Síða 1 af 3

Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 17:04
af BjarkiB
Sælir/ar vaktarar.

Núna er ég með tölvuna framá gangi. Ég spurði foreldra mína hvort ég mætti ekki færa tölvuna inní svefnherbergið mitt. Þau vilja það helst ekki og segja að það sé ekki gott að hafa tölvu né sjónvarp þar sem maður sefur.
Nú vantar mér álit ykkar, er virkilega óholt að hafa tölvuna þó að maður slökkvi alltaf á næturnar?

-Tiesto

Breytt, þau virðast líka vera hrædd um að ég einagri mig í tölvunni, svo ákvað að bæta við skoðunarkönnun hvað þú ert lengi í tölvunni. Sjálfur er ég oftast 4-5 klst og meira um helgar. Hvað ætla lágmarkið að fíkn sé?

Re: Tölvur inní svefnherbergi

Sent: Þri 02. Nóv 2010 17:11
af Frost
Ég svara: Nei lol. Hvaða áhrif ætti það að hafa?

Re: Tölvur inní svefnherbergi

Sent: Þri 02. Nóv 2010 17:13
af vesley
http://www.bellaonline.com/articles/art49755.asp

stuttur pistill um geislun frá heimilistækjum.

Klæddu þig bara í álpappír, ;)


Sjálfur trúi ég þessu ekki.

Hefur kannski áhrif ef þú ert með 250 tölvur í herberginu. En ég trúi þessu ekki með að 1 tölva geti skaðað mann þannig maður verði veikur.

Re: Tölvur inní svefnherbergi

Sent: Þri 02. Nóv 2010 17:16
af ManiO
Þegar þau segja ekki gott eru þau ekki að tala um heilsuspillandi heldur svefnspillandi.

Geri ráðfyrir að þú sért ekki orðinn lögráða, og því þarftu að hlusta á foreldrana þína. Allt þras í heimi er ekki að fara að láta þau skipta um skoðun.

Re: Tölvur inní svefnherbergi

Sent: Þri 02. Nóv 2010 17:30
af Fylustrumpur
hahaha, mitt svar er nei. litli frændi minn sem er 12 ára er með tölvu inní herbergi hjá sér... ekkert ða honum :sleezyjoe nema hvað að hann kann ekki á tölvur :D

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 17:38
af ManiO
Það er svo misjafnt hvað ég er lengi í tölvunni. Stundum er ég ekkert í henni í viku. Stundum neyðist ég að vera allan daginn að vinna að einhverju verkefni. En eðlilegur dagur kannski 5 tímar. En allt frá 0 upp í 24 tíma.

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 17:39
af schaferman
Það mælist þó nokkur rafspenna frá tölvum þó sé slökkt á þeim, þú verð þig ekkert með álpappír, nema þú haldir að þú getir ekki fengið straum gegn um álpappír, þyrftir að vera í blýklæðningu til að verjast geislun.

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 17:40
af BjarkiB
ManiO skrifaði:Það er svo misjafnt hvað ég er lengi í tölvunni. Stundum er ég ekkert í henni í viku. Stundum neyðist ég að vera allan daginn að vinna að einhverju verkefni. En eðlilegur dagur kannski 5 tímar. En allt frá 0 upp í 24 tíma.


Tala þá um meðaltal.
Svo ef þetta er vinnan eða skóli myndi það valla teljast með, er sjálfur 5-6 tíma bara í netrápi eða wow :woozy

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 17:49
af Flamewall
Ég hef reyndar fundið mun á að sofa í herbergi þar sem eru engin raftæki og t.d. herberginu mínu þar sem ég er með sjónvarp, borðvél, leikjavél og steríógræjur.
Hugsa að maður nái betri svefni og sé betur úthvíldur í herbergi þar sem engin raftæki eru, annars ætla ég svosem ekki að fara að rökræða það .
Varðandi könnunina þá er misjafnt hversu lengi ég er í tölvunni en ég er eitthhvað í henni nánast alla daga :boxeyed

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:18
af daniellos333
ég eyði öllum mínum tíma í tölvunni

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:35
af ZoRzEr
Erfitt að eyða ekki tímanum í tölvunni. Ég vakna og fer í tölvuna, mæti í vinnuna og fer í tölvuna, borða hádegismat og fer aftur í tölvuna. Svo kem ég heim núna og fer í tölvuna. 6-24 =18 tímar. Minna um helgar.

