eru ákveðnir aðilar innan lögreglunnar sem eru í hinu og aðrir eru í þessu, það er bara fáránlegt að halda að lögreglan hætti að handtaka afbrotamenn á meðan verið er að rannsaka og ákæra útrásarvíkinga. Á að láta þá sem brjótast inn og stela í friði með þá afsökun að það sé allur mannskapurinn að rannsaka útrásarvíkinga.

Ef menn eru saklausir eins og bréfritari heldur fram þá verður málið að sjálfsögðu látið niður falla en það verður ekki gert fyrr en eftir rannsókn.

Ég hala ekki niður lögum nema af tónlist.is ég horfi á myndir á filma.is og vodafone afruglaranum ég spila mikið af tónlist af youtube ég afrita þær myndir sem ég kaupi ég kaupi þær myndir sem mig langar að eiga ef ég hef ekki efni á einhverju efni þá stel ég því ekki!
þetta eru ástæður þess að ég fæ ekki lögregluna í heimsókn til að taka tölvurnar mínar.

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Fös 03. Des 2010 18:25
af vesley
lukkuláki skrifaði:Það er auðvitað bara fáránlegt að halda að allur mannafli lögreglunnar sé látinn í að elta upp eða rannsaka útrásarvíkingana.
Umferðarlögreglan er ennþá að sekta fólk sem brýtur umferðarlögin.
Það eru ákveðnir aðilar innan lögreglunnar sem eru í hinu og aðrir eru í þessu, það er bara fáránlegt að halda að lögreglan hætti að handtaka afbrotamenn á meðan verið er að rannsaka og ákæra útrásarvíkinga. Á að láta þá sem brjótast inn og stela í friði með þá afsökun að það sé allur mannskapurinn að rannsaka útrásarvíkinga.

Ef menn eru saklausir eins og bréfritari heldur fram þá verður málið að sjálfsögðu látið niður falla en það verður ekki gert fyrr en eftir rannsókn.

Ég hala ekki niður lögum nema af tónlist.is ég horfi á myndir á filma.is og vodafone afruglaranum ég spila mikið af tónlist af youtube ég afrita þær myndir sem ég kaupi ég kaupi þær myndir sem mig langar að eiga ef ég hef ekki efni á einhverju efni þá stel ég því ekki!
þetta eru ástæður þess að ég fæ ekki lögregluna í heimsókn til að taka tölvurnar mínar.



Það sem ég hef heyrt af þessu máli þá voru þeir teknir vegna þess að talið var að þeir hafi verið að hagnast á þessum síðum, t.d. var á tímabili selt deilimagn á síðunni og fólk að millifæra á þá styrki.

Og miðað við facebook status hjá Mr.Icefox þá var hann ekki í meira en 24 tíma í einangrun.

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Fös 03. Des 2010 18:51
af hallihg
lukkuláki skrifaði:Það er auðvitað bara fáránlegt að halda að allur mannafli lögreglunnar sé látinn í að elta upp eða rannsaka útrásarvíkingana.
Umferðarlögreglan er ennþá að sekta fólk sem brýtur umferðarlögin.
Það eru ákveðnir aðilar innan lögreglunnar sem eru í hinu og aðrir eru í þessu, það er bara fáránlegt að halda að lögreglan hætti að handtaka afbrotamenn á meðan verið er að rannsaka og ákæra útrásarvíkinga. Á að láta þá sem brjótast inn og stela í friði með þá afsökun að það sé allur mannskapurinn að rannsaka útrásarvíkinga.

Ef menn eru saklausir eins og bréfritari heldur fram þá verður málið að sjálfsögðu látið niður falla en það verður ekki gert fyrr en eftir rannsókn.

Ég hala ekki niður lögum nema af tónlist.is ég horfi á myndir á filma.is og vodafone afruglaranum ég spila mikið af tónlist af youtube ég afrita þær myndir sem ég kaupi ég kaupi þær myndir sem mig langar að eiga ef ég hef ekki efni á einhverju efni þá stel ég því ekki!
þetta eru ástæður þess að ég fæ ekki lögregluna í heimsókn til að taka tölvurnar mínar.



Ef þetta átti að svara að einhverju leyti mínu kommenti, þá minntist ég náttúrulega ekki orði á útrásarvíkinga né að það ætti að nota allan mannafla lögreglunnar í eitthvað annað en að eltast við þessa drengi. Ég þekki náttúrulega ekki sakargiftir þær sem þessum aðilum eru gefnar í þessu húsleitarmáli, enda veit ég ekkert hvort þeir eru saklausir eða sekir af einu né neinu. Ég sagði einfaldlega skilja gremju þeirra, að vera fórnarlömb húsleitar, í málum sem þessum, sem eru í stóra samhenginu heldur smávægileg miðað við önnur afbrot sem fjölmiðlar taka til umfjöllunar.

