Síða 1 af 2

Frágangur á snúrum

Sent: Mið 16. Jún 2010 16:31
af natti
Smá pæling.
Eru þið með einhverja góða lausn hvernig hægt er að ganga frá snúrufarganinu sem er bakvið sjónvarpið/dvdspilarann/xboxið/playstation/insertnametæki/... ?
Þetta safnar náttúrulega viðbjóðslegu ryki og vesen að þrífa í kringum nema taka allt úr sambandi.
Einhverjar hugmyndir?
(ps. engin neikvæð comment varðandi tenginguna á fjöltengjunum og eldhættu, þetta var bara tengt svona til þess að sjá hvort ég fengi allt í gang, var að færa til sjónvarpið og var ekki með nógu langa snúru til að tengja í næstu kló.)
Mynd

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mið 16. Jún 2010 16:33
af einsii
natti skrifaði:Smá pæling.
Eru þið með einhverja góða lausn hvernig hægt er að ganga frá snúrufarganinu sem er bakvið sjónvarpið/dvdspilarann/xboxið/playstation/insertnametæki/... ?
Þetta safnar náttúrulega viðbjóðslegu ryki og vesen að þrífa í kringum nema taka allt úr sambandi.
Einhverjar hugmyndir?
(ps. engin neikvæð comment varðandi tenginguna á fjöltengjunum og eldhættu, þetta var bara tengt svona til þess að sjá hvort ég fengi allt í gang, var að færa til sjónvarpið og var ekki með nógu langa snúru til að tengja í næstu kló.)
Mynd

Styttu snúrurnar eins og mögulegt er.. það ætti að saxa vel á vandann.

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mið 16. Jún 2010 16:34
af Glazier
Hmm.. borgaðu mér 3.000 kr. (og þú borgar efnið) og ég skal mæta á staðinn og ganga frá þessu öllu fyrir þig :)

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mið 16. Jún 2010 16:45
af mind
Veistu ekki að þú átt ekki að raðtengja fjöltengi svona?
Veistu hvað það er mikil eldhætta af þessu ?
Og taktu til í herberginu þínu og ekki vera vakandi frammá miðja nótt!

En svona án gríns þá er hér ódýra lausnin:

Ikea: Grá gormahulstur fyrir snúrur
Ikea/Byko/Húsasmiðjan: Bensli

Styttir allar snúrur eins og þú getur með því að bensla þær við sjálfa sig, Svo sameinaru þær sem þú vilt í gormahulstrin.

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mið 16. Jún 2010 17:46
af kubbur
bensli og svo þurrkarabarki

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mið 16. Jún 2010 18:17
af andribolla
fáðu þér bara svona http://www.ikea.is/categories/56/catego ... ducts/6012
gat í hliðina og allar snúrur í kistuna ;)

Straumfjöltengi x10 rekki-ljós
http://www.ortaekni.is/vorulisti/kaplar ... r/pnr/1291


Straumfjöltengi x12 rofi 3m
http://www.ortaekni.is/vorulisti/kaplar ... ar/pnr/266

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mið 16. Jún 2010 18:43
af g0tlife
límdu þær allar á vegginn og gerðu e-h flotta mynd útúr þessu

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mið 16. Jún 2010 19:29
af FriðrikH
betra að kaupa bensli í verkfæralagernum, kosta svona 1/4 af því sem þau kosta í BYKO eða Húsa.

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mið 16. Jún 2010 20:47
af Black
kubbur skrifaði:bensli og svo þurrkarabarki


Bensli, þetta orð hef ég aldrei heyrt, þurfti að googla það ^^ hef bara kallað þetta dragband, eða flugvallarhandjárn

Annars var mín lausn á vandamálinu að setja bara svona stokk uppvið listan á veggnum og allar snúrur inní, og í næsta fjöltengi

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mið 16. Jún 2010 22:23
af andribolla
dragbönd, nælonbönd, dragbönd, stripparar, drits, bensli .... ;)

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mið 16. Jún 2010 22:26
af Revenant
Mér finnst gott að nota franskan-rennilás ,,bönd'' til að halda snúrum saman. Hefur þann kost að maður getur breytt eftirá.

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mið 16. Jún 2010 22:36
af hsm
Black skrifaði:
kubbur skrifaði:bensli og svo þurrkarabarki


Bensli, þetta orð hef ég aldrei heyrt, þurfti að googla það ^^ hef bara kallað þetta dragband, eða flugvallarhandjárn

Annars var mín lausn á vandamálinu að setja bara svona stokk uppvið listan á veggnum og allar snúrur inní, og í næsta fjöltengi

Þetta heitir ekki bensli, en þú aftur á móti benslar saman með dragböndum, garni eða vír.

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mið 16. Jún 2010 22:45
af vesley
Held að hentugast væri að gera smá festingar fyrir millistykkin á sjónvarpsborðið s.s. þarna bakvið og festa þau þar og svo skipuleggja snúrunar og troða þeim bara inn í eða undir borðið.

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Fim 17. Jún 2010 01:33
af rapport
Að nota þurrkarabarka finnst mér hljóma eins og eitthvað sem ég væri til í að prófa...

Easy....

