GuðjónR skrifaði:Já, svona mál eiga sér ALLTAF tvær hliðar þannig að ég ætla ekki að draga neinar ályktanir aðrar en þær að þetta virðist leiðindarmál.
Og það sem AntiTrust segir hér að ofan er örugglega eitthvað sem flestir ef ekki allir viðgerðamenn hafa lent í, þ.e. froðufellandi frekjum.
Haha, eigum við að fara út í það? Lentum í einum snarrugluðum sem kom með flakkara í viðgerð um daginn, hann var 3 vikna gamall þegar það bilaði inn í honum diskurinn sem er auðvitað hundfúlt, nema hvað að hann fór fram á að við myndum bjarga gögnunum fyrir hann frítt, annars færi hann með þetta í Pressuna og DV. Við tókum þá ákvörðun, þrátt fyrir að hann væri með dónaskap og leiðindi (hann var öskrandi í símann) að athuga hversu mikið mál væri að bjarga gögnum eins og við gerum yfirleitt með flakkara í ábyrgð, ef það er lítið mál að bjarga gögnunum að þá að sjálfsögðu reynum við að gera það, en ef það er mikið mál er auðvitað ekki hægt að gefa endalaust vinnuna frítt.
Býst við að flestir hér hafi lent í einum ef ekki fleiri biluðum hörðum disk, sem segir sitt um bilanatíðnina á þeim.
En við allavega prófum að víxla stýriplötum og athuga hvort það sé hægt að redda þessum gögnum fyrir hann, sem var því miður ekki hægt. Við hringjum í hann og látum hann vita að því miður sé ekki hægt að ná þessum gögnum með auðveldu móti og í raun getum við ekki lofað því að við myndum ná neinu af honum þó svo það færi út í kostnað.
Við skiptum út disknum samdægurs í flakkaranum og hann kemur og sækir hann daginn eftir, en ætlar þá að heimta að fá bæði nýja diskinn og gamla diskinn, án þess að greiða okkur neina tryggingu fyrir. Ég útskýri fyrir honum að hann geti alveg fengið báða diskana en þá þurfi hann að borga okkur tryggingu, sem jafngildir verðinu á nýjum eins disk, þá byrjar hann að öskra, HVORT HANN EIGI AÐ BORGA MÉR FYRIR GALLAÐA VÖRU?!? og ég reyni að segja honum að nei, ég verði, til að fá disknum skipt í ábyrgð fyrir okkur, að senda bilaða diskinn út og fá þá nýjan seinna, og hann segist ekki trúa því að birginn minn úti geti ekki bara treyst mér fyrir því að ég sé með bilaða vöru... ekki alveg að ná því um hvað málið snerist.
Allavega, þá endaði þetta með því, þegar hann var búinn að öskra nokkrum sinnum og berja í borðið að hann ÆTLAÐI AÐ FÁ BÁÐA DISKANA, NÚNA, OG EKKI BORGA KRÓNU FYRIR! en ég stóð auðvitað bara harður á því að hann fengi ekki gamla diskinn nema borga tryggingu fyrir hann, að hann loksins sættist á að borga og strunsaði út.
Það verður þvílík gleði þegar hann kemur aftur eftir einhverja daga (hann fór með diskinn annað í gagnabjörgun), finnst frekar líklegt að hann ætli að fara fram á að við greiðum fyrir gagnabjörgunina... kemur í ljós