Geri samt ekkert af viti :P

Fyrst þegar ég fékk tölvu inní herbergi þegar ég var 9 ára var ég á ircinu og eitthvað að flexa. Mamma og pabbi skildu það ekki alveg. Þau hélda að ég væri bara að hanga og gera ekki neitt, engin samskipti við annað fólk. Tók smá tíma að sannfæra þau um annað.

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:36
af biturk
he verið með tölvu inn í herbergi í gangi síðann ég fermdist, ég er 22 ára.......skiptir mig engu máli, fynnst eiginlega óþægilegt að sofa ef tölvan er kki í gangi hliðiná mér, of mikil þögn eitthvað :crazy

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:43
af AntiTrust
Úff, leiðinleg aðstaða.

Þegar ég var á þínum aldri var ég búinn að vera með tölvu(r) inni hjá mér í 3-4 ár. Var ég haldinn tölvufíkn? Sumir vildu meina það, en ég jánkaði því ekki þá og geri það ekki núna. Hafði það áhrif á skólamætingu, einkunnir, íþróttastundun, félagslíf? Nei, og þar af leiðandi gat ég ekki sagt að þetta hafi verið fíkn. Fyrir vikið fékk ég næði til að fikta að vild. 6 árum seinna er ég "on paper" ómenntaður maður með laun sem myndu sæma mörgum háskólagengnum mönnum.

Og nei, það er ekki óhollt fyrir þig að hafa tölvu eða sjónvarp inni hjá þér eða sofa í sama herbergi, tala nú ekki um tæki sem eru ekki í gangi. Hverskonar bulli eru foreldrar þínir eiginlega að mata þig á?

Fyrir utan það, hvað ertu gamall? 14-15? Hvernig áttu eiginlega að geta átt þér e-ð privacy þegar allt sem þú gerir í tölvum geriru fyrir framan fjölskylduna?

Re: Tölvur inní svefnherbergi

Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:46
af AntiTrust
ManiO skrifaði:Þegar þau segja ekki gott eru þau ekki að tala um heilsuspillandi heldur svefnspillandi.

Geri ráðfyrir að þú sért ekki orðinn lögráða, og því þarftu að hlusta á foreldrana þína. Allt þras í heimi er ekki að fara að láta þau skipta um skoðun.


Tsk tsk. Einn sem tók greinilega ekki successful rebel tímabil ;)

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:49
af BjarkiB
AntiTrust skrifaði:Úff, leiðinleg aðstaða.

Þegar ég var á þínum aldri var ég búinn að vera með tölvu(r) inni hjá mér í 3-4 ár. Var ég haldinn tölvufíkn? Sumir vildu meina það, en ég jánkaði því ekki þá og geri það ekki núna. Hafði það áhrif á skólamætingu, einkunnir, íþróttastundun, félagslíf? Nei, og þar af leiðandi gat ég ekki sagt að þetta hafi verið fíkn. Fyrir vikið fékk ég næði til að fikta að vild. 6 árum seinna er ég "on paper" ómenntaður maður með laun sem myndu sæma mörgum háskólagengnum mönnum.

Og nei, það er ekki óhollt fyrir þig að hafa tölvu eða sjónvarp inni hjá þér eða sofa í sama herbergi, tala nú ekki um tæki sem eru ekki í gangi. Hverskonar bulli eru foreldrar þínir eiginlega að mata þig á?

Fyrir utan það, hvað ertu gamall? 14-15? Hvernig áttu eiginlega að geta átt þér e-ð privacy þegar allt sem þú gerir í tölvum geriru fyrir framan fjölskylduna?


Ég er 14 ára.
Hef nú allveg frekar mikið privacy samt. Þetta er á efri hæðinni þar sem bara eru svefnherbergi svo enginn er þar á daginn. Svo vilja þau heldur ekki að ég sé í tölvunni um kvöldin.

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:50
af biturk
þú.....


þarft að safna þér pening fyrir gamalli fartölvu og fela hana undir rúmi og laumast til að nota á næturnar \:D/

Re: Tölvur inní svefnherbergi

Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:52
af Glazier
AntiTrust skrifaði:
ManiO skrifaði:Þegar þau segja ekki gott eru þau ekki að tala um heilsuspillandi heldur svefnspillandi.

Geri ráðfyrir að þú sért ekki orðinn lögráða, og því þarftu að hlusta á foreldrana þína. Allt þras í heimi er ekki að fara að láta þau skipta um skoðun.


