Apple að gera upp á bak eins og vanalega...
Sent: Lau 26. Jún 2010 11:10
http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/201 ... aus_iphone
Apple fyrirtækið hefur gefið út ráðleggingar til eigenda nýju iPhone 4 símanna um hvernig eigi að halda á nýju símunum til að koma í veg fyrir að þeir missi samband.
Nýi síminn virðist viðkvæmur fyrir því að haldið sé um neðra, vinstra horn hans og dettur þá iðulega úr sambandi við dreifikerfi.
Steve Jobs svaraði einni fyrirspurnanna einfaldlega: „Forðastu bara að halda þannig á símanum.“
Í formlegri tilkynningu frá Apple fyrirtækinu segir að best sé að „forðast að halda um neðra, vinstra horn símans þannig að maður hylji báðar hliðar svörtu rákarinnar á hliðinni.“
Á hliðum símans er rönd úr úr ryðfríu stáli sem gegnir hlutverki loftnets en við þetta ákveðna horn er aðalpunkturinn, sem ekki má hylja alveg.
Richard Warner, einn af þeim fyrstu til að kaupa iPhone 4 símann, hafði samband við fréttastofu BBC og sagði símann vera gjörsamlega gagnslausan í núverandi mynd.
„Apple hefur búið til síma sem er með loftneti undir símanum, vinstra megin. Það þýðir að ef maður heldur á honum í vinstri hönd missir síminn samband hægt og rólega þar til ekkert merki næst.“