Síða 1 af 1

Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 00:23
af Jim
Sæl,
Ég var að velta því fyrir mér hversu mörg ykkar geta leyst rubik's tening? Ef þú ert ein/n af þeim , hvað ert þú lengi? \:D/
Mynd

Re: Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 00:28
af Nariur
1:30 upp á mitt besta.

Re: Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 02:22
af razrosk
Hmm var að taka tíma hjá mér rétt áðan... tók mig sirka 2min.. var ekki á neinum keppnishraða..

Re: Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 02:30
af GullMoli
Ég kann þetta ekki en félagi minn tók sig hinsvegar til og lærði þetta, ég held að ég hafi mælt hann á hálfri mínútu einu sinni, fáránlega snöggur að þessu!

Re: Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 03:08
af sxf
Skil ekki tessa helvitis kubba! Gaeti ekki klarad hann a ari.

Re: Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 08:16
af jonrh
Læra nokkrar hreyfingar utanað og þá er þetta ekkert mál. Besti tíminn minn er 2 mín. F2L er næst á dagskránni.

Re: Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 09:11
af TheVikingmen
Ég skil ekki hvernig að er hægt að gera þetta, metið mitt er ekki enn komið, hann er enn heima ókláraður

Re: Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 12:30
af Frost
Af hverju að leysa svona þegar það er bara til formúla og flest allir geta lært það? :japsmile

Re: Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 12:51
af Jim
Ég var að taka tímann rétt í þessu og náði 47 sekúndum :D
Heimsmetið er 7.08 ._.
http://www.youtube.com/watch?v=VzGjbjUPVUo

Re: Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 13:04
af KermitTheFrog
Þegar ég var upp á mitt besta var metið mitt 0:22 eða 0:27 eða eitthvað nálægt því. Nú leik ég mér með þetta af og til þegar ég sit á skálinni.

Það á víst að vera hægt að leysa hann í minna en 20 hreyfingum úr hvaða stöðu sem er vilja einhverjir vísindamenn meina.

Re: Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 13:22
af GuðjónR
Ég náði því aldrei, smallaði honum í vegg þegar ég missti algjörlega þolinmæðina :wtf

Re: Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 13:54
af biturk
þetta er ekki svo flókið

bara einfaldur algorythmi \:D/

Re: Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 15:41
af Glazier
Veit um einn sem er allgjörlega húkt á svona teninga.. hann pantaði sér rúbix kubb frá Kína, minnir að kubburinn sé 6x6 eða 8x8 :roll:
Og hann á margar tegundir af rúbix kubbum, bara þroskaheft að horfa á hann vesenast í þessu.

Re: Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 16:02
af Jim
Glazier skrifaði:Veit um einn sem er allgjörlega húkt á svona teninga.. hann pantaði sér rúbix kubb frá Kína, minnir að kubburinn sé 6x6 eða 8x8 :roll:
Og hann á margar tegundir af rúbix kubbum, bara þroskaheft að horfa á hann vesenast í þessu.


Það er ekkert svo skrítið, ég gerði það líka :boxeyed
Kubbar frá Rubik's fyrirtækinu eru átakanlega lélegir og þeir framleiða bara upp í 5x5. Það er reyndar ekki verið að fjöldaframleiða 8x8 kubba þannig að þetta hefur líklega verið 6x6.

Þessir kubbar sem að maður pantar frá kína eru lang oftast ódýrari og betri.

Re: Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 16:07
af vesley
Var í mesta lag í 2 min.











Svo gafst ég upp.

Horfði nú hinsvegar á félaga minn bókstaflega leysa upp rubiks tening á innan við 5 sek , og hann gerði það óvart .

Re: Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 16:12
af zdndz
1:21 metið mitt

Re: Rubik's Teningar

Sent: Þri 02. Nóv 2010 16:16
af Einarr
16.68 er metið mitt á 3x3 og 20.19 sec meðaltal af fimm ( e. Avg 5 ). ( held ég sé næst besti íslendingurinn?)
2x2 metið mitt er svo 3.?? og um 8 sec meðaltal af 10 minnir mig, 4x4 metið mitt er um 1:40 min en hef voða lítið æft það og 5x5 er held ég 3:49 eða þar í kring


Edit: bætti metið mitt 14.35 á 3x3 kubb.

Re: Rubik's Teningar

Sent: Mið 03. Nóv 2010 00:10
af Sydney
5 ár, 3 mánuðir, 2 dagar, 3 tímar, 20 mínútur og 38 sek.

And still ticking.

Re: Rubik's Teningar

Sent: Fim 18. Nóv 2010 18:38
af Jim
Eitt bömp á dag kemur skapinu í lag =D

Re: Rubik's Teningar

Sent: Fim 18. Nóv 2010 21:00
af razrosk
Einarr skrifaði:16.68 er metið mitt á 3x3 og 20.19 sec meðaltal af fimm ( e. Avg 5 ). ( held ég sé næst besti íslendingurinn?)
2x2 metið mitt er svo 3.?? og um 8 sec meðaltal af 10 minnir mig, 4x4 metið mitt er um 1:40 min en hef voða lítið æft það og 5x5 er held ég 3:49 eða þar í kring


Edit: bætti metið mitt 14.35 á 3x3 kubb.


Endilega uplodaðu myndbandi á youtube, væri gaman að sjá þetta.

Re: Rubik's Teningar

Sent: Fim 18. Nóv 2010 21:52
af Jim
Heimsmetið var bætt núna á sunnudaginn ;)
http://www.youtube.com/watch?v=t32VQ2HeELA

Re: Rubik's Teningar

Sent: Fim 18. Nóv 2010 22:05
af Nothing
úff ég er alltof óþolimóður að reyna við þetta verð bara pirraður og kasta þessu í næsta vegg :mad

Re: Rubik's Teningar

Sent: Fös 19. Nóv 2010 05:48
af Black
náði einusinni 4eins litum á eina hlið :happy

Re: Rubik's Teningar

Sent: Fös 19. Nóv 2010 10:49
af Benzmann
reif minn í sundur og púslaði honum saman aftur í réttum litum..... :sleezyjoe

Re: Rubik's Teningar

Sent: Fös 19. Nóv 2010 13:37
af Don Vito
KermitTheFrog skrifaði:Þegar ég var upp á mitt besta var metið mitt 0:22 eða 0:27 eða eitthvað nálægt því. Nú leik ég mér með þetta af og til þegar ég sit á skálinni.

Það á víst að vera hægt að leysa hann í minna en 20 hreyfingum úr hvaða stöðu sem er vilja einhverjir vísindamenn meina.



0:22 að mig minnir...


metið mitt var 0:49 þegar ég var upp á mitt besta, nú er ég ánægður með mig ef ég klára hann á undir 2 mín :P