Ég veit vel að konur og karlar eru ekki eins.
Virðist ekki gera þér grein fyrir því.
En snúum dæminu við.
Snúðu því þá við, ekki segja þetta og búa svo til nýtt dæmi.
Þú ert ákærður fyrir að eiga óguðlegt magn af marijúana og við því liggur dauðarefsing, viltu að það sitji bara konur í kviðdóminum?
Vil ég að bara konur sitji í kviðdóminum?
Fyrst af öllu vil ég benda á það að mér kemur ekki við hver situr í kviðdóminum, nú veit ég ekki hvar ég er staddur í heiminum í þessu dæmi þínu (tæplega á Íslandi) en það væri eflaust handahófskennt val úr úrtaki sem spannar alla kosningabæra íbúa, og svo mögulega repeal réttur hjá báðum hliðum lögsóknarinnar.
eða mundir þú kjósa að kviðdómurinn endurspeglaði "samfélagið" með t.d. ekki meira en 60/40 skiptingu milli kynja.Því næst vil ég benda þér á það að ég myndi skoða það hvort að kviðdómar með hærra hlutfall af konum dæmi oftar eða ekki "guilty" í dauðadómsmálum og byggja svar mitt á því,
ekki einhverjum fáránlegum pælingum um það hvort að ég vilji að kviðdómurinn endurspegli samfélagið - hver ætti mögulega að velja það án þess að skoða valmöguleikann sem að gæti mjög vel verið hinn betri kostur en handahófskennd dreifing.
Ég myndi byggja svar mitt á þessum gögnum, sem að ég ætla enganveginn að hafa fyrir því að safna þegar að líf mitt liggur ekki við.
Í þínu dæmi þá lítur út fyrir að ég vilji að Alþingi kjósi konum í hag í 50% tilvika
Það ætti ekki að vera mikið mál að athuga hvort að það er vottur af sannleika í þessum orðum þínum.
Við byrjum á því að skoða öll hlutföll, prósentur eða tölur sem að ég er með í svarinu mínu - og finnum út að ég sagði hvergi "helmingur" "50%" eða "jafnt" talandi um kosningarétt kviðdómsins.
Því næst ályktum við (í enn eitt skiptið) að þú hafir ekki getuna í að fylgja 50 orða innleggi - sama hversu oft þú mátt lesa það(eins oft og þú vilt).
Við endum svo innleggið á því að segjast aldrei ætla að pósta innleggi í þennan þráð af hreinu tilgangsleysi - rapport má hérmeð gubba hverju sem er útúr sér
á þessum þræði án þess að ég hafi fyrir því að leiðrétta hann af hræðslu við að einhver lesi þetta og telji það sannleik - það er hvorki mikil umferð hérna né er hún óhæf í lestri.