Hins vegar, ef menn ertu stórtækir í því að setja íslenskt sjónvarpsefni yfir á stafrænt form með sjónvarpskorti og gera þetta aðgengilegt á öllum torrentsíðum, þá eru menn vissulega að teygja sig mun lengra yfir hina röngu línu laganna, heldur en þeir sem hlaða niður House M.D. einu sinni í viku.

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Fös 03. Des 2010 22:20
af Klemmi
Tek undir með Vesley, ég skráði mig á IceTube nokkrum dögum áður en það datt niður og þá sá ég að maður gat keypt sér deilmagn fyrir x peningaupphæð.... þeir sem eru í þessu eiga ekki að vera það vitlausir að rukka fyrir þetta, þó svo það sé smá kostnaður við nettengingu og hýsingu að þá verða þeir bara að vera tilbúnir til að standa skil á því sjálfir, ekki rukka fyrir svona þjónustu.

Annars er það góður punktur sem einhver kom með hér á öðrum þræði, ástæðan fyrir því að maður downloadar er vegna þess hversu ótrúlega þæginlegt það er og að það er engin leið til að horfa á þætti sem nýlega er búið að sýna í USA önnur en einmitt að sækja þá af netinu.

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Fös 03. Des 2010 22:32
af rapport
Við skulum byrja á byrjuninni.

SMÁÍS eru hagsmunasamtök, ekki verkalýðsfélag.

Munurinn er tölvuverður þar sem þeir starfa ekki í samræmi við neina löggjöf, þeir hafa frjálsar hendur.

Markmið samtakanna er m.a.:
Að gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart löggjafanum, hinu opinbera, neytendum, erlendum samtökum sama eðlis, myndbandaleigum, fjölmiðlum og öðrum, sem beint eða óbeint eru viðskipta- eða lagalega tengdir dreifingu myndefnis hér á landi.


Þetta eru s.s. lobbíistar (sjá skilgreiningu)

Lög 79/1972 "Höfundalög" eru líklega gott fyrir fólk í þessum geira að lesa yfir.

Ég las þau lauslega yfir og fór yfir þau með FIND og orðunum "afrit" og "dreifing" og það liggur fyrir að það má eiga afrit af hvaða bíómynd sem er inná tölvunni sinni.

Það er eingöngu bannað að dreifa því (oftar en ekki var skilyrði um fjárhagslegan tilgang).

SMÁÍS er EKKI að ég held viðurkennt félag rétthafa (gert af menntamálaráðherra)og er því einfaldlega útgáfa af Hells Angels, þetta er bara klíka tengd erlendu klíkunni MPA (sjá síðu SMÁÍS).

Lögreglan ætti að beita sér gegn skipulögðum glæpum sem þessum þar sem það umboð sem þessi samtök taka sér er vægast sagt vafasamt enda samtök af sambærilegu caliberi og Hells Angels.

Hvað á maður að kalla Sérhagsmunaseggi sem nota lögregluna til að ráðast inn á heimili borgarana í vafasömum tilgangi. Hells Angels eru í raun siðprúðari því að þeir vinna lögregluna ekki á sitt band = þu getur leitað tyil löggunar ef þeir banka uppá hjá þér.

Það er svo virkilega merkilegt að skoða tölur Hagstofunnar yfir útgefna titla, aðsókn í bíó o.s.frv. en aðsókn í bíó pr. mannsbarn dróst saman um c.a. 10% frá 1994-2008 en á sama tíma voru alltaf gefnar út c.a. 440 myndir út semleigumyndir en "Sölutitlar" fjölgaði úr 40 VHS titlum árið 1994 í 609 DVD titlum árið 2008.

Þessi markaður hefur því stækkað gríðarlega s.s. sala á kvikmyndum því að salan í dag er það mikil að hún stendur undir næstum tveim "titlum" á dag en 1994 stóð hún undir innan við einum titli á viku.

Hvað keyrir þessi samtök annað en græðgi? (ég vitna afturí Hells Angels).

Hér á Íslandi verður að vera lágmarkskrafa að þrýstihópar og sérhagsmunahópar fái ekki og geti ekki spilað með lögregluna og notað hana til að herja á borgara landsins.

