Síða 1 af 2

Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 15:29
af intenz
Nú getur maður skráð sig úr Þjóðkirkjunni rafrænt og þarf þ.a.l. ekki að standa upp til þess. :)

http://www3.fmr.is/pages/1037

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 15:39
af Revenant
Þetta er samt pínu feik þessi rafræn skil. Þarna er bara notaður auðkenningarhluti skilríkisins til að "skrifa undir" í stað þess að skrifa undir með skilríkinu sjálfu (sem er nota bene jafngilt undirskrift í lögum).

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 15:40
af intenz
Þú getur einnig notað veflykil ríkisskattstjóra.

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 16:00
af benson
frábært

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 16:36
af GullMoli
Þá er ég loksins búinn að þessu :D

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 17:13
af intenz
GullMoli skrifaði:Þá er ég loksins búinn að þessu :D

Já ég var engan veginn að nenna að keyra þangar niður eftir og standa í röð.

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 17:24
af GullMoli
intenz skrifaði:
GullMoli skrifaði:Þá er ég loksins búinn að þessu :D

Já ég var engan veginn að nenna að keyra þangar niður eftir og standa í röð.


Nei einmitt sama hér.

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 17:57
af Hvati
intenz skrifaði:
GullMoli skrifaði:Þá er ég loksins búinn að þessu :D

Já ég var engan veginn að nenna að keyra þangar niður eftir og standa í röð.

sama hér, þá er maður loksins búinn að þessu :)

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 18:59
af Larfur
Ég er ekki alveg inní þessari umræðu, afhverju finnst mér eins og þetta sé orðið eitthvað trend nýlega, að skrá sig úr þjóðkirkjunni þ.a.s.

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 19:08
af Klemmi
Larfur skrifaði:Ég er ekki alveg inní þessari umræðu, afhverju finnst mér eins og þetta sé orðið eitthvað trend nýlega, að skrá sig úr þjóðkirkjunni þ.a.s.

Því fyrrverandi biskup misnotaði börn og konur, núverandi biskup og fleiri prestar hjálpuðu til við að hylja yfir með því og töluðu fórnarlömbin frá því að tilkynna glæpina til lögreglu og gerðu það að sjálfsögðu ekki heldur sjálfir.

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 19:28
af g0tlife
ætla fara í ásatrúna.

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 19:42
af Larfur
Klemmi skrifaði:
Larfur skrifaði:Ég er ekki alveg inní þessari umræðu, afhverju finnst mér eins og þetta sé orðið eitthvað trend nýlega, að skrá sig úr þjóðkirkjunni þ.a.s.

Því fyrrverandi biskup misnotaði börn og konur, núverandi biskup og fleiri prestar hjálpuðu til við að hylja yfir með því og töluðu fórnarlömbin frá því að tilkynna glæpina til lögreglu og gerðu það að sjálfsögðu ekki heldur sjálfir.


Ahh man þetta núna.

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 20:20
af daniellos333
ég ætla að skrá mig, þá get ég loksins orðið officially kristinn..

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 20:29
af Leviathan
Larfur skrifaði:Ég er ekki alveg inní þessari umræðu, afhverju finnst mér eins og þetta sé orðið eitthvað trend nýlega, að skrá sig úr þjóðkirkjunni þ.a.s.

Kominn tími til segji ég nú bara, alltof margir sem eru skráðir í þjóðkirkjuna en trúa svo ekki einusinni á guð. Leggja þessa stofnun niður eins og skot!

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 22:23
af FriðrikH
Nokkuð sama um stofnunina sem slíka, en mér finnst algerlega fáránlegt að ekki sé búið að skilja algerlega á milli ríkis og kirkju á 21. öldinni. Út í hött að prestar þjóðkirkjunnar fái laun frá ríkinu og hvað þá þetta há laun. Peningunum held ég að væri betur varið í að greiða lögreglumönnum, slökkviliðsmönnum, kennurum og fleirum betri laun.

Ég skil ekki hvernig er hægt að réttlæta að almenningur greiði laun presta sem allur almenningur sækir ekki einu sinni þjónustu til.

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 22:32
af Gunnar
stendur í skjalinu
3. Gjald einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi, hefur verið afnumið
stenst þetta? sleppir maður þá að borga í hí eða svoleiðis?

