gardar skrifaði:Skárra en ekkert kerfi, en ég leyfi mér að efast um að viðbragðstíminn hjá sjálfum þér sé jafn góður og hjá securitas/öryggismiðstöðinni
Hlutirnir gerast jú oftast frekar hratt.
Hahahaha... haha... hahahaha... einmitt.
Jafnvel þó ég sitji inn á hárgreiðslustofu nýbúinn að fá lit í hárið, þurfi að bíða eftir að liturinn brenni hausinn á mér og svo á hárgreiðsludaman eftir að þvo á mér hárið og klára að klippa, þá eru samt töluverðar líkur á því að viðbragðstíminn hjá mér sé jafn góður eða betri en hjá securitas/öryggismiðstöðinni.
Viðbragðið hjá þessum aðilum er eftirfarandi:
1. Kerfið fer í gang og sendir skilaboð til stjórnstöðvar
2. Þeir hugsa, hm, ætli þetta sé óvart, bíðum í smá stund og athugum hvort að einhver hringi í okkur.
3. Það eru komnar alveg 10 mín, og enginn búinn að hringja. Ég er með hugmynd, hringjum í ábyrgðarmann kerfisins, en sendum engan á staðinn strax.
4. *hringj*hringj* Hm, ábyrgðarmaðurinn svarar ekki. Kannski heyrir hann ekki í símanum út af látunum, sjáum hvort hann hringi til baka, annars reynum við að hringja aftur í hann eftir 10 mín.
5. Tilraun 2... Ok, hann svarar ekki. Sendum bíl á staðinn, en láttu bílstjórann koma við í 10/11 og kaupa kók á leiðinni.
6. Klukkutíma seinna... mætir bílstjóri kannski á staðinn, sér að það er búið að brjótast inn og tilkynnir atvikið til lögreglu.
Á þeim tíma er búið að tæma húsið þitt...
Það sem svona þjófarvarnarkerfi gerir fyrst og fremst er
a) færð lítinn límmiða með til að setja í gluggann, fælir eflaust marga frá.
b) býr til svakalega leiðinleg hljóð, þannig að viðkomandi innbrotsþjófur er ekki að hangsa mikið hjá þér heldur drífur sig út því hann vill ekki vera þarna þegar lögreglan mætir á svæðið
c) Vekur athygli nágranna, sem heyra í þjófarvarnarkerfinu og fara og líta út um gluggann hjá sér til að athuga hvað er að gerast, og sjá kannski hvort að e-ð sé óeðlileggt eins og t.d. glerbrot á gangstéttinni, eða einhver að skríða inn um glugga....
Ok vá...þetta var smá off-topic biturleiki. Mín reynsla af þessum fyrirtækjum er ekki til þess að auka traust mitt á þeim... (Og sögur sem ég heyri frá öðrum eru sjaldan betri.)
Anyway, varðandi svona kerfi með gsm korti oþh, þá langar mig bara að benda á eitt.
Ef þú ætlar að "spara" þér pening og setja frelsiskort í kerfið (engar mánaðarlega greiðslur etc.), þá virkar frelsi þannig að ef það kemur engin áfylling inn á það í X-mánuði, þá lokast á kortið, jafnvel þó það sé fullt af inneign. Minnir að þetta sé um 6 mánuðir eða e-ð.
Veit um eitt dæmi þar sem svona kerfi var sett upp, og eigandinn gerði reglulegar tilraunir til að staðfesta að það virki rétt, og eftir rúmlega hálft ár, þá hætti kerfið að virka. Og þá kom í ljós að hann hafði notað frelsiskort (næg inneign eftir) og það hafði verið lokað á það sjálfkrafa, því engin áfylling hafði komið í 6 mánuði eða e-ð. Og þá gat það ekki lengur hringt eða sent sms.
Kannski er bara fínt að vera með bæði securitas/öm og svona þitt eigið kerfi.