Síða 1 af 1

Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Fim 29. Júl 2010 16:42
af benson
Ég er að spá í að setja upp öryggiskerfi hjá mér en er ekki alveg klár á því hvað sé best. Hefur einhver reynslu af Securitas eða Öryggismiðstöðinni? Er kannski best að kaupa sitt eigið kerfi og hvar þá?

Re: Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Fim 29. Júl 2010 17:06
af Olafst
Ég er með kerfi sem fylgdi íbúðinni þegar ég keypti hana. það er kerfi frá Nortek með þráðlausum skynjurum.
Er mjööög sáttur við það. Enda hef ég enga trú á Securitas/Öryggismiðstöðinni miðað við reynslu frá þeim vinnustöðum sem ég hef unnið hjá og eru með kerfi frá þeim.
Ef þjónusta og viðbragðstími er til fyrirtækja eins og ég upplifði, þá koma þeir kannski daginn eftir í heimahús þegar kerfið fer í gang.

Kerfið hjá mér hringir bara beint í mig og ég get þá gert viðeigandi ráðstafanir.
Er með þetta: http://nortek.is/index.php?option=com_a ... &Itemid=52 og svo skynjara í stíl.
Veit þó ekki hvað þetta kostar því þetta fylgdi íbúðinni eins og ég nefndi hér að ofan, en ég er já, mjög sáttur við það eins og áður kom fram.

Re: Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Fim 29. Júl 2010 17:36
af Halli25
Sjónvarpsmiðstöðin er líka með svipuð kerfi og þar eru alla vega verð

http://sm.is/index.php?sida=flokkur&flokkur=3901

Re: Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Fim 29. Júl 2010 20:03
af lukkuláki
Þú vilt ekki borga Securitas yfir 4000 kr. á mánuði fyrir að gera nákvæmlega ekki neitt.
Eina góða við Securitas er að límmiðinn sem er settur í gluggann hjá þeim sem eru með kerfi er fráhrindandi og
þá aðallega vegna þess að þjófar vilja ekki setja kerfið í gang því þá kemur þessi hávaði og líklegt að nágrannar (ef einhverjir eru)
komi að gá hvað veldur en þeir óttast ekki öryggisverðina sjálfa enda veit ég af eigin reynslu að þeir gera ekkert.
þú leigir af þeim öryggiskerfi en það er með herkjum að þeir nenni að koma og skipta um rafhlöður í skynjurunum sínum. Og ég er ekki að grínast með þetta.
Kauptu þér bara kerfi sem lætur þig vita ef eitthvað er að, þó þú værir í Færeyjum þá værirðu kominn á undan Securitas :) sum kerfi taka myndir og senda með sms í símann þinn. Þú getur líka alltaf hringt í nágranna eða bara lögregluna ef kerfið fer í gang. Ég sé eftir þeim tugum þúsunda sem ég greiddi Securitas á sínum tíma fyrir .....ekkert.

http://www.computer.is/flokkar/171/

Re: Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Fim 29. Júl 2010 22:30
af gutti
'Eg er hjá Öryggismiðstöðinni sáttur þar er að borga 5100 kerfið virkar fínt

Gef smá dæmi var með svalirhurð opnar meðan ég skrapp í 30 mín setti kerfið í gang svo stuttu seini fékk hringju frá þeim að kerfið fór í gang. Galli var ekki með gsm þá þegar þeir reyndu að ná í mig í þetta skipti var mér kenna mér :oops: þegar kerfið fór í gang var svalirhurðinn opnar hafa vindur blásið í Gluggatjöld þá fór kerfið í gang 8-[

Re: Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Fim 29. Júl 2010 22:53
af SolidFeather
gutti skrifaði:'Eg er hjá Öryggismiðstöðinni sáttur þar er að borga 5100 kerfið virkar fínt

Gef smá dæmi var með svalirhurð opnar meðan ég skrapp í 30 mín setti kerfið í gang svo stuttu seini fékk hringju frá þeim að kerfið fór í gang. Galli var ekki með gsm þá þegar þeir reyndu að ná í mig í þetta skipti var mér kenna mér :oops: þegar kerfið fór í gang var svalirhurðinn opnar hafa vindur blásið í Gluggatjöld þá fór kerfið í gang 8-[