Tsk tsk. Einn sem tók greinilega ekki successful rebel tímabil ;)

Þras virkar hjá mér í svona 80% tilfella :roll:

----------------------------------------------------------------

En til að svara Tiesto..
Þá er ég með tölvu inni í herberginu mínu og hef verið með í ca. 5-6 ár, ef ég sef með hana í gangi er allveg öruggt að ég vakna með hausverk en þvílík steypa að þetta hafi áhrif á mann þegar það er slökkt á tölvunni.
Núna seinustu 2 ár hef ég líka verið með heimabíó í herberginu ásamt tölvunni og það breytti ekki neinu :)

----------------------------------------------------------------

@biturk.. Eða bara hella sér aðeins yfir foreldrana og segja þeim að það komi þeim ekkert við hvar hann geymi tölvuna sína :8)

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:53
af AntiTrust
Tiesto skrifaði:Ég er 14 ára.
Hef nú allveg frekar mikið privacy samt. Þetta er á efri hæðinni þar sem bara eru svefnherbergi svo enginn er þar á daginn. Svo vilja þau heldur ekki að ég sé í tölvunni um kvöldin.


Hm, ég ætla að sjálfsögðu ekki að tala niður til þín, misjafnt hvað menn sætta sig við á vissum aldri.

Eina sem ég get sagt, er að ef foreldrum mínum hefði dottið til hugar að banna mér að vera í tölvunni á kvöldin á þessum aldri hefði svarið verið e-ð í þessa átt :

"Hah!"

En then again, ég var viðbjóðslega þrjóskur krakki og fékk snemma þá flugu í hausinn að ég réði gjörsamlega öllu sem mig snerti.

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 18:58
af BjarkiB
AntiTrust skrifaði:
Tiesto skrifaði:Ég er 14 ára.
Hef nú allveg frekar mikið privacy samt. Þetta er á efri hæðinni þar sem bara eru svefnherbergi svo enginn er þar á daginn. Svo vilja þau heldur ekki að ég sé í tölvunni um kvöldin.


Hm, ég ætla að sjálfsögðu ekki að tala niður til þín, misjafnt hvað menn sætta sig við á vissum aldri.

Eina sem ég get sagt, er að ef foreldrum mínum hefði dottið til hugar að banna mér að vera í tölvunni á kvöldin á þessum aldri hefði svarið verið e-ð á þessa átt

"Hah!"

En then again, ég var viðbjóðslega þrjóskur krakki og fékk snemma þá flugu í hausinn að ég ræði gjörsamlega öllu sem mig snerti.


Já. En fyrst við erum byrjaðir að tala um það tel ég mig vera frekar heppinn. Faðir minn er hollenskur og þeir eru þektir fyrir strangt uppeldi. Vinur pabba á krakka sem er á sama aldri og ég, hann á ekki sína eigin tölvu og ekki meira en klukkutíma á dag, fer að sofa klukkan 9 á virkum dögum og ekki seinna en 11 um helgar og svo er hægt að halda endalaust áfram.
Annars þá náði ég aðeins að væla í þeim og þau hafa hálf samþykkt þetta, segja reyndar að setta verða strangar reglur um tölvunotkun og ekki mikil tölva á kvöldin :roll:

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 19:01
af marijuana
Heilsuspilandi ? LOL neii,

Er með eitt Sjónvarp, PC, Æjii, svona "raf" rúm (Getur sett bakið upp og það :P) PS3, og svo flakkara ef mér tekst að stela honum af mömmu... (Hún geymir skólaverkefnin sín á honum svo... :/)
Búinn að vera með tölvu og sjónvarp amk í herberginu mínu frá því að ég var hva, 11 ára... og ég er jafn gamall þér Tiesto :)

antitrust skrifaði:
En then again, ég var viðbjóðslega þrjóskur krakki og fékk snemma þá flugu í hausinn að ég réði gjörsamlega öllu sem mig snerti.

Hata fólk sem er á því "Skeiði" eð yfir höfuð fer á það "skeið" ](*,)
Systir mín var þannig :/

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 19:09
af littli-Jake
Held að það þurfi einhver að vera leiðinlegi gaurinn hérna.

ég skil það seginlega ágtlega að foreldrarnir séu ekkert allt of hrifnir af þessu. Það er eginlega svona offisial viðhorf foreldra að íta undir að börnin sín lifi heilbrigðu lífi. Einhvernvegin virðist það enþá samanstanda af útiveru og face 2 face samskiptum.

