Að fá senda hluti sem gjöf?
Sent: Fim 10. Jún 2010 14:26
af Tiger
Hvenig er það, ef ég á vin erlendis sem á notaða tölvuhluti og hann ætlar að gefa mér þá...þarf ég að borga vsk af því? Ef svo er, hvaða verð miða þeir við?
Re: Að fá senda hluti sem gjöf?
Sent: Fim 10. Jún 2010 15:24
af zedro
http://tollur.is/displayer.asp?cat_id=1917Mig minnir samt að þeir rukki vsk og gjöld eftir að hlutur er komin yfir eitthvað verðgildi
Eða hvort það sé bara þegar maður kemur með hlut frá útlöndum.
Spurðu bara hér til að vera viss ->
http://www.tollur.is/displayer.asp?cat_id=2523
Re: Að fá senda hluti sem gjöf?
Sent: Fim 10. Jún 2010 15:31
af Tiger
Ok takk
Skoða þetta. Sé að maður getur fengið undanþágu fyrir Vísindatæki og vísindabúnaður....getur maður þá ekki fengið undanþágu fyrir tölvuhluti sem munu bara Folda fyrir Stanford í þágu vísinda
Re: Að fá senda hluti sem gjöf?
Sent: Fim 10. Jún 2010 15:37
af Tiger
Fór á vefspjall við hana Berglindi...það er alltaf 25,5% vsk af öllum gjöfum yfir 10,000kr (bara fyrir þá sem langar að vita það).