Fyndnar viðgerðar sögur
Sent: Fim 25. Nóv 2010 16:40
Mér finnst alltaf jafn gaman að koma hingað á Vaktina og lesa sögur fyndnar af fólki sem vinnur í tölvuverslun. Þegar viðskiptavinir koma inn og byrja að rífa kjaft við strarfsfólk er bara priceless. Sögurnar af starfsfólki sem veit heldur ekkert í sinn haus eru oftast fyndnari en hinar.
Ég er með 1 sögu sem mig langar að deila með ykkur, og ég vona að þið hin deilið ykkar sögum.
Fyrir rúmu ári var ég að bíða eftir þjónustu í OMNIS. Maðurinn sem var á undan mér í röðinni var orðinn verulega æstur yfir því hvað þetta tók allt svo langan tíma. Þegar loksins kemur að honum byrjar hann að hella sér yfir starfsmanninn hversu léleg þjónustan sé þarna, og bla bla bla. Þegar hann loksins kemur sér að efninu kemur í ljós að hann hafði komið með borðtölvu í vírushreinsun fyrir nokkrum dögum. Allt í lagi með það, starfsfólkið tekur við tölvunni og segist láta kíkja á hana, hún ætti að vera tilbúin í fyrramálið. Maðurinn kemur næsta dag og sækir tölvuna, en fær að vita að það hafi ekki verið neinn vírus. Hann tók því gildu og borgaði hálft verð fyrir skoðunina. Núna var hann svo staddur fyrir framan mig alveg ösku-snar-snældu brjálaður, blótandi og rakkandi niður starfsmanninn. Hann segir að tölvan hafi víst verið með vírus og hann komi alltaf upp þegar hann fer á netið. Afgreiðsludaman heldur ró sinni með príði og spyr hvernig vírusinn hagi sér, líti út og allt það. Kallinn svarar þá eitthvað á þessa leið: "Sko, þegar ég kveiki á internetinu kemur upp MBL.is eins og ég vill hafa það. En svo þegar ég ætla að fara á aðra síðu eins og leikjanet.is þá kemur að ég hafi unnið eitthvað. Ég náttúrulega ýti á það því að ég vill vita hvað ég vann og þá kemur alltaf þetta bölvaða klám á skjáinn hjá mér! ÉG VILL EKKI SJÁ SVOLEIÐIS ÓGEÐ Í MINNI TÖLVU! Ég heimta að fá nýja!" Það tók konuna hálftíma að sannfæra manninn um að það sé ekki vírus í tölvunni heldur er það hann sem að sé að gera þetta.
Svona getur fólk verið heimskt
Ég er með 1 sögu sem mig langar að deila með ykkur, og ég vona að þið hin deilið ykkar sögum.
Fyrir rúmu ári var ég að bíða eftir þjónustu í OMNIS. Maðurinn sem var á undan mér í röðinni var orðinn verulega æstur yfir því hvað þetta tók allt svo langan tíma. Þegar loksins kemur að honum byrjar hann að hella sér yfir starfsmanninn hversu léleg þjónustan sé þarna, og bla bla bla. Þegar hann loksins kemur sér að efninu kemur í ljós að hann hafði komið með borðtölvu í vírushreinsun fyrir nokkrum dögum. Allt í lagi með það, starfsfólkið tekur við tölvunni og segist láta kíkja á hana, hún ætti að vera tilbúin í fyrramálið. Maðurinn kemur næsta dag og sækir tölvuna, en fær að vita að það hafi ekki verið neinn vírus. Hann tók því gildu og borgaði hálft verð fyrir skoðunina. Núna var hann svo staddur fyrir framan mig alveg ösku-snar-snældu brjálaður, blótandi og rakkandi niður starfsmanninn. Hann segir að tölvan hafi víst verið með vírus og hann komi alltaf upp þegar hann fer á netið. Afgreiðsludaman heldur ró sinni með príði og spyr hvernig vírusinn hagi sér, líti út og allt það. Kallinn svarar þá eitthvað á þessa leið: "Sko, þegar ég kveiki á internetinu kemur upp MBL.is eins og ég vill hafa það. En svo þegar ég ætla að fara á aðra síðu eins og leikjanet.is þá kemur að ég hafi unnið eitthvað. Ég náttúrulega ýti á það því að ég vill vita hvað ég vann og þá kemur alltaf þetta bölvaða klám á skjáinn hjá mér! ÉG VILL EKKI SJÁ SVOLEIÐIS ÓGEÐ Í MINNI TÖLVU! Ég heimta að fá nýja!" Það tók konuna hálftíma að sannfæra manninn um að það sé ekki vírus í tölvunni heldur er það hann sem að sé að gera þetta.
Svona getur fólk verið heimskt