Síða 1 af 1

Instala frá Steam

Sent: Mið 10. Nóv 2010 16:42
af littli-Jake
Er í veseni því að Steam vill endilega setja leikinn á C drifið mitt sem er pínulítill diskur og troðfullur í þokkabót. Er ekki að sjá hvernig ég get fært þetta á annan disk ef það er þá yfir höfuð hægt.

Einhver sem er fróðari en ég?

Re: Instala frá Steam

Sent: Mið 10. Nóv 2010 16:59
af dori
Ég hef svosem ekki prufað það, en hvað með að gera SteamApps að shortcut yfir á annan disk? Eða færa eitthvað til svo að þú náir að installa leiknum, og færa möppuna svo yfir á annað drif og setja shortcut sem bendir á það inní SteamApps í staðin.

Eins og ég segi þá hef ég ekki prufað þetta en það gæti verið að þetta virki.

Re: Instala frá Steam

Sent: Mið 10. Nóv 2010 17:55
af Gunnar
en að installa steam á annan harðan disk?

Re: Instala frá Steam

Sent: Mið 10. Nóv 2010 17:58
af Danni V8
Eina leiðin er að installa Steam á annan disk. Steam installar öllum leikjum alltaf í Steam möppuna.

Re: Instala frá Steam

Sent: Mið 10. Nóv 2010 18:05
af Zethic
Hmmm...

Alvarlegt vandamál félagi...

Hérna er lausnin samt, vona að þú lærir eitthvað af þessari reynslu :catgotmyballs

Re: Instala frá Steam

Sent: Mið 10. Nóv 2010 18:15
af GullMoli
Zethic skrifaði:Hmmm...

Alvarlegt vandamál félagi...

Hérna er lausnin samt, vona að þú lærir eitthvað af þessari reynslu :catgotmyballs


Virkilega böggandi, ef þú getur ekki komið með eitthvað almennilegt svar þá skaltu sleppa því að posta =;

Re: Instala frá Steam

Sent: Mið 10. Nóv 2010 18:20
af urban
Zethic skrifaði:Hmmm...

Alvarlegt vandamál félagi...

Hérna er lausnin samt, vona að þú lærir eitthvað af þessari reynslu :catgotmyballs



ef að þú getur ekki komið með svar við vandamálinu þá er betra að sleppa því að svara.

google kemur í langflestum tilfellum með link á spjallborð þar sem að einhver hefur spurt, og síðan fengið svar.

líklegast hægt að loka þessu spjallborði og linka bara í google þegar að menn koma með þennan hugsunarháttinn

Re: Instala frá Steam

Sent: Mið 10. Nóv 2010 18:23
af Tóti

Re: Instala frá Steam

Sent: Mið 10. Nóv 2010 18:26
af Zethic
urban skrifaði:
Zethic skrifaði:Hmmm...

Alvarlegt vandamál félagi...

Hérna er lausnin samt, vona að þú lærir eitthvað af þessari reynslu :catgotmyballs



ef að þú getur ekki komið með svar við vandamálinu þá er betra að sleppa því að svara.

google kemur í langflestum tilfellum með link á spjallborð þar sem að einhver hefur spurt, og síðan fengið svar.

líklegast hægt að loka þessu spjallborði og linka bara í google þegar að menn koma með þennan hugsunarháttinn


Ég skoðaði hvað ég var að linka á, og efsti hlekkurinn gaf svarið. Ég hef áður þurft að gera þetta... ætlaði bara að benda honum á hversu awesome google getur verið... vissi ekki að þið tækjuð þetta svona inná ykkur, biðst bara afsökunar.

Re: Instala frá Steam

Sent: Mið 10. Nóv 2010 18:28
af coldcut
Efsti linkurinn virðist nú gefa manni e-ð af viti...

https://support.steampowered.com/kb_art ... -YUBN-8129

Re: Instala frá Steam

Sent: Mið 10. Nóv 2010 18:37
af GullMoli
Já ég gæti hafa verið aðeins of fljótur á mér. Er með NoScript sem blockaði þetta "animation" svo ég sá bara google síðuna :megasmile

Ætlaði mér engin leiðindi, en þó hefði verið betra að gefa þá bara efsta linkinn beint.