Síða 1 af 1
scooba skúringagræja
Sent: Fös 01. Okt 2010 21:38
af Dazy crazy
hefur einhver prófað svona og veit hvað þetta er að kosta?
er buy.is eitthvað að flytja inn svona heimilistæki?
http://www.irobot.is/index.php?option=c ... &Itemid=45
Re: scooba skúringagræja
Sent: Fös 01. Okt 2010 21:47
af GuðjónR
Ef þetta er ekki 2007 þá er ég ekki geimvera.
Re: scooba skúringagræja
Sent: Fös 01. Okt 2010 21:57
af chaplin
GuðjónR skrifaði:Ef þetta er ekki 2007 þá er ég ekki geimvera.
Haha, annars á félagi minn svona "grip", algjört dót, gaman að eiga þetta krakkar koma í heimsókn og þurfa að eyðileggja eitthvað en þú tímir ekki sjónvarpsfjarstýringunni, ekkert meira en það..
Re: scooba skúringagræja
Sent: Fös 01. Okt 2010 22:06
af Dazy crazy
GuðjónR skrifaði:Ef þetta er ekki 2007 þá er ég ekki geimvera.
Ef þetta er ekki innihaldslaust þá hefur maðurinn ekki farið til tunglsins
en svona roomba ryksugur?
Re: scooba skúringagræja
Sent: Fös 01. Okt 2010 22:11
af Sæþór
Get allavega fullyrt það að kokkurinn um borð hjá okkur dásamar þessu tæki ( þá bæði sem ryksugar og skúrar ) útí eitt.. og hefur margoft sagt að þetta skilar mun miklu meiru en eiginkona hans, þótt hann segi það ekki við hana.
Re: scooba skúringagræja
Sent: Fös 01. Okt 2010 22:14
af Dazy crazy
Sæþór skrifaði:Get allavega fullyrt það að kokkurinn um borð hjá okkur dásamar þessu tæki ( þá bæði sem ryksugar og skúrar ) útí eitt.. og hefur margoft sagt að þetta skilar mun miklu meiru en eiginkona hans, þótt hann segi það ekki við hana.
okeeeey, ég var nú bara að hugsa um þetta til að skúra gólf
enginn með verð á þessu, lokað í þessari búllu og engin verð á síðunni og ef ég googla þetta finn ég bara einhver blogg frá 2007
Off topic samt, heitirðu sæþór eða kallarðu þig það bara af því að þú ert greinilega á sjó?
Re: scooba skúringagræja
Sent: Fös 01. Okt 2010 22:17
af Sæþór
haha nei... Sæþór er mitt venjulega nafn...
En annars var Lárus hjá ShopUSA að selja þessi tæki á fínu verði..
Re: scooba skúringagræja
Sent: Fös 01. Okt 2010 23:45
af Dazy crazy
Sæþór skrifaði:haha nei... Sæþór er mitt venjulega nafn...
En annars var Lárus hjá ShopUSA að selja þessi tæki á fínu verði..
Er hann ekki með verðið neinsstaðar á netinu? búinn að þræða shopUSA og finn ekkert þar um þetta?
hvað kallarðu fínt verð? hvað er yfirhöfuð verðið á þessu?
Re: scooba skúringagræja
Sent: Fös 01. Okt 2010 23:57
af Glazier
Svona tæki eru allgjört drasl !
Re: scooba skúringagræja
Sent: Lau 02. Okt 2010 00:42
af beatmaster
Svona tæki er algjör snilld, ég er ánægður eigandi af Roomba ryksugu
Re: scooba skúringagræja
Sent: Lau 02. Okt 2010 01:28
af bixer
roomban mín er yndisleg! keypt hjá byggt og búið. hún fer alla daga klukkan 8 og nær að halda efri hæðinni á húsinu helv hreinni!
Re: scooba skúringagræja
Sent: Lau 02. Okt 2010 01:45
af Sphinx
Glazier skrifaði:Svona tæki eru allgjört drasl !
true,
Re: scooba skúringagræja
Sent: Lau 02. Okt 2010 02:53
af Dazy crazy
Skiptar skoðanir, þið sem segið þetta drasl, hafið þið prófað eða átt svona?
Re: scooba skúringagræja
Sent: Lau 02. Okt 2010 05:32
af Black
afhverju að ryksuga og skúra ?
Re: scooba skúringagræja
Sent: Lau 02. Okt 2010 11:38
af Saber
Ég væri líka til í að heyra fleiri reynslusögur af þessu. Ég var að skoða þetta á tímabili, en þetta er viðbjóðslega dýrt. Ódýrasta týpan var minnir mig 60-70 þús. frá umboðinu.
Re: scooba skúringagræja
Sent: Lau 02. Okt 2010 11:53
af Glazier
Dazy crazy skrifaði:Skiptar skoðanir, þið sem segið þetta drasl, hafið þið prófað eða átt svona?
Amma mín keypti sér svona.. hélt að þetta væri voða sniðugt, þetta ryksugar bara þvers og kruss, engin regla á því hvert þetta fer eða neitt.
Re: scooba skúringagræja
Sent: Lau 02. Okt 2010 13:01
af Dazy crazy
Glazier skrifaði:Dazy crazy skrifaði:Skiptar skoðanir, þið sem segið þetta drasl, hafið þið prófað eða átt svona?
Amma mín keypti sér svona.. hélt að þetta væri voða sniðugt, þetta ryksugar bara þvers og kruss, engin regla á því hvert þetta fer eða neitt.
Hahahaha, þetta er eiginlega lýsing á robomopinum mínum