Maini skrifaði:Acer vélar eru sendar til umboðs í viðgerð, Þannig að í raun liggur sökin ekki hjá Tölvutek, ef þeir eru að fá vélina til sín frá umboði aftur og umboð segir að hún séi í lagi.
Varðandi seinkun getur það einnig verið vegna þess að tölva er hjá umboði sem stendur ekki við lofaða tímasetningu, sem bitnar á Tölvutek.
Alveg burtséð frá þessu máli þá er þetta sem þú talar um, samband milli sölu og umboðs/viðgerðaraðila e-ð sem kemur kaupanda ekkert við. Kaupandi veit þetta ekki þegar hann kaupir vélina og býst því að sjálfsögðu við sama viðgerðartíma og aðrir fá. Að öðru leyti ætti að taka það sérstaklega fram við sölu að ef til bilunar kæmi að vélar frá þessum framleiðanda geta þeir ekki þjónustað sjálfir og því mætti eiga von á lengri viðgerðartíma ef til þess kæmi.
Þeas, kaupandi á ekki að þurfa að þjást fyrir það að neinu leyti að söluaðili eigi í viðskiptum við aðra hvað varðar ábyrgðarmál. Ef þarf ætti söluaðili einfaldlega að útvega með einum eða öðrum hætti að vélar fái flýtimeðferð hjá þjónustuaðila, og að sjálfsögðu fara persónulega yfir vélar sem eru að koma frá utanaðkomandi aðilum og sjá til þess að viðgerðin hafi heppnast. Svo ég best viti til reyndar var þetta regla hjá Tölvutek, regla sem ekki margir aðrir sem ég þekki til tileinka sér.
En ef ég tek að mér viðgerð fyrir Jón, og hef ekki tíma sjálfur og bið félaga minn um að redda mér, og hann skilar tölvunni til mín og ég beint til Jóns, og í ljós kemur að tölvan sé enn biluð, tek ég að sjálfsögðu á mig alla sök sem hans þjónustuaðili. Sem ábyrgðaraðili fyrir búnaði sem þeir selja þarf Tölvutek að sjálfsögðu að taka á sig ábyrgð fyrir seinkun á viðgerð eða illra framkvæmdri viðgerð, alveg óviðkomandi því hver framkvæmdi hana.