Síða 1 af 1

fyriralla.is

Sent: Fös 17. Sep 2010 11:44
af rapport
Ég er alltaf að benda á góða díla hérna og lnagar að koma þessum að.

Loksins er manni mögulegt að komast í batterý á viðráðanlegu verði.

Hér...

Ég fékk stóra rafhlöðu (9cellu) í IBM R60 (sama og í T60) frá þeim fyrir skemmstu og gæti ekki verið sáttari, sparaði rúman 5-6.þ kall með því að bíða í nokkra daga eftir vörunni.

Pantaði einnig fyrir félaga minn í leiðinni batterý í gamla MSI eða ASUS vél sem hvergi var hægt að fá batterý í, og verslunin (minnir TL) hafði sagt að væri ekki lengur framleidd.

Er MJÖG sáttur...

Re: fyriralla.is

Sent: Fös 17. Sep 2010 16:01
af dori
Þetta er bara netverslun? Hvernig var að eiga viðskipti við þetta fyrirtæki?

Re: fyriralla.is

Sent: Fös 17. Sep 2010 17:24
af rapport
Ég fékk að vera með í fyrstu eða annarri sendingunni sem þeir pöntuðu, þeir voru enn að fínpússa ferlið en létu mann vita hvenær væri von á vörunum til landsins og það stóðst.

Ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar hjá þeim en ég rúllaði í Sundaborg að sækja batterýin þegar þau komu, þar var risa verslun en þar voru bara venjuleg og iðnaðarbatterý á boðstólum ásamt einhverju meira dóti.

Held að þessi fartölvubatterý séu bara einhver aukabúgrein hjá þeim sem stendur...


p.s. ég fór nú bara að skoða síðuna núna almennilega...

http://www.fyriralla.is/vorur/flokkur/alpokar-og-alteppi

Það er ekki allstaðar hægt að fá svefnpoka á innan við 1.000kr. :nerd_been_up_allnight

og 5.210 fyrir einn mest nasty brandara EVER = úða yfir bíl félagans eða bara á félagann... (engin ábyrgð tekin á þessum ummælum)...

Re: fyriralla.is

Sent: Fös 17. Sep 2010 19:08
af brölti
Ég hef nú ekki keypt tölvurafhlöðu hjá þeim, en kallinn á einhverja fornaldar borvél keypta í verkfæralagernum held ég á sínum tíma og hægt er að breyta í stingsög og eitthvað fleira og auðvitað framleiðandinn farinn á hausinn og ekki hægt að fá í hana batterí en þeir hjá http://www.fyriralla.is smíðuðu nýtt batterí fyrir kallinn sem hefur tekið gleði sína á ný og farinn að bora og saga. Ég hefði verið búinn að henda draslinu en ekki kallinn enda með nokkurnveginn nýja vél núna. Bara flott.

Smá viðbót:

Var að fá mér "Svefnpoka" á http://www.fyriralla.is góður í vélsleðann fyrir veturinn =D>
Veit einhver hvort er fyrir alla (mig og alla hina) eða fyrir Alla? einhver múslimaguð eða eitthva þannig...

Re: fyriralla.is

Sent: Sun 19. Sep 2010 10:28
af JReykdal
Þá er það bara spurningin:

Hver er Alli?

Re: fyriralla.is

Sent: Sun 19. Sep 2010 16:37
af Viktor
brölti skrifaði:Ég hef nú ekki keypt tölvurafhlöðu hjá þeim, en kallinn á einhverja fornaldar borvél keypta í verkfæralagernum held ég á sínum tíma og hægt er að breyta í stingsög og eitthvað fleira og auðvitað framleiðandinn farinn á hausinn og ekki hægt að fá í hana batterí en þeir hjá http://www.fyriralla.is smíðuðu nýtt batterí fyrir kallinn sem hefur tekið gleði sína á ný og farinn að bora og saga. Ég hefði verið búinn að henda draslinu en ekki kallinn enda með nokkurnveginn nýja vél núna. Bara flott.

Smá viðbót:

Var að fá mér "Svefnpoka" á http://www.fyriralla.is góður í vélsleðann fyrir veturinn =D>
Veit einhver hvort er fyrir alla (mig og alla hina) eða fyrir Alla? einhver múslimaguð eða eitthva þannig...


Ég finn lykt af auglýsingu.

Re: fyriralla.is

Sent: Sun 19. Sep 2010 16:46
af rapport
Mér finnst reyndar fyndnast að ég hélt að þetta væri e-h pinku fyfirtæki sem þyrfti smá PR hjálp en svo hafa bara heilmargir verslað við þá...

Re: fyriralla.is

Sent: Mán 20. Sep 2010 11:01
af rapport
p.s. http://www.fyriralla.is hugmyndin er greinilega stolin..

SJÁ HÉR

Þá liggur í augum uppi hver þessi Alli er...