Síða 1 af 1

Lögregla kölluð til vegna hávaða í tölvuleik

Sent: Mið 24. Nóv 2010 19:47
af Gummzzi
Íbúar í fjölbýlishúsi í Reykjavík vöknuðu upp við þann vonda draum í nótt, að svo virtist sem verði væri að drepa einhvern í húsinu.

Lögregla var kölluð á vettvang og kom þá í ljós að ungur maður hafði orði svo æstur í ofbeldisfullum tölvuleik að hann skrúfaði leikhljóðin upp úr öllu valdi. Lögreglan skakkaði leikinn og ró komst á í húsinu.


http://www.visir.is/logregla-kollud-til ... 0166780152 :lol: =D>

Re: Lögregla kölluð til vegna hávaða í tölvuleik

Sent: Mið 24. Nóv 2010 19:48
af andribolla
Jæja, eithver sem á eftir að gefa sig framm hérna ? \:D/

Re: Lögregla kölluð til vegna hávaða í tölvuleik

Sent: Mið 24. Nóv 2010 19:57
af Sphinx
andribolla skrifaði:Jæja, eithver sem á eftir að gefa sig framm hérna ? \:D/

8-[

Re: Lögregla kölluð til vegna hávaða í tölvuleik

Sent: Mið 24. Nóv 2010 20:33
af GuðjónR
Djöfull er ég feginn að búa ekki í fjölbýli.
Myndi sturlast ef ég yrði vakinn við svona hávaða. :mad

Re: Lögregla kölluð til vegna hávaða í tölvuleik

Sent: Fim 25. Nóv 2010 09:24
af Sydney
GuðjónR skrifaði:Djöfull er ég feginn að búa ekki í fjölbýli.
Myndi sturlast ef ég yrði vakinn við svona hávaða. :mad

Djöfull er ég feginn að búa ekki í fjölbýli.
Myndi sturlast ef einhver hringdi á lögguna þegar ég er í leik. :mad:

Bý reyndar í fjölbýli, en nota að sjálfsögðu heyrnartól, annars væri ekki hægt að heyra í mér á teamspeak...

Re: Lögregla kölluð til vegna hávaða í tölvuleik

Sent: Fim 25. Nóv 2010 09:35
af Black
ég var nálægt því að hringja á lögregluna þegar það var einhver orgy í íbúðinni við hliðiná mér eina nóttina klukkan 4 að nóttu.. hávaðinn var svo yfirgnæfandi að ég náði ekki að sofna..svo flutti fólkið daginn eftir, þá bergmálaði bara sovna svaðalega í herberginu utaf það var tómt lmao :lol:

Re: Lögregla kölluð til vegna hávaða í tölvuleik

Sent: Fim 25. Nóv 2010 10:38
af TheVikingmen
Haha ég var hjá vini mínum í blokk, og það má ekki hafa normal ánþess að fokkin húsvörðurinn kemur og kvartar.
Maður má ekki vera með smá bassa, ég myndi kveikja í húsinu hans ef ég byggi í þessari íbúð.
Ég verð að hafa allt í botni þegar ég spila leiki og hlusta á tónlist með heimabíóinu mínu :)

Re: Lögregla kölluð til vegna hávaða í tölvuleik

Sent: Fim 25. Nóv 2010 13:21
af gutti
'Eg er í blokk reglan hjá mér að ég lækka í græjuna eftir kl 23:00 þá nota ég heyrntól :-"
Það má ekki hafa hátt frá kl 23:00 til 07:00 :-$

Re: Lögregla kölluð til vegna hávaða í tölvuleik

Sent: Fim 25. Nóv 2010 13:29
af Nördaklessa
er ekki gullna reglan kl 10?

Re: Lögregla kölluð til vegna hávaða í tölvuleik

Sent: Fim 25. Nóv 2010 13:32
af gutti
Nördaklessa skrifaði:er ekki gullna reglan kl 10?


2. Bann við röskun á svefnfriði í húsinu a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni og undanþágur frá því banni.
http://www.logreglan.is/subqa.asp?cat_i ... nt_id=1521

Re: Lögregla kölluð til vegna hávaða í tölvuleik

Sent: Fim 25. Nóv 2010 14:09
af natti
gutti skrifaði:
Nördaklessa skrifaði:er ekki gullna reglan kl 10?


2. Bann við röskun á svefnfriði í húsinu a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni og undanþágur frá því banni.
http://www.logreglan.is/subqa.asp?cat_i ... nt_id=1521


Þarna er verið að benda á að húsfélagið eigi að setja reglur um röskun á svefnfriði, frá að minnsta kosti miðnætti.
Flest húsfélög miða við 22 eða 23 þegar húsreglur eru samdar, og íbúum og gestum ber að virða þær reglur.

Svo fer það líka eftir því hvers "eðlis" hávaðinn er, t.a.m. jafnvel þó að þessi regla miðist við 22 eða 23, þá er ekki heimilt að vera með framkvæmdir sem eru hávaðasamar (t.d. einhver að brjóta niður vegg eða bora) eftir kl 19 eða 21 (eftir því hversu mikill hávaði skapast)

Re: Lögregla kölluð til vegna hávaða í tölvuleik

Sent: Fim 25. Nóv 2010 14:11
af AntiTrust
= Ástæðan fyrir því að ég mun aldrei búa í blokk. Eins og að búa í foreldrahúsum.

Re: Lögregla kölluð til vegna hávaða í tölvuleik

Sent: Fim 25. Nóv 2010 14:52
af natti
AntiTrust skrifaði:= Ástæðan fyrir því að ég mun aldrei búa í blokk. Eins og að búa í foreldrahúsum.


Það búa ekki allir við þann lúxus að hafa efni á að kaupa einbýlishús, og fyrir marga er það fjarlægur draumur.

Re: Lögregla kölluð til vegna hávaða í tölvuleik

Sent: Fim 25. Nóv 2010 15:00
af AntiTrust
natti skrifaði:
AntiTrust skrifaði:= Ástæðan fyrir því að ég mun aldrei búa í blokk. Eins og að búa í foreldrahúsum.


Það búa ekki allir við þann lúxus að hafa efni á að kaupa einbýlishús, og fyrir marga er það fjarlægur draumur.


Það er nú líka hægt að fara í rað eða parhús, talsvert ódýrara dæmi. En jújú, maður borgar meira fyrir privacy-ið.