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 22:38
af Gúrú
Gunnar skrifaði:stendur í skjalinu
3. Gjald einstaklings, sem hvorki er í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi, hefur verið afnumið
stenst þetta? sleppir maður þá að borga í hí eða svoleiðis?


Varla fær maður skattaafslátt eða skattaendurgreiðslu fyrir þetta.

Þá fyrst væri loksins óneitanlegt að þjóðkirkjan fær sóknargjöld en ekki félagsgjöld.

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 23:05
af daniellos333
Afhvrju þurfum við að borga fyrir trú okkar anyway, þetta er ekkert nema peningahræsn, ég er nokkuð viss um að ef guð er til að þá þurfi hann ekki mennska peninga frá okkur til að verða ánægður..

Og já ég veit að kirkjan þarf peninga til að starfa en við skulum sætta okkur við veruleikann, það er löngu búið að uppgötva vísindaleg lög um það sem fólk héldi að væri verk þess yfirnáttúrulega, svo sem eldingar, jarðskjálftar, flóð og svo framvegis, og í sambandi með allt þetta óraunverulega eins og þegar móses lyfti fljótinu og eitthvað svona, ég meina, þetta er á móti öllum lögum náttúrunnar, samkvæmt niðurskrifuðum, sönnuðum staðreyndum þá er þetta ekki hægt, það eru meiri líkur á að þetta sé skáldskapur eða einhversskonar viðlíking til að gefa einhvern boðsskap heldur en að þetta hafi í alvörunni gerst..

Þannig að ég segi bara hættum að flækja í hausnum á ungum óreyndum hugum og kennum þeim rök en gefum þeim seinna meir tækifæri á von, þegar þau skilja hvernig heimurinn virkar í raun þá gætum við kennt þeim um kristna trú og þá geta þau ákveðið hvort þau vilja trúa því og halda í þá von um að biblíann sé eini sanni heilagi sannleikurinn um lífið..

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 23:06
af GuðjónR
Takk fyrir þetta nafni, ég er búinn að skrá mig úr þessum glæpasamtökum.
Nú er bara að fá konuna til að gera það sama og skrá síðan börnin út þaðan líka.
Alltaf hægt að skrá sig aftur ef þeir iðrast og breyta starfsháttum sínum.

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 23:08
af Revenant
Um sóknargjald

Sóknargjald, sem manna á meðal er oft kallað kirkjuskattur eða félagsgjöld trúfélaga, er eiginlega nefskattur sem gjaldskyldir menn greiða. Samkvæmt lögum nr. 91/1987 er kveðið á um að þjóðkirkjan og skráð trúfélög eigi ákveðna hlutdeild í tekjuskatti. Sóknargjaldið reiknast fyrir hvern þann sem orðinn er 16 ára hinn 31. desember árið áður en gjaldár hefst. Gjald einstaklings sem skráður er í þjóðkirkjunni rennur til þess safnaðar sem hann tilheyrir. Gjald einstaklings sem tilheyrir skráðu trúfélagi rennur til hlutaðeigandi trúfélags. Gjald einstaklinga, sem hvorki eru í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi, rann til skamms tíma til Háskóla Íslands. Það hefur nú verið fellt niður og þess í stað fær Háskóli Íslands bein framlög frá ríkissjóði.

Fjárhæð sóknargjaldsins á árinu 2010 er 767 kr. á mánuði.


Source

Eftir því sem ég skil þetta rétt þá fær ríkið peninginn ef maður er skráður utan trúfélaga.

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Mið 01. Sep 2010 23:30
af Gunnar
Revenant skrifaði:
Um sóknargjald

Sóknargjald, sem manna á meðal er oft kallað kirkjuskattur eða félagsgjöld trúfélaga, er eiginlega nefskattur sem gjaldskyldir menn greiða. Samkvæmt lögum nr. 91/1987 er kveðið á um að þjóðkirkjan og skráð trúfélög eigi ákveðna hlutdeild í tekjuskatti. Sóknargjaldið reiknast fyrir hvern þann sem orðinn er 16 ára hinn 31. desember árið áður en gjaldár hefst. Gjald einstaklings sem skráður er í þjóðkirkjunni rennur til þess safnaðar sem hann tilheyrir. Gjald einstaklings sem tilheyrir skráðu trúfélagi rennur til hlutaðeigandi trúfélags. Gjald einstaklinga, sem hvorki eru í þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi, rann til skamms tíma til Háskóla Íslands. Það hefur nú verið fellt niður og þess í stað fær Háskóli Íslands bein framlög frá ríkissjóði.

Fjárhæð sóknargjaldsins á árinu 2010 er 767 kr. á mánuði.


Source

Eftir því sem ég skil þetta rétt þá fær ríkið peninginn ef maður er skráður utan trúfélaga.

það stendur hvergi þarna í þessum texta.
það stendur að um tíma rann gjaldið til HÍ sem hefur verið fellt niður og fær HÍ nú bein framlög frá ríkissjóði. ekkert um að við þurfum að borga í ríkissjóðinn.

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Fim 02. Sep 2010 08:08
af blitz
Þessi ~800kr sem þið borgið á mánuði fer í staðinn í ríkiskassann, þar er hann hugsanlega notaður til þess að borga kennurum/lögreglumönnum etc etc

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Fim 02. Sep 2010 08:43
af GuðjónR
blitz skrifaði:Þessi ~800kr sem þið borgið á mánuði fer í staðinn í ríkiskassann, þar er hann hugsanlega notaður til þess að borga kennurum/lögreglumönnum etc etc

Líst vel á það.
Við erum sex á okkar heimili, 800x12x6 = 57.600 á ári sem glæpasamtökin fá frá okkur, þá vil ég frekar að lögreglan/kennararnir fái peninginn.
Ekki barnaníðingar og nauðgarar eða tengdir aðilar sem verja þá.

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Fim 02. Sep 2010 10:46
af benson
daniellos333 skrifaði:Afhvrju þurfum við að borga fyrir trú okkar anyway, þetta er ekkert nema peningahræsn, ég er nokkuð viss um að ef guð er til að þá þurfi hann ekki mennska peninga frá okkur til að verða ánægður..

Og já ég veit að kirkjan þarf peninga til að starfa en við skulum sætta okkur við veruleikann, það er löngu búið að uppgötva vísindaleg lög um það sem fólk héldi að væri verk þess yfirnáttúrulega, svo sem eldingar, jarðskjálftar, flóð og svo framvegis, og í sambandi með allt þetta óraunverulega eins og þegar móses lyfti fljótinu og eitthvað svona, ég meina, þetta er á móti öllum lögum náttúrunnar, samkvæmt niðurskrifuðum, sönnuðum staðreyndum þá er þetta ekki hægt, það eru meiri líkur á að þetta sé skáldskapur eða einhversskonar viðlíking til að gefa einhvern boðsskap heldur en að þetta hafi í alvörunni gerst..

Þannig að ég segi bara hættum að flækja í hausnum á ungum óreyndum hugum og kennum þeim rök en gefum þeim seinna meir tækifæri á von, þegar þau skilja hvernig heimurinn virkar í raun þá gætum við kennt þeim um kristna trú og þá geta þau ákveðið hvort þau vilja trúa því og halda í þá von um að biblíann sé eini sanni heilagi sannleikurinn um lífið..


Fyrir utan þetta þá geta trúarbrögð líka verið skaðleg. Sem dæmi eru trúarhópar, sérstaklega í USA, mikið á móti stofnfrumurannsóknum sem gætu umturnað lífi fólks með mænuskaða og Alzheimer. Ég veit ekki hvernig staðan er á svona öfganöttara hópum hérna á Íslandi en ég vil allavega ekki tilheyra eða eyða peiningum í hóp sem stendur í vegi fyrir framförum vísinda.

Re: Skráning í/úr trúfélagi rafrænt

Sent: Fim 02. Sep 2010 11:56
af BjarniTS
Kynni þið ykkur alltaf þegar þið kaupð tölvur o.s.f hvort að það séu nokkuð barnaperrar við stórnvölin hjá viðkomandi fyrirtækjum ?

"Aldrei skal ég kaupa CPU frá ##Fyrirtæki## , fokkin barnaperri sem vinnur þar í tæknideild."




Finnst þetta heimskuleg úr-skráning og heimskulegt að kjósa sér að vera boðberi svona hluta.

Þú sem einstaklingur hefur það bara ágætt og það er að mörgu leyti því að þakka að þú býrð í landi sem er mótmælendatrúar.