Síða 1 af 1

Vantar nokkuð í þig? Eða er þetta bara eðlilegt?

Sent: Fös 17. Sep 2010 22:46
af GuðjónR
Ég legg ekki í vana minn að birta tölvupósta sem ég fæ á vaktina en núna er mér ofboðið og ætla ég að birta einn.
Í dag var spjallið okkar spammað, ekki útlenskir spammarar heldur íslenskir, stofnaður var nýr notandi í þessum tilgangi.
Eins og ég geri undantekningarlaust við alla spammar þá eyddi ég honum út án aðvörunar.
Þegar erlendir spammarar eiga í hlut þá eru yfirleitt engir eftirmálar, íslenskir spammarar virðast eitthvað tregari ](*,)

Allaveganna þá get ég ekki mælt með því að þið verslið við fólk sem hagar sér svona, ég ætla að birta bréfið copy/paste eins ég það barst mér.
Ég ætla ekki að svara þessu bréfi öðruvísi en að birta það hér enda virðist vefsjórinn eiga eitthvað bágt.
Dæmi svo hver fyrir sig.


frá Vefstjóri <treyjur@treyjur.com>
til vaktin@vaktin.is
dagsetning 17. september 2010 21:53

Titill : Vantar nokkuð í þig? Eða er þetta bara eðlilegt?

Afhverju bannar þú iptöluna, ertu algjörlega gerilsneyddur allri skynsemi?
Getur þú ekki gefið aðvörun í tölvupósti?
Getur þú ekki gefið skýringu á banni áður en þú bannar?
Það er ágætt að maður getur þá bara talað illa um ykkur af því að þið getið ekki komið hreint fram og gefið aðvaranir áður en þið bannið.
Ef þetta eru vinnubrögðin, þá er nú alveg spurning um ykkar framlag til netsamfélagsins.
Reyndu nú að koma almennilega fram og gefa einhverja almennilega skýringu á banni eða aflétta því nú þegar.
Treyjur.com

Re: Vantar nokkuð í þig? Eða er þetta bara eðlilegt?

Sent: Fös 17. Sep 2010 22:51
af intenz
ertu algjörlega gerilsneyddur allri skynsemi?


Er Gillzenegger nokkuð á bakvið þetta kompaní?

Re: Vantar nokkuð í þig? Eða er þetta bara eðlilegt?

Sent: Fös 17. Sep 2010 22:52
af BjarkiB
Rosalega "þroskaðir" sölumenn/eigandur þarna, annars er þetta ekki fyrirtækið sem kaupir og selur fake-aðar treyjur?

Re: Vantar nokkuð í þig? Eða er þetta bara eðlilegt?

Sent: Fös 17. Sep 2010 22:56
af AntiTrust
"Talað illa um ykkur.." ?

Ykkur moddana? Okkur notendurnar, og samfélagið í heild?

Hugsa að flestir hérna sjái þetta sem spam, fyrir utan það að netsvæði eru engin lýðræðisríki.

Ef ég væri að reka mitt eigið vefsvæði sé ég ekki hverjum það kemur við hverja ég banna og afhverju.

Re: Vantar nokkuð í þig? Eða er þetta bara eðlilegt?

Sent: Fös 17. Sep 2010 22:57
af Jim
AntiTrust skrifaði:"Talað illa um ykkur.." ?

Ykkur moddana? Okkur notendurnar, og samfélagið í heild?

Hugsa að flestir hérna sjái þetta sem spam, fyrir utan það að netsvæði eru engin lýðræðisríki.

Ef ég væri að reka mitt eigið vefsvæði sé ég ekki hverjum það kemur við hverja ég banna og afhverju.


"Mín síða, mínar reglur" á vel við hér.

Re: Vantar nokkuð í þig? Eða er þetta bara eðlilegt?

Sent: Fös 17. Sep 2010 23:22
af GuðjónR
Já...auðvitað væri hægt að svara þessu á margan hátt, eins og t.d. með "Mín síða mínar reglur"...
Ég hugsa reyndar ekki þannig, mér finnst spjallið vera löngu yfir mig hafið, ég er bara einn dropi í hafið hérna.
Og oft þegar koma upp mál sem eru flókin þá varpa ég boltanum yfir á grænu kallana mína og bið þá um að taka ákvörðun.
Ekki það að ég treysti mér ekki til þess, heldur til þess að hafa spjallið lýðræðislegra, og koma í veg fyrir að hagsmunapælingar og samsæriskenningar.

Það sem gerir þetta samfélga okkar að samfélagi er að allir eru jafnir, allir eiga rétt á skoðunum sínum og að koma þeim á framfæri, það er tekið á dónaskap með festu, ritskoðun er bönnuð og málfrelsi í hávegum haft svo lengi sem það fer ekki út í dónaskap eða er beint til að koma höggi á aðra persónu, og spammi er eytt án viðvörunar.

