Ég hef bara prófað kick-boxið hjá þeim, var í því í kannski 2 mánuði og fannst það mjög gott og gaman. Hef æft fótbolta frá því ég var lítill polli en sjaldan svitnað jafn mikið og tekið jafn vel á og á þessum æfingum, auk þess sem það er ekki slæmt að kunna undirstöðuna í einhverri sjálfsvörn.
Nokkrir vinir mínir hafa svo verið í Brazilian Jui-Jitzu eða hvernig sem það er skrifað hjá þeim og hafa bara góða sögu að segja
Eini ókosturinn er að þetta kostar ágætis pening, var í kringum 7000kr.- á mánuði þegar ég var, það er ekki mikið ef þú horfir á það að þú megir mæta þarna eins og þú vilt, en fæstir gera það nú svo yfirleitt endar þetta í ca. 1000kall fyrir tímann. En þetta skilur meira eftir sig heldur en bíó- eða keiluferð svo ég ætla ekki að kvarta of mikið yfir kostnaðnum