Síða 1 af 2

Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 01:13
af intenz
Jæja þá er sumarið að verða búið og eflaust einhverjir á leið í skóla/vinnu eða eitthvað annað.

Ég persónulega ætla að drífa mig í skóla og valdi ég BSc í tölvunarfræði við Háskóla Reykjavíkur.

Hvað tekur við hjá ykkur Vökturum að loknu sumri?

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 01:14
af Frost
MK á náttúrufræði -eðlis og efnafræði og rúlla upp bílprófinu!!

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 01:17
af GullMoli
Loka árið í menntaskóla, þeas ef ég fell ekki á helv stæ prófinu á morgun :roll:

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 01:44
af JohnnyX
seinasta ár í framhaldsskóla tekur við hjá mér

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 01:57
af peturthorra
fara aftur í framhaldsskóla eftir 6 ára fjarveru ;)

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 08:52
af hagur
Búinn að vera í fæðingarorlofi frá 1. júní - 1. ágúst og er núna að taka smá sumarfrí, svo er það bara back to work ...

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 09:37
af ZoRzEr
Vinna vinna vinna, ekki vinna minna

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 10:57
af ManiO
Vélaverkfræði BSc í HR.

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 11:05
af Cascade
ManiO skrifaði:Vélaverkfræði BSc í HR.


Hættur í HÍ?
Hvað varstu að læra þar

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 11:08
af MatroX
fjarnám í Music Production við Berklee Collage of Music :D

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 11:31
af ManiO
Cascade skrifaði:
ManiO skrifaði:Vélaverkfræði BSc í HR.


Hættur í HÍ?
Hvað varstu að læra þar


Byrjaði í Eðlisfræði, fór svo í Vélaverkfræðina útaf ýmsum ástæðum. En var kominn með þvílíkan leiða á HÍ, þar sem ég var á öllum árum komst ég aldrei inn í neina hópa o.fl.

Las mig aðeins til um námsfyrirkomulagið í HR og hreifst af því og skellti mér því þangað.

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 12:11
af AntiTrust
Ný vinna, mikið nýtt að læra.

Forritunarnámskeið.

Nýtt æfingarplan í ræktinni - "Project self-overkill".

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 12:16
af benson
intenz skrifaði:Ég persónulega ætla að drífa mig í skóla og valdi ég BSc í tölvunarfræði við Háskóla Reykjavíkur.


Sama

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 12:45
af bixer
harðkjarna rækt og 10. bekkur

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 12:49
af coldcut
Ætla að skella mér í BSc í Tölvunarfræði við HÍ

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 13:07
af siggi83
Byrja í kerfisfræði í HR eftir viku. :)

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 13:15
af Lexxinn
10. bekkur og rækt

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 22:01
af Kristján Gerhard
2. ár í Véla og Orkutæknifræði Bsc. í HR

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 23:12
af starionturbo
Hugbúnaðarforritun, sama og ég hef verið að fást við síðan í apríl hjá sama fyrirtækinu. Sé mig þar alveg næstu árin :D

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 23:31
af hallihg
Laganámið heldur áfram.

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Mið 11. Ágú 2010 23:31
af Black
Tölvan.. bílprófið, og skólinn í undirmeðvitundinni :lol:

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Fim 12. Ágú 2010 09:07
af jakobs
Klára MS-inn og byrja í Doktornum í R&T-verkfræði við HÍ.

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Fim 12. Ágú 2010 12:46
af Cascade
jakobs skrifaði:Klára MS-inn og byrja í Doktornum í R&T-verkfræði við HÍ.


Úff, var MSinn ekki hræðinlegur, gastu tekið einhverja R&T kúrsa?

Varstu hjá Jóhannesi?

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Fim 12. Ágú 2010 12:51
af HemmiR
Grunndeild Rafiðnaða í Verkmenntaskólanum á akureyri í næstu viku :shock:

Re: Sumarið búið, hvað tekur við?

Sent: Fim 12. Ágú 2010 13:06
af BjarniTS
Tölvufræði í Tækniskólanum.

Ætla að standa mig , kemur ekki annað til greina.
Ætti samt að vera löngu búinn að fara í lesblindupróf eða álíka þar sem að til að mynda stærðfræði hefur verið eitt stórt fall hjá mér undanfarið.

STÆ303 , here i cum , í 2'að skiptið.