Síða 1 af 1
Þjónusta Símans skert illilega á kostnað notenda
Sent: Mán 28. Jún 2010 23:31
af Tiger
Ég er hjá Símanum með mitt internet og hefur það nú gengið ansi brösulega oft og er t.d. á hálfu ári búinn að fá 2 nýja routera og afruglara og enn er þetta alltaf að detta út og engin veit neitt í sinn haus. En ég hef alltaf hringt og kvartað og reynt að fá einhverja "lausn" á mínum málum hvenær sem er sólarhrings.... Nei ekki lengur því Síminn er búinn að skerða þjónustu við neytendur og hafa bara tæknilega aðstoð opna núna milli kl 08-22, þannig að fyrir mér hefur þjónusta þeirra minkað um 40% en ekki er ég að sjá þessa lækkun í símreikningum eða öðru! Hvað á fólk að gera sem lendir í veseni á kvöldin og nóttinu, vinnur t.d. á næturvöktum og notar netið þar og sefur á daginn. Mér finnst þetta hrikalega skítt að vera stærsta símafyrirtæki landsins og geta ekki þjónustað kúnna 24/7.
Re: Þjónusta Símans skert illilega á kostnað notenda
Sent: Mán 28. Jún 2010 23:38
af Glazier
Netið hjá mér var alltaf að detta út, nokkrum sinnum á sólahring..
Þeir sendu mann á staðinn og hann stoppaði hér í MAX 15 min og ég aðstoðaði hann helling við að gera það sem þurfti til að laga þetta.. hann semsagt tengdi einhverja víra öðruvísi í rafmagnstöflunni, setti lítinn splitter til að aðgreina þjófavarnakerfi og heimasíma frá netinu og þessi 15 mínútna vinna með hjálp frá mér kostaði litlar 12.000 kr.
Re: Þjónusta Símans skert illilega á kostnað notenda
Sent: Mán 28. Jún 2010 23:39
af Gúrú
Er það á hans eða hans fyrirtækis ábyrgð að uppsetning þjófavarnakerfisins þíns hafi fokkað upp símatengingunni?
Ekki hélstu virkilega að hann væri að fara að gera þetta frítt Glazier, og þér var eflaust valfrjálsara en þú gerðir þér grein fyrir að hjálpa honum að rata í húsinu en það hefur eflaust sýnt sig í reikningnum.
Re: Þjónusta Símans skert illilega á kostnað notenda
Sent: Mán 28. Jún 2010 23:51
af Glazier
Gúrú skrifaði:Er það á hans eða hans fyrirtækis ábyrgð að uppsetning þjófavarnakerfisins þíns hafi fokkað upp símatengingunni?
Ekki hélstu virkilega að hann væri að fara að gera þetta frítt Glazier, og þér var eflaust valfrjálsara en þú gerðir þér grein fyrir að hjálpa honum að rata í húsinu en það hefur eflaust sýnt sig í reikningnum.
Ég veit vel að þessi vinna sem hann var að gera er alls ekki gefins.. en hinsvegar þá hjálpaði ég honum til þess að þetta tæki styttri tíma og þá vonandi lægri kostnaður miðað við að þetta sé tíma vinna.
Fannst bara 12.000 kr. full hátt verð fyrir svona litla og létta vinnu, stóð á reikningnum að þessi splitter sem hann setti hafi kostað 1.200 kr. sen er allveg sjálfsagt að ég borgi og svo vinnan að setja þetta á réttan stað og tengja en 12.000 kr. er bara way 2 much !
Re: Þjónusta Símans skert illilega á kostnað notenda
Sent: Þri 29. Jún 2010 00:45
af Danni V8
Glazier skrifaði:Netið hjá mér var alltaf að detta út, nokkrum sinnum á sólahring..
Þeir sendu mann á staðinn og hann stoppaði hér í MAX 15 min og ég aðstoðaði hann helling við að gera það sem þurfti til að laga þetta.. hann semsagt tengdi einhverja víra öðruvísi í rafmagnstöflunni, setti lítinn splitter til að aðgreina þjófavarnakerfi og heimasíma frá netinu og þessi 15 mínútna vinna með hjálp frá mér kostaði litlar 12.000 kr.
