Síða 1 af 1

Djöfulsins vesen hjá Símanum.

Sent: Sun 29. Ágú 2010 17:40
af donzo
Útaf einhverri ástæðu er tengingunni minni takmarkað í 64kb núna þótt ég er ekki farinn yfir gagnanotkunina, svo ákvað ég að kíkja á póstinn sem er skráð með internetið og þetta er bara bull.

Þetta fékk ég 23 Ágúst :

Kæri viðskiptavinur, **************@simnet.is

Skráð gagnanotkun þín frá útlöndum á tímabilinu 01.08.2010 til 23.08.2010 er 111318 MB.

Innifalið erlent gagnamagn í áskriftarleiðinni er 122880 MB.

Bestu kveðjur,
Starfsfólk Símans

Smelltu hér til að sjá ítarlegar upplýsingar um gagnanotkun þína.
https://thjonustuvefur.siminn.is/thjonu ... notkun.jsp

Sama dag aftur fékk ég þetta :

Kæri viðskiptavinur; *****************@simnet.is
Erlent niðurhal í þessum mánuði hefur nú náð 120 GB og er því orðið meira en innfalið gagnamagn í áskriftarleið þinni.
Innifalið gagnamagn hefur nú verið aukið um 10 GB og gjaldfærast 1.500 kr. fyrir stækkunina á næsta reikningi. Gagnamagnið gildir út mánuðinn.
Kveðja, starfsfólk Símans

Svo nuna í nótt fékk ég þetta :

Kæri viðskiptavinur; ***********@simnet.is
Erlent niðurhal í þessum mánuði hefur nú náð 119.3 GB sem er umfram innifalið erlent gagnamagn. Hraðinn á tengingunni þinni til útlanda hefur nú verið takmarkaður. Takmörkun á hraða til útlanda verður afnumin við kaup á auknu gagnamagni eða um næstu mánaðamót.
Hér http://www.siminn.is getur þú keypt þér aukið gagnamagn.
Kveðja, starfsfólk Símans

Hvað í fjáranum er í gangi ?
Er búið að auka greiðsluna um 1500kr með þessi auka 10gb gagnamagn sem við þurftum ekkert?
Einhverjir hérna sem vinnur hjá Símanum sem er til í að svara með þetta.

Re: Djöfulsins vesen hjá Símanum.

Sent: Sun 29. Ágú 2010 17:44
af biturk
talaðu bara við símann á morgun

Re: Djöfulsins vesen hjá Símanum.

Sent: Sun 29. Ágú 2010 17:47
af donzo
biturk skrifaði:talaðu bara við símann á morgun


Ég nú hringdi í þá í dag til að kvarta með að það var lækkað tenginguna þótt við værum ekki farinn yfir gagnanotkunina, ég var þá ekkert buinn að kíkja á póstinn samt, þeir sögðust ætla að kippa þessu í lag einhverntímann í dag eða einhvað svoleiðis, svo finnst mér jafnvel bull að það er komið auka 1500kr á reikninginn yfir einhverju sem við fengum okkur ekki.

Re: Djöfulsins vesen hjá Símanum.

Sent: Sun 29. Ágú 2010 18:03
af biturk
bara hringja á morguneða fara í næstu símabúð.

bara ekki gleima kurteisinni, hún skilar þér oftar mikið lengra, þetta sýnist mér bara vera misstök hjá sjálfvirku aðvörunarkerfi hjá þeim

Re: Djöfulsins vesen hjá Símanum.

Sent: Sun 29. Ágú 2010 18:27
af Blues-
Lenti í þessu sama á föstudaginn .. búnaðurinn hjá þeim er greinilega í ólagi.

Re: Djöfulsins vesen hjá Símanum.

Sent: Sun 29. Ágú 2010 21:09
af g0tlife
þú þarft að biðja um 10 GB aukalega. Þeir geta ekki sett þau bara á og rukkað þig. Getur fengið þennan pening til baka