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mán 21. Jún 2010 20:50
af kubbur
vissi ekki að þetta hétu dragbönd, alltaf verið kölluð bensli við mín eyru, en mér finnst frekar þægilegt að nota þurrkara barka, auðvelt að ráða lengd án þess að þurfa að skera hann niður og gera göt fyrir snúrur sem eiga að fara styttra en hinar, og kemur í veg fyrir að ryk safnist fyrir í snúrudraslinu, auðveldara að þrífa :)

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mán 21. Jún 2010 21:03
af zedro
kubbur skrifaði:vissi ekki að þetta hétu dragbönd, alltaf verið kölluð bensli við mín eyru, en mér finnst frekar þægilegt að nota þurrkara barka, auðvelt að ráða lengd án þess að þurfa að skera hann niður og gera göt fyrir snúrur sem eiga að fara styttra en hinar, og kemur í veg fyrir að ryk safnist fyrir í snúrudraslinu, auðveldara að þrífa :)

Til í að skella inn "action photo" með þessum þurrkara barka? Miða við flækjuna á bak við sjónvarpið hjá mér
þá sé ég ekki hvernig þetta ætti að passa inní hann :shock:

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mán 21. Jún 2010 21:23
af kubbur
Mynd
þurrkarabarki IN ACTION :P

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mán 21. Jún 2010 21:30
af beatmaster
Vertu bara alvöru töffari og skelltu tenglarennu á vegginn :8)

Prufaðu að kíkja í Johan Rönning í Klettagörðum og skoðaðu rennurnar sem að eru í boði og hvað þú getur gert, lang snyrtilegast að setja meterslangan bút þarna á vegginn og fylla hann af tenglum :)

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mán 21. Jún 2010 22:49
af zedro
beatmaster skrifaði:Vertu bara alvöru töffari og skelltu tenglarennu á vegginn :8)

OMG best idea evah eeeehhhh wait þá verð ég bara með allar snúrurnar liggjandi úr veggnum í staðinn. Veggurinn verður bara risa fjöltengi :x
En þetta hefur samt massíft potential. Ætla skoða þetta betur. [edit] http://raf.ronning.is//media/files/1145871871/Lokalokagerd.pdf [/edit]

Þurrkara barkinn er samt helvíti nettur, eina sem ég held að verður vandræði með hann er að bæta við snúrum og fjarlægja snúrur seinna meir.
En mar skoðar þetta, þarf að taka stofuna í geng :sleezyjoe

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mán 21. Jún 2010 22:56
af GuðjónR
natti skrifaði:Smá pæling.
Eru þið með einhverja góða lausn hvernig hægt er að ganga frá snúrufarganinu sem er bakvið sjónvarpið/dvdspilarann/xboxið/playstation/insertnametæki/... ?
Þetta safnar náttúrulega viðbjóðslegu ryki og vesen að þrífa í kringum nema taka allt úr sambandi.
Einhverjar hugmyndir?
(ps. engin neikvæð comment varðandi tenginguna á fjöltengjunum og eldhættu, þetta var bara tengt svona til þess að sjá hvort ég fengi allt í gang, var að færa til sjónvarpið og var ekki með nógu langa snúru til að tengja í næstu kló.)
Mynd


Jesús minn!! ég hef aldrei séð aðra eins óreiðu og hef nú séð ýmislegt :D
Besta lausnin er iMac...ein straumsnúra og wollah!

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mán 21. Jún 2010 22:58
af Danni V8
Ég setti bara skemil og bassabox fyrir allar snúrurnar hjá mér svo þær sjást ekki :D

En það er samt alveg óþolandi mikið snúrufargan sem fylgir þessu tölvudóti. :?

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mán 21. Jún 2010 23:10
af Oak
GuðjónR skrifaði:
natti skrifaði:Smá pæling.
Eru þið með einhverja góða lausn hvernig hægt er að ganga frá snúrufarganinu sem er bakvið sjónvarpið/dvdspilarann/xboxið/playstation/insertnametæki/... ?
Þetta safnar náttúrulega viðbjóðslegu ryki og vesen að þrífa í kringum nema taka allt úr sambandi.
Einhverjar hugmyndir?
(ps. engin neikvæð comment varðandi tenginguna á fjöltengjunum og eldhættu, þetta var bara tengt svona til þess að sjá hvort ég fengi allt í gang, var að færa til sjónvarpið og var ekki með nógu langa snúru til að tengja í næstu kló.)
Mynd


Jesús minn!! ég hef aldrei séð aðra eins óreiðu og hef nú séð ýmislegt :D
Besta lausnin er iMac...ein straumsnúra og wollah!


Þetta er fyrir aftan sjónvarpstækið...

Þegar að þú ert kominn með nokkra flakkara með þessum imac þínum þá er ekki lengur bara ein snúra...

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Mán 21. Jún 2010 23:17
af Frost
Þú átt að bregðast fyrr við svona. Ég tók fyrr um árið allar snúrurnar, vafði þær og teipaði þær við krók sem að er á skrifborðinu mínu. Það sjást engar snúrur og þetta var simple!

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Þri 22. Jún 2010 00:33
af andribolla
það er svo ógeðslega klístrað að teipa snúrur :p

Re: Frágangur á snúrum

Sent: Þri 22. Jún 2010 00:43
af Frost
andribolla skrifaði:það er svo ógeðslega klístrað að teipa snúrur :p


Hef tekið reyndar eftir því, en er ekkert mikið að færa tölvuna eins og er þannig að ég þarf ekkert að koma við þær :P . Svo er ég að skipta í fartölvu þá verður þetta snúruvesen alveg úr sögunni.