Síða 1 af 1

Bílaspil ?? Man ekki hvað þetta heitir ...

Sent: Þri 05. Okt 2010 23:19
af hagur
Sælir,

Datt allt í einu í hug spil sem ég átti þegar ég var yngri, var nokkuð vinsælt a.m.k meðal minna vina/félaga.

Þetta voru semsagt spil í sömu stærð og venjulegur spilastokkur, en voru með myndum af farartækjum, semsagt eitt farartæki á hverju spili/spjaldi. Fyrir neðan myndina voru svo tæknilegar upplýsingar, t.d hestöfl, breidd, lengd, hámarkshraði, hröðun etc. etc.

Við strákarnir spiluðum með þetta og það virkaði þannig að maður spurði um eitthvert eitt tæknilegt atriði af hverju spili, t.d hámarkshraða og ef þitt farartæki var betra þá fékkst þú spilið hans. Sá sem endaði með öll spilin vann \:D/

Hver svona spilapakki innihélt bara ákveðinn flokk af farartækjum. Ég man að ég átti svona með F1 bílum, vörubílum, rútum, mótorhjólum ofl. ofl. Var líka hægt að fá svona með orrustuþotum og hvað eina.

Ég man ekki nákvæmlega hvenær þetta var vinsælt, líklega hef ég verið svona 10-15 ára (er '80 módel). Þetta fékkst í öllum bókabúðum og leikfangabúðum.

Ég er náttúrulega löngu búinn að glata þessu og var að reyna að rifja upp núna hvað þetta hét, man það engan veginn. Finn ekki neitt heldur á netinu með þeim leitarorðum sem mér dettur í hug ....

Kannski langsótt, en man einhver hérna eftir þessum spilum ???

Re: Bílaspil ?? Man ekki hvað þetta heitir ...

Sent: Þri 05. Okt 2010 23:23
af ManiO
Top Trumps.

Re: Bílaspil ?? Man ekki hvað þetta heitir ...

Sent: Þri 05. Okt 2010 23:40
af hagur
Já ... svei mér þá. Top Trumps er nokkuð líkt þessum spilum sem ég átti, samt ekki alveg eins.

Líklega voru til einhverjar "eftirhermur" af þessu líka, þ.e fleiri framleiðendur.

Takk fyrir þetta samt, ætti að geta fundið eitthvað núna.

Re: Bílaspil ?? Man ekki hvað þetta heitir ...

Sent: Þri 05. Okt 2010 23:58
af JohnnyX
Gumball 3000?

Re: Bílaspil ?? Man ekki hvað þetta heitir ...

Sent: Mið 06. Okt 2010 00:02
af Danni V8
Vá hvað ég man eftir þessu. Uppáhalds spilin mín voru: BMW spilin sem ég átti, Benz spilin og McLaren F1 GTR spilið. Síðan komu allir hinir supercars.

Vinur minn átti svona spilastokk bara með leigubílum, nokkuð margir þar voru Benz :lol:

Re: Bílaspil ?? Man ekki hvað þetta heitir ...

Sent: Mið 06. Okt 2010 00:34
af Manager1
http://www.spilaborg.is/

Ekki bílar en sami leikur ;)

Re: Bílaspil ?? Man ekki hvað þetta heitir ...

Sent: Mið 06. Okt 2010 01:33
af Klaufi
Nostalgía..!

Re: Bílaspil ?? Man ekki hvað þetta heitir ...

Sent: Mið 06. Okt 2010 02:38
af rapport
klaufi skrifaði:Nostalgía..!


Trukkar, lestir og skip voru best...

Fornbílarnir, sportbílarnir og flugvélarnar sökkuðu.

p.s. var með mína krakka hjá ömmu og afa og bróðir minn með sína og þar var einhver dótaskápurinn opnaður = Top Trumps...

Það var nostalgía eða "þáþrá" skv. mjólkurfernunum.

Re: Bílaspil ?? Man ekki hvað þetta heitir ...

Sent: Mið 06. Okt 2010 11:49
af hagur
rapport skrifaði:
klaufi skrifaði:Nostalgía..!


Trukkar, lestir og skip voru best...

Fornbílarnir, sportbílarnir og flugvélarnar sökkuðu.

p.s. var með mína krakka hjá ömmu og afa og bróðir minn með sína og þar var einhver dótaskápurinn opnaður = Top Trumps...

Það var nostalgía eða "þáþrá" skv. mjólkurfernunum.



Já, ég átti svona með lestum og snekkjum. Er alltaf að muna betur og betur hvað ég átti af þessu, það var alveg HELLINGUR. Synd að þetta skuli vera týnt.