Síða 1 af 1

FTP server og það.

Sent: Mán 23. Ágú 2010 03:23
af Ripparinn
Sælir,

Nú er skólinn að byrja og allt sem tengist því.
Ég er ekki með öflugustu fartölvu í heimi og pláss á HDD ekki sem hæst heldur.
Svo ég var að spá hvernig ég get sett upp FTP server svo ég geti tengst FTP í fartölvunni úr skólanum og í borðtölvuna heima til að ná í gögn, báðar tölvurnar eru með Windows 7.
Einhverjar leiðir í þetta ?

Re: FTP server og það.

Sent: Mán 23. Ágú 2010 12:09
af ManiO
Sækir e-ð FTP server forrit, setur það upp. Forwardar viðeigandi portum á tölvuna sem er serverinn. Leggur ip-töluna þína á minnið og þá ætti þetta að vera komið.

Það var þráður einhvers staðar með nákvæmari upplýsingum um þetta en er of latur til að leita að honum.

Re: FTP server og það.

Sent: Mán 23. Ágú 2010 12:44
af Amything
Hefurðu prófað Dropbox? Held það væri þægilegast að hafa allt skóladótið í því.

Re: FTP server og það.

Sent: Mán 23. Ágú 2010 13:03
af ZoRzEr
Ég hef notað Cerberus FTP (http://www.cerberusftp.com/) núna í nokkra mánuði. Asnalega auðvelt að setja upp. Er með 25 notendur skráða og ekkert vesen hingað til.

Frekar svona limited en þetta virkar ef þú villt ekkert þurfa að hugsa um þetta.