Þegar ég lenti í þessu sama hringdi ég í Securitas og það kom einhver gugga sem tengdi allt vitlaust og rukkaði 20þús fyrir.
Síðan hringdi ég og hún kom aftur og lagaði eftir sig og borgaði ekkert. Sagði að þegar hún kom í fyrra skiptið var hún bara nýbyrjuð og kunni ekki að tengja þetta rétt.
Gaman að fyrirtæki sendi þannig fólk heim til mans að laga hlutina!
En já, að aðal málinu. Ég var hjá Símanum og fór til Vodafone og fékk þannig sjálfkrafa þessa skerðingu. Það er alveg hræðilegt að geta ekki hringt í technical service eftir 10 á kvöldin! Slæmt move hjá Símanum finnst mér því þetta er það sem mér fannst það stærsta sem þeir höfðu á móti Vodafone...
Re: Þjónusta Símans skert illilega á kostnað notenda
Sent: Þri 29. Jún 2010 00:48
af Glazier
Danni V8 skrifaði:En já, að aðal málinu. Ég var hjá Símanum og fór til Vodafone og fékk þannig sjálfkrafa þessa skerðingu. Það er alveg hræðilegt að geta ekki hringt í technical service eftir 10 á kvöldin! Slæmt move hjá Símanum finnst mér því þetta er það sem mér fannst það stærsta sem þeir höfðu á móti Vodafone...
Held að í ca. 80% tilfella sem ég hef hringt í þjónustuver símans þá hefur það verið eftir 23:00 á kvöldin því þá er ég lang oftast í tölvuni og óþolandi að lenda í vandræðum þá -.-
Re: Þjónusta Símans skert illilega á kostnað notenda
Sent: Þri 29. Jún 2010 01:46
af g0tlife
ég hringdi stundum um miðja nætur það sem ég tek tops 1 sinni í viku all nighter og þá var ég bara að spjalla við þá. Nettir gæjar sem voru að vinna þarna á nóttunni.
En ég keipti 16 mb tengingu svo var ég bara alltaf með 8 frá þeim svo ég hringdi og gellan bara já þú ræður bara við 8 útaf því þar sem ég bý. En það er ekkert verið að segja manni svona eða tjékka á því þegar maður er að kaupa sér þetta. Frekar bara rukka mann fyrir þetta og henda svo saklausa spjaldinu á borðið þegar maður verður reiður útí þá.
P.S.
Einn daginn mun einhver aðli snappa og mæta uppí þjónustuver símans með afsagaða haglabyssu og skjóta alla þar. Bíð eftir því
Re: Þjónusta Símans skert illilega á kostnað notenda
Sent: Þri 29. Jún 2010 01:51
af wicket
Án þess að ég viti nokkuð um ástæðu þessa hjá Símanum að þá ætla ég að giska á að þetta sé sparnaðaraðgerð.
Ég sætti mig frekar við þetta en að einhverju fólki sé sagt upp.
Annars erum við of góðu vön finnst mér að hafa alltaf allt opið alltaf. Allt í lagi að slaka aðeins á því.
Og kannski bæti við með vandamálið.
Línan þín gæti verið vandamálið, tenglar innanhúss og annað. ISPar hafa ekkert með þau tæki að gera, þau eru á ábyrgð húseiganda.
Re: Þjónusta Símans skert illilega á kostnað notenda
Sent: Þri 29. Jún 2010 01:55
af Gunnar
[offtopic]
talandi um að fara niðureftir til manneskjunnar
ég var buinn að rífast í íslandsbanka í yfir 2 mánuði útaf FIT-kostnaði og svo varð ég virkilega pirraður og áhvað að senda konunni bréf að ég myndi bara koma niðureftir næsta dag að tala við hana face to face til að athuga hvort hún myndi reyna að skilja hvað það væri verið að svíkja mig
fékk næsta dag þegar ég var að fara að skoða hvað hún hét í póstinum þá fæ ég email frá einhverjum hærra settum um að FIT-kostnaðurinn myndi verða endurgreiddur eftir nokkra daga. hann var greiddur 2 dögum seinna. sirka 15 þúsund krónur takk fyrir.