Ég hefði svo sem verið til í að endurskoða bannið ef ég hefði fengið kurteysislegra bréf, en ég hef lítinn áhuga á því að spjalla við svona lið og efast um að þið hafið það heldur.

p.s. intenz, ef þetta væri Gillz að tjá sig þá væri lítið annað að gera en að láta ÓmarSmith flengja hann, efast um að þetta sé Gillz :)

Re: Vantar nokkuð í þig? Eða er þetta bara eðlilegt?

Sent: Fös 17. Sep 2010 23:45
af Minuz1
GuðjónR skrifaði:Já...auðvitað væri hægt að svara þessu á margan hátt, eins og t.d. með "Mín síða mínar reglur"...
Ég hugsa reyndar ekki þannig, mér finnst spjallið vera löngu yfir mig hafið, ég er bara einn dropi í hafið hérna.
Og oft þegar koma upp mál sem eru flókin þá varpa ég boltanum yfir á grænu kallana mína og bið þá um að taka ákvörðun.
Ekki það að ég treysti mér ekki til þess, heldur til þess að hafa spjallið lýðræðislegra, og koma í veg fyrir að hagsmunapælingar og samsæriskenningar.

Það sem gerir þetta samfélga okkar að samfélagi er að allir eru jafnir, allir eiga rétt á skoðunum sínum og að koma þeim á framfæri, það er tekið á dónaskap með festu, ritskoðun er bönnuð og málfrelsi í hávegum haft svo lengi sem það fer ekki út í dónaskap eða er beint til að koma höggi á aðra persónu, og spammi er eytt án viðvörunar.

Ég hefði svo sem verið til í að endurskoða bannið ef ég hefði fengið kurteysislegra bréf, en ég hef lítinn áhuga á því að spjalla við svona lið og efast um að þið hafið það heldur.

p.s. intenz, ef þetta væri Gillz að tjá sig þá væri lítið annað að gera en að láta ÓmarSmith flengja hann, efast um að þetta sé Gillz :)


En ert þú ekki eitthvað að villast...það er annað spjall hérna fyrir mac notendur :P

Re: Vantar nokkuð í þig? Eða er þetta bara eðlilegt?

Sent: Fös 17. Sep 2010 23:50
af lukkuláki
Ætti Treyjur.com ekki frekar að vera Tregur.com

Barnalegt "skammarbréf" frá þeim

Re: Vantar nokkuð í þig? Eða er þetta bara eðlilegt?

Sent: Fös 17. Sep 2010 23:51
af chaplin
Það er ágætt að maður getur þá bara talað illa um ykkur


Haha, hvílíkur hálfviti. Spam er spam, þetta er ekki flókið. Og að vera með svona stæla borgar sig aldrei. Ég held það sé best að hunsa þennan jólasvein algjörlega.

Fyndin síða samt, öll verð í dollurum, með host auglýsingar á vefnum, svo treyjur sem maður getur fundið á flóamörkuðum út um allan heim á $2, gef henni viku.. :lol:

Re: Vantar nokkuð í þig? Eða er þetta bara eðlilegt?

Sent: Lau 18. Sep 2010 00:17
af Klemmi
daanielin skrifaði:getur fundið á flóamörkuðum út um allan heim á $2, gef henni viku.. :lol:


Tek því veðmáli fyrst þú vildir ekki veðja um Foxconn borðið í morgun!

You're on!

Re: Vantar nokkuð í þig? Eða er þetta bara eðlilegt?

Sent: Lau 18. Sep 2010 01:36
af Daz
FIGHT FIGHT FIGHT!!!

Re: Vantar nokkuð í þig? Eða er þetta bara eðlilegt?

Sent: Lau 18. Sep 2010 01:44
af biturk
annar hvor þeirra verðu
:dead


á morgun :-k

Re: Vantar nokkuð í þig? Eða er þetta bara eðlilegt?

Sent: Lau 18. Sep 2010 02:04
af Viktor
daanielin skrifaði:
Það er ágætt að maður getur þá bara talað illa um ykkur


Haha, hvílíkur hálfviti. Spam er spam, þetta er ekki flókið. Og að vera með svona stæla borgar sig aldrei. Ég held það sé best að hunsa þennan jólasvein algjörlega.

Fyndin síða samt, öll verð í dollurum, með host auglýsingar á vefnum, svo treyjur sem maður getur fundið á flóamörkuðum út um allan heim á $2, gef henni viku.. :lol:

°
Þetta eru svona 0,5$ treyjur með buxunum, tók eftir því að Adidas lógóin eru blörruð út á síðunni (Chelsea treyju).

Re: Vantar nokkuð í þig? Eða er þetta bara eðlilegt?

Sent: Lau 18. Sep 2010 07:45
af teitan
Þessi strumpur var líka með gjafir.com, nenni ekki að fara út í þá sögu sem ég hef af þessum gæja en þetta er algjört fífl... :evil: