Síða 1 af 1

Notkun á high-end búnaði

Sent: Fös 03. Sep 2010 17:50
af Larfur
Mér datt bara í hug að spurja hvað menn/konur sem eiga dýrar vélar (high-end, mulningsvélar, what ev ) eru að nota þær í. Eru flestir hérna í leikjaspilun eða myndvinnslu eða eitthvað annað? Do tell

Re: Notkun á high-end búnaði

Sent: Fös 03. Sep 2010 17:59
af GullMoli
Leikjaspilun, upphitun á herberginu mínu (mun koma sér vel í vetur), er einmitt líka að byrja að fikta í 3d modeling, og svo til þess að geta gert ótal hluti í einu án þess að finna fyrir því :)

Re: Notkun á high-end búnaði

Sent: Fös 03. Sep 2010 18:12
af Saber
Mín er kannski ekki alveg efst í pýramídanum, en ég er mega sáttur við hana samt. Þyngsta vinnslan er leikjaspilun og svo videoklippingar að einhverju leiti. Hef þó ekki nennt mikið að vinna í því undanfarið, þar sem að Premiere Pro CS4 er ekki að skora mikið hjá mér. Dytti ekki í hug að borga peninga fyrir þetta drasl forrit. Magnað hvað Adobe forrit bara versna og versna með hverri útgáfunni.

Re: Notkun á high-end búnaði

Sent: Fös 03. Sep 2010 18:27
af bixer
ég er svosem ekki með neitt merkilega vél, ég er samt í öllu. ég er ekki mikill gamer en mér finnst fínt að geta lanað og kíkt í leiki þegar ég hef ekkert skárra að gera, ég nota photoshop þegar ég hef eitthvað merkilegt að gera þar. ég leik mér ekkert í ps. Ég kann einfalda hluti eins og að bæta birtustig og litaskerpu á myndum sem faila og breyta einhverju ómerkilegu. ég er eitthvað í myndvinnslu(premiere pro cs5) en nota það ekkert af viti, bara verkefni fyrir skólann og heimamyndbönd

Edit: gleymdi að minnast á vefsíðufikt, netvafr og að tala við fólk

Re: Notkun á high-end búnaði

Sent: Fös 03. Sep 2010 19:26
af AntiTrust
Massíft multitasking (rosalega auðvelt að vera með mikið í gangi á 3x22"). Svo hef ég hingað til verið rosalega mikið í virtualization fikti, en það er dottið upp f. sig þar sem ég er kominn með xenserver á serverinn.

Af og til smá video encoding, sáralítið um gaming, ef það er e-ð þá er það Flight Sim.

.. Svo bara ánægjan að vita af því að maður getur hent pretty much hverju sem er at it án þess að hafa áhyggjur.

Re: Notkun á high-end búnaði

Sent: Mán 06. Sep 2010 13:21
af Sydney
AntiTrust skrifaði:.. Svo bara ánægjan að vita af því að maður getur hent pretty much hverju sem er at it án þess að hafa áhyggjur.

This.

Ég held að ég nýt þess meira bara að eiga mulningsvél en að actually nota hana :P

Re: Notkun á high-end búnaði

Sent: Mán 06. Sep 2010 13:40
af MatroX
Ég nota mína mest í hljóð, video og myndvinnslu ásamt leikjum en mest vinnu með pro tools. svo er líka bara gaman að eiga vél sem maður þarf ekki að hafa áhyggjur af hvort maður geti keyrt leiki eða forrit.

Re: Notkun á high-end búnaði

Sent: Mán 06. Sep 2010 18:10
af JohnnyX
Sydney skrifaði:
AntiTrust skrifaði:.. Svo bara ánægjan að vita af því að maður getur hent pretty much hverju sem er at it án þess að hafa áhyggjur.

This.

Ég held að ég nýt þess meira bara að eiga mulningsvél en að actually nota hana :P


basicly ástæðan fyrir því að mig langar að kaupa mér einhverja sjúka mulningsvél! :P :oops:

Re: Notkun á high-end búnaði

Sent: Þri 07. Sep 2010 02:36
af davida
Nota vélina mína, ásamt því að spila leiki, í forritun( nokkur instöns af Visual Studio með gagnagrunnum og tilheyrandi segir til sín nokkuð fljótt! ) og hljóðvinnslu.

Re: Notkun á high-end búnaði

Sent: Þri 07. Sep 2010 10:51
af Tiger
Eftir að ég fékk nýja 27" i7 iMacinn minn, þá nota ég hann aðalega bara til að horfa á hann og dáðst af honum :).

Nei nei, Lightroom, photoshop og önnur myndvinnsla er helsta sem ég geri fyrir utan venjulegt netráp. Finnst ég reyndar hafa farið aftur um 13 ár í tölvukunnáttu eftir að ég fór að nota OS X stýrikrefið, en það lærist og verð að segja að þetta hefur komið mér skemmtileag á óvart. Var smeykur að kaupa mér svona dýra græju án þess nokkurntíman hafa prufað OS X, en sé ekki eftir því.

Re: Notkun á high-end búnaði

Sent: Þri 07. Sep 2010 11:35
af ZoRzEr
AntiTrust skrifaði:.. Svo bara ánægjan að vita af því að maður getur hent pretty much hverju sem er at it án þess að hafa áhyggjur.


+1

Róar hugann einhvern veginn. Alltaf gaman að geta spilað alla leiki sem koma út í hæstu gæðum. Alltaf.
Skiptir litlu máli hvað þú hendir í hana, hún sér um það ljúft og auðveldlega. Ég nota vélina einunings til að spila tölvuleiki og horfa á myndir. Hún er mitt áhugamál og leikirnir líka. Hægt og bítandi hefur Steam mappan verið að stækka og er nú kominn í vel á 400gb. Svo nota ég PS3 og Xbox þegar einhverjir exclusive leikir koma út sem mér langar að spila.

Þetta er mikil sýki. Steam accountinn minn er kominn yfir $1.300 og Xbox og PS3 safnið stækkar og stækkar. Hilluplássið er ekkert, allar hillur fullar og rafmagnið slær út ef ég kveiki á of mörgum raftækjum á of stuttum tíma.

Re: Notkun á high-end búnaði

Sent: Þri 07. Sep 2010 13:31
af ManiO
ZoRzEr skrifaði:Þetta er mikil sýki. Steam accountinn minn er kominn yfir $1.300 og Xbox og PS3 safnið stækkar og stækkar. Hilluplássið er ekkert, allar hillur fullar og rafmagnið slær út ef ég kveiki á of mörgum raftækjum á of stuttum tíma.


Flytja í hús sem þú lætur byggja sjálfur ;) Hefur bara sér grein fyrir allar innstungur í tölvuherberginu og þá ættiru að vera góður :8)

Re: Notkun á high-end búnaði

Sent: Þri 07. Sep 2010 14:20
af ZoRzEr
ManiO skrifaði:
ZoRzEr skrifaði:Þetta er mikil sýki. Steam accountinn minn er kominn yfir $1.300 og Xbox og PS3 safnið stækkar og stækkar. Hilluplássið er ekkert, allar hillur fullar og rafmagnið slær út ef ég kveiki á of mörgum raftækjum á of stuttum tíma.


Flytja í hús sem þú lætur byggja sjálfur ;) Hefur bara sér grein fyrir allar innstungur í tölvuherberginu og þá ættiru að vera góður :8)


Heyrðu ég læt bara byggja fyrir mig hús á eftir! Myndir koma á morgun :P

Re: Notkun á high-end búnaði

Sent: Þri 07. Sep 2010 15:00
af Nördaklessa
aðalega í Leiki og kvikmyndir

Re: Notkun á high-end búnaði

Sent: Þri 07. Sep 2010 15:17
af hagur
ManiO skrifaði:
ZoRzEr skrifaði:Þetta er mikil sýki. Steam accountinn minn er kominn yfir $1.300 og Xbox og PS3 safnið stækkar og stækkar. Hilluplássið er ekkert, allar hillur fullar og rafmagnið slær út ef ég kveiki á of mörgum raftækjum á of stuttum tíma.


Flytja í hús sem þú lætur byggja sjálfur ;) Hefur bara sér grein fyrir allar innstungur í tölvuherberginu og þá ættiru að vera góður :8)


Aðeins ódýrari leið væri að skipta 10A öryggjunum út fyrir 13A en nú má víst hafa 13A á venjulegum "ljósagreinum", þar sem aðeins mátti hafa 10A áður. :wink:

Það var rafvirki hjá mér um daginn að endurnýja innvolsið í rafmagnstöflunni. Núna er ég bara með 13A þar sem áður voru 10A. Allt annað líf. Ryksuguhelvítið er a.m.k hætt að slá út rafmagninu hjá mér =D>