Sérstaklega þegar markmiðin með frelsissviptingu og upptöku eigna fólks er hálfgert "gisk" og vægast sagt loðið í lagalegum skilningi því að með því að taka tölvur fólks er erfitt að sanna "dreifingu".

Dreifing er aðgerð sem sýnir brotavilja og ef maður "sýnir öðrum hvað maður á" þá er það ekki það sama og að dreifa. Dópsali sem "sýndi bara hvað hann átti" getur ekki verið böstaður fyrir sölu/dreifingu þar sem hann var ekki gripinn við það.

Ef einhver hérna er tekinn þa ætti hann einfaldlega að segja "ég sat nánast alltaf við tölvuna og stoppaði allt upload frá mér þar sem ég vissi að það er ólöglegt" og bæta svo við "það voru kröfur kerfisins að maður sýndi sitt efni og mér fannst ekkert að því þar sem ég hafði eftirlit með þessu"

Þá er það orðið þeirra að sanna að þú hafir raunverulega dreift efni.

Ef þeir fá info um netnotkun þína þá má hreinlega segja að allt upload sé vegna leikja sem þú spilar á netinu...


En ekki taka mig of alvarlega, ég eyddi deginum að einhverju leiti að gramsa í þessu því að ég er að deyja úr pirring yfir þessu, þetta er svo óréttlatt.

Í raun má líkja saman eftirfarandi:

Löggan kemur heim til þín því að þú átt kraftmikinn bíl sem á skv. framleiðanda að eyða 10L en þar sem mælirinn segir 17,5L og hjólbarðarnir sem þú keyptirnýlega eru slitnir, þá draga þeir þá rökréttu ályktun að þú sért búinn að vera keyra of hratt.

Þú veist að þú gerðir það en það er þeirra að sanna að þú hafir raunverulega gert það...

Ef fólk er með helling af myndum inná tölvunum sínum þá er það ekki = að fólk hafi deilt þeim. Það er ekki einusinni 100% að fólk hafi DL þeim af einhverjum sem deildi þeim.

Mér er t.d. mjög annt um mín gögn og til að tryggja að það sé alltaf afrit af þeim aðgengilegt þá hef fengið að geyma þau hjá mörgum þjónustuaðilum sem taka random afrit af gögnunum og þau afrit sem þeir telja að ég meti mest, taka þeir mest afrit af.

Svo get ég endurheimt afrit og veitt þeim sömu þjónustu.

Ég reyndar kanna svo reglulega gæði afritatökunar með því að skoða skjölin og tékka á integrity (gæði skipta mig máli).

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Fös 03. Des 2010 22:55
af lukkuláki
það má eiga afrit af hvaða bíómynd sem er inná tölvunni sinni.


Þetta er ekki alveg rétt hjá þér.
Þú mátt taka AFRIT af þeim bíómyndum sem ÞÚ sannarlega átt en ekki af hvaða bíómynd sem er þetta kemur greinilega fram þarna.

þú mátt ekki afrita efni sem þú átt ekki svo er spurning hvar sönnunarbyrðin liggur en mér finnst líklegt að þú verðir að sanna að þú eigir það efni sem þú átt afrit af.

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Lau 04. Des 2010 00:01
af rapport
lukkuláki skrifaði:
það má eiga afrit af hvaða bíómynd sem er inná tölvunni sinni.


Þetta er ekki alveg rétt hjá þér.
Þú mátt taka AFRIT af þeim bíómyndum sem ÞÚ sannarlega átt en ekki af hvaða bíómynd sem er þetta kemur greinilega fram þarna.

þú mátt ekki afrita efni sem þú átt ekki svo er spurning hvar sönnunarbyrðin liggur en mér finnst líklegt að þú verðir að sanna að þú eigir það efni sem þú átt afrit af.


"Má ég ekki afrita efni sem ég á ekki"

Þú meinar "ég má ekki dreifa afritum af efni" ef afrit af einhverju er komið inn á mína tölvu þá á ég það nema ég hafi samþykkt einhverja skilmála eða einhver lög segi annað.

Ef ég kaupi VHS spólu sem var afrituð þá má ekki taka hana af mér, ég á hana... ég er fórnarlambið.

Sönnunarbyrðin er alltaf eftirfarandi "saklaus þar til sekt er sönnuð" = þeir verða að sanna að sanna að efnið sé ólöglegt sem yrði ómögulegt þar sem það má sækja sér efni á netinu að vild.

Hlustaðu á þennan pistil og breyttu orðunum "Hass" í "Höfundavarið efni" og orðinu "Carry" í "Dreifingu"

http://www.youtube.com/watch?v=SLtwFugudZE

Þá færðu nánast út sama function og er á Íslandi með afritun á höfunarvörðu efni.