Persónulega hef ég haft tölvu inni hjá mér síðan ég var 14 ára (gamla góða fermingarvélin 1.7 ghz og 500mb RAM. The POWWWEEEEER) er eginlega ekki viss hvort að mér finnist betra að sofa með hana í gangi eða ekki. Allavega þægilegt að hafa smá bláan bjarma þegar maður vaknar og finnur ekki fötin sín en nennir ekki að standa á fætur til að kveikja.

Ég mundi ekki segja að það væri skaðlegt að hafa vélina inni hjá þér. Ég hef enga trú á því að það hafi skaðleg áhrif (nema að þú sért alveg sérstaklega veikur fyrir) En vist að þú hefur svona mikið næði á efri hæðinni sé ég ekki að þetta sé eitthvað sem tekur því að vera að gera mál úr. Verður bara að fappa inni á baði í bili

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 19:19
af Danni V8
Ég er búinn að vera með tölvu inní svefnherbergi síðan 2001 og síðan þegar ég flutti að heiman þá hélt ég áfram að hafa tölvuna í svefnherberginu.

Er oftast meira en 7 klst í tölvunni, en samt ekki á dag. Heldur þegar ég er í tölvunni og hef gjörsamlega ekkert annað að gera þá er ég í henni alveg heillengi og ég stórlega efast um að það væri eitthvað öðruvís ef tölvan væri frammi.

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 19:20
af Páll
Er með tölvuna í gangi 24/7 og sef vel, fæ aldrei hausverk. Svo er ég mikið við tölvuna, enn hef alltaf mætt á réttum tíma og þannig í skóla.

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 19:21
af BjarkiB
Pallz skrifaði:Er með tölvuna í gangi 24/7 og sef vel, fæ aldrei hausverk. Svo er ég mikið við tölvuna, enn hef alltaf mætt á réttum tíma og þannig í skóla.


Já hef alltaf mætt í skólann þanga til....



Ég byrjaði í WoW :woozy Mæting frá 10 yfir í 6 og meðaeinkunn frá 9,3 í 8,2.
Er byrjaður að mæta seint, skrópa o.fl. Gengur bara ekki.

Re: Tölvur inní svefnherbergi (Breytt + könnun)

Sent: Þri 02. Nóv 2010 19:21
af AntiTrust
Það eina sem nojar mig með þetta, er að foreldrar eru svo oft að banna krökkum e-ð af því á svo röngum forsendum, einfaldlega afþví að þeir sjálfir bjuggu ekki við sömu aðstæður, tæki og tækni og við lifum með og erum að alast upp í dag. Nákvæmlega sömu rök og ég setti fram fyrir 7-8 árum í foreldrahúsum - og fékk engin svör.

Mín spurning til foreldra þinna væri hiklaust, afhverju ekki að leyfa þér að fá tölvuna inní herbergi, og sjá hvað gerist?

Ef þú ferð að falla í skóla, bæta á þig tugum kílóa og verður félagslega einangraður þá var það kannski ekki svo gáfuleg hugmynd. Ef þetta hefur engin önnur áhrif en þau að þú færð það privacy sem strákar á þínum aldri eiga skilið, sé ég ekki slæmu hliðarnar.

Þegar krakkar fá að nota hluti sem þeir hafa haft takmarkaðan aðgang að, að vild, hætta þeir að vera spennandi. Ég er að verða 22 ára, búinn að vera í sambúð núna í rúmt ár, það fyrsta sem ég gerði þegar ég flutti í nýja húsið var að kaupa fullt af kexi og sætindum og fylla alla skápa og skúffur af allskonar mat og nammi. Afhverju? Afþví að mamma keypti aldrei slíkt. Þetta var svo klárað á löngum tíma, og birgðirnar aldrei endurnýjaðar. Um leið og hlutur verður eins eðlilegur og hver annar er engin ástæða til að ætla að notkunin á honum aukist e-ð.

Það er ekki 1960 lengur. Tölvur eru tæki sem eru og verða alltaf gífurlega mikilvægt atvinnutæki, og mikilvægi þeirra kemur bara til með að aukast með tímanum. Þótt að notkunin einkennist af msn, klámsíðum, facebook og WoW á þessum aldri þá fylgir þessu svo mikið fikt og lærdómur, sem á eftir að borga sig í framtíðinni.