Síða 1 af 1

Góð myndavél?

Sent: Þri 07. Sep 2010 21:16
af BjarkiB
Sælir/ar vaktarar,

Langar svoldið að fá mér almennilega myndavél. Ekki digital myndvél heldur SLR (heitir þær ekki annars það?) myndvél. Er allveg byrjandi í svona málum svo já hvað mælið þið með? Ekkert of dýra samt, ekki mikið yfir 120 þús.

kv.Tiesto

edit. Hef ekki hugmynd hvað þetta heitir, vill ekki litlu venjulegu myndavélarnar heldur þessar svörtu góðu :lol:

Re: Góð myndavél?

Sent: Þri 07. Sep 2010 21:19
af MatroX
kíktu á Ljósmyndari.is, mæli með henni. það detta oftast þarna inn góðar vélar fyrir lítið

Re: Góð myndavél?

Sent: Þri 07. Sep 2010 21:22
af BjarkiB
Davian skrifaði:kíktu á Ljósmyndari.is, mæli með henni. það detta oftast þarna inn góðar vélar fyrir lítið


Þakka svarið, verð samt aðeins að vita fyrst hvað ég er að fara í. Ætla ekki að eyða peningnum mínum í eitthvað rusl.

Re: Góð myndavél?

Sent: Þri 07. Sep 2010 21:31
af SolidFeather
SLR eru filmuvélar.

DSLR eru digital vélar.

Re: Góð myndavél?

Sent: Þri 07. Sep 2010 21:32
af teitan
Kíktu á http://www.ljosmyndakeppni.is þar geturðu fundið marga góða þræði um akkúrat þetta að kaupa sér sína fyrstu DSLR vél... og einnig er þar mjög virkur markaður með notaðar myndavélar...

Re: Góð myndavél?

Sent: Þri 07. Sep 2010 21:47
af BjarkiB
Eftir svona fyrstu leit hef ég séð að fólk er að byrja með myndvélum eins og þessar:
Canon 1000D http://www.bt.is/vorur/vara/id/11345
eða
Canon 30D http://canon.nyherji.is/html/eos-30d.html

Re: Góð myndavél?

Sent: Þri 07. Sep 2010 21:51
af SolidFeather
SKiptir engu máli hvað þú byrjar með, þetta er allt eins.

Re: Góð myndavél?

Sent: Þri 07. Sep 2010 22:00
af biturk
keiptu þér notaða fyrstu vél, lang gáfulegast, færð oft fullt af fylgihlutum með fyrir töluvert minni pening.


þeir sem eiga svona vélar fara í lang flestum til fellum mjög vel með þær!

Re: Góð myndavél?

Sent: Þri 07. Sep 2010 22:03
af BjarkiB
biturk skrifaði:keiptu þér notaða fyrstu vél, lang gáfulegast, færð oft fullt af fylgihlutum með fyrir töluvert minni pening.


þeir sem eiga svona vélar fara í lang flestum til fellum mjög vel með þær!


Reyni þá að finna, endilega bendið mér á ef þið rekist í eitthverja notaða.

Re: Góð myndavél?

Sent: Þri 07. Sep 2010 22:19
af Sh4dE
Ég mæli með xxD línunni frá Canon ef að þig langar í gæða vél sem getur marg annars eru xxxD Vélarnar frá Canon líka mjög fínar getur fengið t.d. Canon 450D á fínan pening lét mína svoleiðis t.d. á 90 kall með linsu tösku korti og fjarstýringu og já eins og var sagt hér á undan er bara um að gera að fylgjast með notaða markaðnum á http://www.ljosmyndakeppni.is
P.S. ég þekki lítið til Nikon, Olympus eða Sigma vélanna en eins og allir mæla alltaf með þá er um að gera að fá bara að handleika gripinn og velja sér síðan hvað skal fá sér gangi þér síðan vel að velja.
Kv Gísli