Síða 1 af 1

innbrot

Sent: Þri 05. Okt 2010 23:22
af Turbo-
sælir vaktarar
það var brotist inn hjá mömmu og pabba á laugardagskvöldið milli 18:30 og 20:30 og þaðan rænt 5 fartölvun, 6 myndavélum og allir skartgripirnir hennar mömmu eru farnir
gömlu hjónin hafa örugglega komið heim á meðan þeir voru enn inni þar sem öll úrin hans pabba voru í poka á rúmminu hans

fartölvurnar sem fóru voru
2stk dell latitude ein gyllt 17" 3 mánaða og ein blá 15" 7mánaða
1stk. lítil dell tölva með utanáliggjandi geisladrifi, svo lítil að batteríinu er smellt undir hana 1.33mhz man ekki týpunúmer
1stk. Toshiba 15" tölva ársgömul með allri vinnuni hennar mömmu, þó að hún eigi megnið á backup þá þætti henni vænt að fá hana til baka
síðan er ein eldri latidue 15" sem litla systir á sem fór líka alveg svört

væri ágætt ef menn gætu aðstoðað okkur við að fylgjast með tölvum til sölu á t.d barnalandi og þessum stöðum

takk fyrir
Hafsteinn

Re: innbrot

Sent: Þri 05. Okt 2010 23:29
af gissur1
Sæll
Vonandi að þetta finnist!
Ég skal hafa augun opin.

Re: innbrot

Sent: Þri 05. Okt 2010 23:31
af Plushy
Hræðilegt þegar svona lagað gerist.

Mun fylgjast með.

Re: innbrot

Sent: Mið 06. Okt 2010 00:11
af Black
Ömurlegt að heyra af svona.. Hef augun opinn :wtf

Re: innbrot

Sent: Mið 06. Okt 2010 00:28
af Frost
Ég fatta ekki fólk sem að gerir svona. Skal fylgjast með spjallborðum og sölusíðum sem ég er á :)

Re: innbrot

Sent: Mið 06. Okt 2010 22:31
af KermitTheFrog
Vakta bara barnaland.

Re: innbrot

Sent: Mið 06. Okt 2010 22:44
af natti
Turbo- skrifaði:gömlu hjónin hafa örugglega komið heim á meðan þeir voru enn inni þar sem öll úrin hans pabba voru í poka á rúmminu hans


Þarf ekki endilega að vera. Annarsvegar eiga þjófar alveg til með að gleyma pokum eða hvað svosem þeir nota til að ferja dótið í. (Í mínu tilfelli gleymdist koddaver með dóti í). Og hinsvegar getur líka verið að e-ð annað hafi styggt þá og þeir ákveðið að forða sér.

On a side note, ef einhver annar hérna á dýra skartgripi, þá vil ég vekja athygli á að það er ekki sjálfgefið að heimilistrygging coveri skartgripi, nema upp að einhverri max prósentu. Tryggingarfélögin ætlast til þess að skatrgripir séu tryggðir sérstaklega.
(Eða gerðu það amk árið 2003).

Vona að dótið finnist.

Re: innbrot

Sent: Mið 06. Okt 2010 23:46
af schaferman
endilega sendu mér allt um myndavélarnar og linsurnar, ég fylgist MJÖG vel með myndavélamarkaðinum mitt mail er kristalmynd@hotmail.com