Síða 1 af 1

Reyndi að sprengja/steikja skjákortið mitt!

Sent: Mið 01. Des 2010 00:47
af vesley
Ætla að leyfa mér að hafa titilinn smá "ýktann" :-$

Var bara í rólegheitum að fara að detta uppí rúm að fara að horfa á þátt og sofa og er að taka eina viftuna úr sambandi. Er með viftuna tengda í gegnum 3pin to molex adapter, nota þessu viftu þegar ég folda.

Og tók viftuna úr sambandi ekkert mál, rek eitthvað puttann í adapterinn og fer 3pin í skjákortið og BAMM frekar stór neisti, alveg vel greinilegur og hvellur með og herbergið mitt sló út.

Beið í smástund hélt ég hefði grillað kortið og mögulega fleira með, fer í rólegheitum og skelli örygginu á og kveiki á tölvunni og viti menn kortið er enn í fullu fjöri.

Kom meira að segja brunalykt vegna neistans :wtf .

Tók kortið úr kíkti á það og athugaði allt vel auðvitað allt í fínu lagi.

Re: Reyndi að sprengja/steikja skjákortið mitt!

Sent: Mið 01. Des 2010 00:48
af Hvati
keyra furmark til að staðfesta?

Re: Reyndi að sprengja/steikja skjákortið mitt!

Sent: Mið 01. Des 2010 00:49
af vesley
Hvati skrifaði:keyra furmark til að staðfesta?



Allt í fullu fjöri. Eins og er.

Re: Reyndi að sprengja/steikja skjákortið mitt!

Sent: Mið 01. Des 2010 01:37
af Hvati
Það er almennt sniðugara að slökkva á tölvunni áður en þú byrjar að tengja/aftengja eitthvað :sleezyjoe . En þú ert heppinn að eitthvað skuli ekki hafa skemmst ;).

Re: Reyndi að sprengja/steikja skjákortið mitt!

Sent: Mið 01. Des 2010 08:24
af vesley
Hvati skrifaði:Það er almennt sniðugara að slökkva á tölvunni áður en þú byrjar að tengja/aftengja eitthvað :sleezyjoe . En þú ert heppinn að eitthvað skuli ekki hafa skemmst ;).



Jújú yfirleitt gerir maður það en það skaðar ekkert tölvuna að taka 3pinna viftu úr sambandi frá molex, var bara óvarkár og rak óvart snúruna í skjákortið.

Re: Reyndi að sprengja/steikja skjákortið mitt!

Sent: Mið 01. Des 2010 09:11
af GuðjónR
Þarna myndu Ulli og KrissiK hlaupa í seljandan og heimta nýtt skjákort...
Sulla kannski smá kælikremi yfir það fyrst :)

Re: Reyndi að sprengja/steikja skjákortið mitt!

Sent: Mið 01. Des 2010 09:30
af Batrell
lentu líka í svipuðu um daginn ég rak eitthvað í kortið og það koma neistaflug og læti... en viti menn kortið var enn í lagi \:D/
Kortið er afturá móti ekki lifandi í dag, gaf upp öndina þegar ég var að spila BF2 BC núna um daginn :knockedout .
(að vísu gæti það verið að hafa vit fyrir mér þar sem maður er að byrja í prófum í háskólanum)

Re: Reyndi að sprengja/steikja skjákortið mitt!

Sent: Mið 01. Des 2010 09:57
af k0fuz
GuðjónR skrifaði:Þarna myndu Ulli og KrissiK hlaupa í seljandan og heimta nýtt skjákort...
Sulla kannski smá kælikremi yfir það fyrst :)

:lol: :sleezyjoe :D

This just never gets old :megasmile

Re: Reyndi að sprengja/steikja skjákortið mitt!

Sent: Mið 01. Des 2010 10:15
af GuðjónR
k0fuz skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þarna myndu Ulli og KrissiK hlaupa í seljandan og heimta nýtt skjákort...
Sulla kannski smá kælikremi yfir það fyrst :)

:lol: :sleezyjoe :D

This just never gets old :megasmile


Fresh out of the box :-"

Re: Reyndi að sprengja/steikja skjákortið mitt!

Sent: Mið 01. Des 2010 11:17
af MatroX
GuðjónR skrifaði:
k0fuz skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Þarna myndu Ulli og KrissiK hlaupa í seljandan og heimta nýtt skjákort...
Sulla kannski smá kælikremi yfir það fyrst :)

:lol: :sleezyjoe :D

This just never gets old :megasmile


Fresh out of the box :-"


haha góður =D>