Cool story bro

Re: Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Fim 29. Júl 2010 23:42
af benson
Ég var búinn að heyra um þetta nortek kerfi. Það lookar eiginlega best þannig að ég tékka á því á morgun. Thanks ;)

Re: Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Fim 29. Júl 2010 23:55
af Tiger
benson skrifaði:Ég var búinn að heyra um þetta nortek kerfi. Það lookar eiginlega best þannig að ég tékka á því á morgun. Thanks ;)


Komdu með report um kostnað og nánari details þegar þú ert búinn að tala við þá.

Re: Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Fös 30. Júl 2010 00:40
af andribolla
benson skrifaði:Ég var búinn að heyra um þetta nortek kerfi. Það lookar eiginlega best þannig að ég tékka á því á morgun. Thanks ;)


Skilaðu kveðju til þeira nortek syskina ;)
-Gamlir vinnuveitendur haha

Re: Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Fös 30. Júl 2010 01:13
af zdndz
Y-cam myndavélar og svo notarðu eitthverja tölvu sem vistar myndirnar
Og svo hreyifskynjara, reykskynjara,..., límiða og þetta tengt við gemsann http://www.bodtaekni.is/pages.php?idpage=364

Þá ertu með allt sjálfur, ágætur stofnkostnaður en engin greiðsla á mánuði,
kannaðu þetta allavega

Re: Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Fös 30. Júl 2010 08:50
af gardar
Kaupir þér bara almennilegan hund og málið er leyst.

Re: Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Mán 02. Ágú 2010 21:20
af intenz
gardar skrifaði:Kaupir þér bara almennilegan hund og málið er leyst.

Viðhald á öryggiskerfinu er ódýrara en uppihald á hundi. :) Annars eru þjálfaðir varðhundar besta þjófavörnin, það er alveg rétt.

Re: Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Mán 29. Júl 2013 15:01
af leidni slf
Við hjá Leiðni slf erum með fjölmargar gerðir öryggiskerfa og ber þar helst að nefna Magellan 6250 sem er þráðlaust kerfi með innbyggðum GSM hringjara. Hægt er að kaupa staka stjórnstöð og raða saman eða smella sér á pakkatilboðið sem við erum með ef það er eitthvað sem höfðar til þín.
Einnig ef fólk er að byggja og vill fá sér svo til viðhaldsfrítt kerfi, þá bjóðum við upp á frábærar lausnir í þeim málum ( víruð ). Hægt er að fá hjá okkur hnappaborð sem eru snertiskjáir LCD og einkar stílhreint fyrir flott heimili, best að kíkja bara á [url]leidni.is[/url] og skoða úrvalið og fá tilboð.
Ég tek það samt fram að Magellan 6250 stöðin er algjörlega frábær í allri notkun og eins frábær kostur þar sem þú villt ekki leggja kapla sumarbústað, bátar, geymslur fyritæki ogfl. hægt að fá þráðlaus hnappaborð við kerfi og flest kerfin eru með grade 2.
( með þráðlausu kerfin frá leiðni geturðu skipt um battery sjálf/ur og keypt út í næstu búð, ég veit að margir bölva því að þurfa að kaupa rafhlöður frá seljanda kerfisins)

leidni slf

leidni.is 7711301

Re: Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Mán 29. Júl 2013 15:20
af tlord
það er slatti af svona dóti á dx og ebay - einfalt GSM kerfi með 3-4 skynjurum er undir 100$

passaðu að það sé CE merkt ef þú ferð í að panta sjáls

Re: Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Mán 29. Júl 2013 15:49
af Gislinn
leidni slf skrifaði:*Auglýsing*


Úff bara þriggja ára gamall þráður.

Re: Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Mán 29. Júl 2013 15:57
af tdog
Það er aldeilis náriðslan, en annars gaman að fá að vita af þessu fyrirtæki.

Re: Öryggiskerfi - hvað er í boði?

Sent: Mán 29. Júl 2013 15:58
af tlord
vá hér! tók ekki eftir þessu

leiði slf er virkilega að velta hverjum steini...duglegur