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Lau 04. Des 2010 00:24
af lukkuláki
"Má ég ekki afrita efni sem ég á ekki"
Þú meinar "ég má ekki dreifa afritum af efni" ef afrit af einhverju er komið inn á mína tölvu þá á ég það nema ég hafi samþykkt einhverja skilmála eða einhver lög segi annað.
Nei þú mátt ekki vera með efni (td.tónlist, bíómyndir) á tölvunni ef þú átt það ekki. Ef það er í tölvunni þinni þá átt þú að eiga frumritið. Fyrir það borgaðir þú og það máttu afrita. Annað ekki.

Ef ég kaupi VHS spólu sem var afrituð þá má ekki taka hana af mér, ég á hana... ég er fórnarlambið.
Nei. Það eru ákveðnir aðilar sem hafa réttindi til að afrita og selja VHS myndir rétt eins og DVD/CD. SENA, Myndform ofl. enginn annar má afrita það nema hann sé löglegur eigandi efnisins sem er á frumritinu.

Sönnunarbyrðin er alltaf eftirfarandi "saklaus þar til sekt er sönnuð" = þeir verða að sanna að sanna að efnið sé ólöglegt sem yrði ómögulegt þar sem það má sækja sér efni á netinu að vild. Nei því miður þá er þetta ekki alltaf svona. Stundum ertu sekur þangað til sakleysi er sannað það er staðreynd. Ég hef verið sakaður um ólöglegt athæfi og ég þurfti að sanna sakleysi mitt annars hefði ég verið í vondum málum.
Og þú mátt EKKI sækja þér efni að vild á netinu. Það fer allt eftir því hvað EIGANDI efnisins hefur leyft. Þetta er reyndar umdeilt.


"Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands og lögmaður Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, segir niðurhal sem slíkt á skrám af netinu löglegt. Sumir haldi því þó fram að svo sé ekki. Menn eigi almennt að vita að efnið sem þeir séu að sækja sé verndað höfundarrétti og komið fyrir á netinu með ólögmætum hætti."

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Lau 04. Des 2010 00:42
af KermitTheFrog
Afhverju að gera nýjan þráð?

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Lau 04. Des 2010 01:20
af rapport
lukkuláki skrifaði:"Má ég ekki afrita efni sem ég á ekki"

Þú meinar "ég má ekki dreifa afritum af efni" ef afrit af einhverju er komið inn á mína tölvu þá á ég það nema ég hafi samþykkt einhverja skilmála eða einhver lög segi annað.Nei þú mátt ekki vera með efni (td.tónlist, bíómyndir) á tölvunni ef þú átt það ekki. Ef það er í tölvunni þinni þá átt þú að eiga frumritið. Fyrir það borgaðir þú og það máttu afrita. Annað ekki.


Það er ekki stafur í þessum lögum sem bannar fólki að eiga afrit, eingöngu að dreifa afritum.


Ef ég kaupi VHS spólu sem var afrituð þá má ekki taka hana af mér, ég á hana... ég er fórnarlambið.
Nei. Það eru ákveðnir aðilar sem hafa réttindi til að afrita og selja VHS myndir rétt eins og DVD/CD. SENA, Myndform ofl. enginn annar má afrita það nema hann sé löglegur eigandi efnisins sem er á frumritinu.

Alveg rétt, en ég væri ekki að afrita, ég væri bara að horfa á afrit... hvað er ólöglegt við það?


Sönnunarbyrðin er alltaf eftirfarandi "saklaus þar til sekt er sönnuð" = þeir verða að sanna að sanna að efnið sé ólöglegt sem yrði ómögulegt þar sem það má sækja sér efni á netinu að vild. Nei því miður þá er þetta ekki alltaf svona. Stundum ertu sekur þangað til sakleysi er sannað það er staðreynd. Ég hef verið sakaður um ólöglegt athæfi og ég þurfti að sanna sakleysi mitt annars hefði ég verið í vondum málum.
Og þú mátt EKKI sækja þér efni að vild á netinu. Það fer allt eftir því hvað EIGANDI efnisins hefur leyft. Þetta er reyndar umdeilt.


Ef við tökum ýkt dæmi "barnaklám" þá á skv. íslenskum lögum að tilkynna það og þú ert brotlegur ef þú átt svoleiðis inná tölvunni þinni enda efnið sjálft í eðli sínu ólöglegt.

Inception er ekki ólöglegt efni og því má eg eiga þá mynd inná tölvunni minni. Hvernig hún komst þangað er svo annað mál.

