Síða 1 af 1
Ódýrari jólaseríur ? :)
Sent: Sun 28. Nóv 2010 13:03
af Glazier
Einhver hér sem getur sagt mér hvar er hagstæðast að versla jólaseríur ?
100 ljósa sería utan á húsið kostar ~25.000 kr. í húsasmiðjunni -.-
Hlýtur að vera einhver verslun sem er með þetta eitthvað áberandi ódýrt..
Re: Jólaseríur ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 13:05
af johnnyb
Er 25þ ekki fínt verð fyrir 100 ljósa seríu hvað er hún löng?
Annars held ég að ef maður er að spara í þessu þá færðu bara eitthvað ódýrt drasl sem að þolir ekki smá íslenskt rok.
Re: Jólaseríur ?
Sent: Sun 28. Nóv 2010 13:08
af Glazier
johnnyb skrifaði:Er 25þ ekki fínt verð fyrir 100 ljósa seríu hvað er hún löng?
Annars held ég að ef maður er að spara í þessu þá færðu bara eitthvað ódýrt drasl sem að þolir ekki smá íslenskt rok.
Ég veit bara að húsasmiðjan/byko eru að okra svo fjandi mikið á svona seríum, það hlýtur einhver lítil verslun/einkaaðili sem selur góðar seríur á minni pening !
Re: Ódýrari jólaseríur ? :)
Sent: Sun 28. Nóv 2010 13:30
af johnnyb
það er oft 50% útsala í húsasmiðjunni á jóladóti og seríum á þorláksmessu og aðfangadag og auðvitað eftir jól líka
fínt að gera góð kaup þá en ég held að það sé erfitt að gera góð kaup á þessu núna á aðal seasoninu
Re: Ódýrari jólaseríur ? :)
Sent: Sun 28. Nóv 2010 13:56
af Black
það er tax free helgi ef ég man rétt.. í húsasmiðjuni núna
Re: Ódýrari jólaseríur ? :)
Sent: Sun 28. Nóv 2010 14:11
af Glazier
Black skrifaði:það er tax free helgi ef ég man rétt.. í húsasmiðjuni núna
Og tiltekin sería á 24.000 kr.
Náttla aldrei neitt tax free bull..
Hækka verðið upp úr öllu valdi og segja svo tax free helgi til að fólk komi og geti keypt seríur á verði sem er ekki einu sinni nálægt því að vera heilbrigt.
Re: Ódýrari jólaseríur ? :)
Sent: Sun 28. Nóv 2010 14:45
af BjarkiB
Tax Free á Íslandi er rugl!
Ótrúlegt hvað margir falla fyrir þessu, get vel trúað að vörurnar eru hækkaðar fyrst svo er sett 25% afsláttur sem þeir kalla tax free.
Svo þegar búðirnar nefna þetta þá fyllast þær af kaupsjúkum Íslendingum.
Re: Ódýrari jólaseríur ? :)
Sent: Sun 28. Nóv 2010 16:40
af Glazier
Tiesto skrifaði:Tax Free á Íslandi er rugl!
Ótrúlegt hvað margir falla fyrir þessu, get vel trúað að vörurnar eru hækkaðar fyrst svo er sett 25% afsláttur sem þeir kalla tax free.
Svo þegar búðirnar nefna þetta þá fyllast þær af kaupsjúkum Íslendingum.
Þegar það eru "Tax free" dagar þá er ekki einu sinni 25% off heldur einungis 20%
Re: Ódýrari jólaseríur ? :)
Sent: Sun 28. Nóv 2010 16:43
af BjarkiB
Glazier skrifaði:Tiesto skrifaði:Tax Free á Íslandi er rugl!
Ótrúlegt hvað margir falla fyrir þessu, get vel trúað að vörurnar eru hækkaðar fyrst svo er sett 25% afsláttur sem þeir kalla tax free.
Svo þegar búðirnar nefna þetta þá fyllast þær af kaupsjúkum Íslendingum.
Þegar það eru "Tax free" dagar þá er ekki einu sinni 25% off heldur einungis 20%
Já auðvitað var búinn að gleyma að virðisaukaskatturinn er 25,5% en þegar hann er reiknaður af söluverðinu er hann bara 20,31% minni mig.
Re: Ódýrari jólaseríur ? :)
Sent: Fös 03. Des 2010 09:04
af jericho
Glazier skrifaði:Einhver hér sem getur sagt mér hvar er hagstæðast að versla jólaseríur ?
100 ljósa sería utan á húsið kostar ~25.000 kr. í húsasmiðjunni -.-
Hlýtur að vera einhver verslun sem er með þetta eitthvað áberandi ódýrt..
Hef reyndar ekki farið í Garðheima til að sjá þetta sjálfur, en þeir auglýsa 9m langa, 120 ljósa LED útiseríu á 2.890 kr
http://www.gardheimar.is/jolin/seriur/utiseriur/item/1037/standard-led-120l-mSvo er
Bymos að auglýsa útiseríur í Mosfellingi, sveitablaðinu í Mosfellsbæ. Hringja þangað.
Re: Ódýrari jólaseríur ? :)
Sent: Fös 03. Des 2010 09:36
af KermitTheFrog
Glazier skrifaði:Tiesto skrifaði:Tax Free á Íslandi er rugl!
Ótrúlegt hvað margir falla fyrir þessu, get vel trúað að vörurnar eru hækkaðar fyrst svo er sett 25% afsláttur sem þeir kalla tax free.
Svo þegar búðirnar nefna þetta þá fyllast þær af kaupsjúkum Íslendingum.
Þegar það eru "Tax free" dagar þá er ekki einu sinni 25% off heldur einungis 20%
Enda kostar varan x og með vsk 1,25x. Verslanirnar reikna afslátt af þessu 1,25x sem þarf að nema verðinu sem varan kostar án vsk. S.s. vara kostar 100 kall án vsk, með vsk kostar hún 125, til að afnema vsk þarf varan að kosta 100 kall; 100/125 = 0,8 eða 20% af.