[/offtopic]
Re: Þjónusta Símans skert illilega á kostnað notenda
Sent: Þri 29. Jún 2010 03:29
af BjarniTS
Haha hver er hjá símanum lol , nýliði.
Re: Þjónusta Símans skert illilega á kostnað notenda
Sent: Þri 29. Jún 2010 05:04
af vesley
Glazier skrifaði:Gúrú skrifaði:Er það á hans eða hans fyrirtækis ábyrgð að uppsetning þjófavarnakerfisins þíns hafi fokkað upp símatengingunni?
Ekki hélstu virkilega að hann væri að fara að gera þetta frítt Glazier, og þér var eflaust valfrjálsara en þú gerðir þér grein fyrir að hjálpa honum að rata í húsinu en það hefur eflaust sýnt sig í reikningnum.
Ég veit vel að þessi vinna sem hann var að gera er alls ekki gefins.. en hinsvegar þá hjálpaði ég honum til þess að þetta tæki styttri tíma og þá vonandi lægri kostnaður miðað við að þetta sé tíma vinna.
Fannst bara 12.000 kr. full hátt verð fyrir svona litla og létta vinnu, stóð á reikningnum að þessi splitter sem hann setti hafi kostað 1.200 kr. sen er allveg sjálfsagt að ég borgi og svo vinnan að setja þetta á réttan stað og tengja en 12.000 kr. er bara way 2 much !
Grunar að það hefði ekki skipt máli hvort hann hefði verið í 1 min eða 59 min þar sem ég er næstum því viss um að það sé rukkað fyrir hvern hafinn klukkutíma,
Re: Þjónusta Símans skert illilega á kostnað notenda
Sent: Þri 29. Jún 2010 05:26
af kubbur
kanski það sem fór mest í mig við þessar breytingar að fá engann fyrirvara, allt í einu var þetta lokað, hefði verið fínt að fá email frá þeim eða eitthvað þvíumlíkt
Re: Þjónusta Símans skert illilega á kostnað notenda
Sent: Þri 29. Jún 2010 08:53
af Danni V8
wicket skrifaði:Án þess að ég viti nokkuð um ástæðu þessa hjá Símanum að þá ætla ég að giska á að þetta sé sparnaðaraðgerð.
Ég sætti mig frekar við þetta en að einhverju fólki sé sagt upp.
Annars erum við of góðu vön finnst mér að hafa alltaf allt opið alltaf. Allt í lagi að slaka aðeins á því.
Og kannski bæti við með vandamálið.
Línan þín gæti verið vandamálið, tenglar innanhúss og annað. ISPar hafa ekkert með þau tæki að gera, þau eru á ábyrgð húseiganda.
Ég veit ekki hvernig stöðugildum er háttað þarna, en ég get ímyndað mér að hætta með opnun á þjónustuveri á nóttunni þá sparast öll stöðugildi hjá næturvinnufólkinu og næturvinna er dýr.
Þeir fara væntanlega ekki að loka þjónustuverinu en halda fólkinu sem fyllti í þessi stöðugildi, mér finnst mjög líklegt að með þessu fylgja nokkrar uppsagnir hjá Símanum.
Tala nú ekki um það að kostnaðurinn við að halda þjónustuverinu opnu á nóttinni er mjög líklega bara laun fólksins sem er að vinna. Get ekki ímyndað mér neinn annan kostnað.
Re: Þjónusta Símans skert illilega á kostnað notenda
Sent: Þri 29. Jún 2010 11:16
af BjarkiB
Finnst þeir hjá símanum láta borga alltof mikið fyrir þetta. Kom maður og var litlar 10 mín og mældi bara tenginguna á símlínunni. Fékk svo reikning uppa 15.000 þúsund kr. Fór svo niður í ljósgjafann á Akureyri (þeir sem sjá um þetta fyrir Símann) og þeir buðu mér strax að borga hálf verð.