Ég mátti DL henni en sá sem ég fékk hana hjá, hann mátti ekki deila/dreifa henni.

Ef löggan finnur 1 eða 1.000 myndir inná tölvunni minni þá skiptir það engu máli, þessar myndir á ég og hef safnað að mér frá aðilum sem dreifðu þeim ólöglega.

Ef mín tölva geymir upplýsingar um hvaðan ég fékk myndirnar eða að ég hafi dreift þeim þá vandast málið, ef info er um að ég hafi dreift þeim = ég sekur um dreifingu, ef info um hvaðan þær komu = sá sem deildi þeim sekur um dreifingu.

Það er ekki hægt að kæra mig fyrir að eiga efni sem er löglegt, var búið til á löglegan hátt en var svo dreift á ólöglegan hátt.

Ég er fórnarlamb aðstæðna, hvenær á ég að vita hvenær fólk má deila efni og hvenær ekki?

Ég bý á Íslandi og þessi lög eru misjöfn eftir löndum + það er ekki mitt að hafa vit fyrir þessum lögbrjótum...



"Eiríkur Tómasson, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands og lögmaður Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, segir niðurhal sem slíkt á skrám af netinu löglegt. Sumir haldi því þó fram að svo sé ekki. Menn eigi almennt að vita að efnið sem þeir séu að sækja sé verndað höfundarrétti og komið fyrir á netinu með ólögmætum hætti."


Jamm... ef maður veit að sá sem deilir/dreifir er innanlands...

Hvað ef hann er frá Azerbajan?

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Lau 04. Des 2010 01:44
af Viktor
Hér eru brot úr höfundarréttarlögum sem vert er að skoða. Hættið nú þessum hrópum og köllum.

11. gr. [Heimilt er einstaklingum að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu, enda sé það ekki gert í fjárhagslegum tilgangi. Ekki má nota slík eintök í neinu öðru skyni.]

Hér er hvergi gefið í skyn að þú verðir að eiga eintak af verkinu til að gera annað eintak, en þú mátt gera eintak til einkanota. Ég get ekki skilið þetta betur en að niðurhal sé löglegt.

[50. gr. d. Óheimilt er án samþykkis rétthafa að
1. fjarlægja eða breyta rafrænum upplýsingum um réttindaumsýslu eða
2. dreifa eintökum, flytja inn í því skyni að dreifa eintökum eða miðla til almennings verkum og öðru efni þar sem rafrænar upplýsingar um réttindaumsýslu hafa verið fjarlægðar eða þeim breytt án samþykkis rétthafa.]

Bannað að dreifa eintökum ef upplýsingar hafa verið fjarlægðar eða breytt.

Jæja, eru ekki einhverjir lögfræðingar á vaktinni?

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Lau 04. Des 2010 02:04
af rapport
Sallarólegur skrifaði: [Heimilt er einstaklingum að gera eintök af birtu verki til einkanota eingöngu, enda sé það ekki gert í fjárhagslegum tilgangi. Ekki má nota slík eintök í neinu öðru skyni.]


Hér er hvergi gefið í skyn að þú verðir að eiga eintak af verkinu til að gera annað eintak, en þú mátt gera eintak til einkanota. Ég get ekki skilið þetta betur en að niðurhal sé löglegt.



Ef ég DL einhverju þá er það til einkanota og ekki í fjárhagslegum tilgangi og hlýtur því að vera löglegt því að ég geri það ekki í neinu öðru skyni...

= Ég er þér innilega sammála...

En það er líka bann við dreifingu í 24.gr og í raun er 50.gr í kafla um "tæknilegar ráðstafanir" og fjallar um s.s. krökkun á hugbúnaði = að fara framhjá "réttindaumsýslu" => serialkey...

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Lau 04. Des 2010 02:06
af cocacola123
Var TheKid tekinn ? Gæjinn sem er með Icebay.net ? Djöfulsins rugl er þetta, ef lögreglan myndi koma og taka tölvuna mína myndi ég gjörsanlega snappa !

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Lau 04. Des 2010 02:31
af Glazier
cocacola123 skrifaði:Var TheKid tekinn ? Gæjinn sem er með Icebay.net ?

Held það hafi nú ekki verið svo gott.. :roll:

Re: Gjörsamlega Brjálaður

Sent: Lau 04. Des 2010 03:03
af cocacola123
Glazier skrifaði:
cocacola123 skrifaði:Var TheKid tekinn ? Gæjinn sem er með Icebay.net ?

Held það hafi nú ekki verið svo gott.. :roll:


hahah bazinga :megasmile