Síða 1 af 3
hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 13:13
af axyne
Hef rekið mig á að þetta er misjafnt á milli fjölskyldna.
hjá minni fjölskyldu er það í þessari röð.
50% Malt
40% appelsín
10% kók
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 13:17
af CendenZ
appelsínið alltaf fyrst, þá freyðir það ekki jafn mikið.
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 13:34
af Frost
axyne skrifaði:Hef rekið mig á að þetta er misjafnt á milli fjölskyldna.
hjá minni fjölskyldu er það í þessari röð.
50% Malt
40% appelsín
10% kók
Það er eiginlega það alveg sama hér en Maltið fer seinast í, eins og CendenZ segir þá freyðir minna.
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 13:40
af Kobbmeister
Ég byrja alltaf á því að setja maltið útí til að vita hvað ég á að setja mikið af appelsíni
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 14:14
af coldcut
1. Malt 40%
2. Appelsín 60%
...maður setur ekki kók í þennan heilaga íslenska jóladrykk!
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 14:22
af Jim
Ég blanda bara og smakka jafnóðum þar til að ég er ánægður.
P.S. Kók? WTF?
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 14:28
af Hjaltiatla
60% malt
40% appelsín
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 14:31
af Pandemic
axyne skrifaði:Hef rekið mig á að þetta er misjafnt á milli fjölskyldna.
hjá minni fjölskyldu er það í þessari röð.
50% Malt
40% appelsín
10% kók
ég er með 45% appelsín 45% Malt og svo 10% kók, langbesta blandan.
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 14:33
af Kobbmeister
Þið eruð með alltof mikið af prósentu bulli ég er bara með eina dós af malti og svo appelsín þangað til að drykkurinn bragðast rétt.
Og hvað er málið með að saurga þennan unaðsamlega drykk með kóki? þetta á bara að vera Malt og Appelsín.
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 14:37
af BjarkiB
Alltaf appelsínið fyrst!
Pirrandi að bíða alltaf eftir að froðan fari.
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 14:50
af Opes
60% Appelsín
40% Malt
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 14:52
af vesley
Ég blanda það bara þangað til að það bragðast vel
Yfirleitt appelsín á undan því maltið freyðir svo mikið .
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 15:19
af bixer
auðvitað
60% appelsín
40% malt
kók WTF? ég elska kók og langar núna að smakka þetta eins og þið gerið!
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 16:36
af J1nX
55% appelsín
45% malt
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 16:57
af Hargo
Stafrófsröð auðvitað. Fyrst appelsín, svo maltið...
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 17:14
af Viktor
Þarf að prufa þessa kókblöndu ;]
Appelsínið fyrst að sjálfsögðu. Tek bara gamla aspect ratio'ið á þetta 4:3, meira af appelsíni.
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 17:17
af bixer
Þarf að prufa þessa kókblöndu ;]
Appelsínið fyrst að sjálfsögðu. Tek bara gamla aspect ratio'ið á þetta 4:3, meira af appelsíni.
hahahahaha
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 17:43
af Saber
Mest af malti, góður slurkur af appelsíni og smá sletta af kók. Misjafnt í hvaða röð ég tek þetta.
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 17:45
af icup
Set bara u.þ.b. helminginn af glasinu sem appelsín. Síðan bæti ég útí malti þar til að liturinn er orðinn góður.
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 17:47
af Glazier
coldcut skrifaði:1. Malt 40%
2. Appelsín 60%
...maður setur ekki kók í þennan heilaga íslenska jóladrykk!
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 17:53
af intenz
Malt + appelsín + kók = best
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 18:52
af zedro
45% Appelsín
45% Malt (notaðist reyndar við Jólaöl eða hvað sem það hét hér forðum, kom í stórum brúsum, ekki séð það lengi samt
)
10% Kók
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 19:11
af Klemmi
Appelsín + Kók + Malt
Blandað eftir bragði :s Engin heilög uppskrift hér.
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 19:28
af CendenZ
Þræði læst vegna gífurlegra móðgunar og ósanninda. Þvílíkar lygar og óhróður í garð Jóladrykksins.
Það er ekki sett kók í Malt og Appelsín. Annars myndi þetta bara heita Kókmaltísín.
edit:
djók! en kók í malt og appelsín er ekki cool.
Re: hvernig blandarðu jólaölið þitt ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 19:29
af Klemmi
Aflæst og CendenZ gefin óformleg aðvörun AÐ FUCKA EKKI Í KÓKI!