Síða 1 af 1

Taka sýna eigin passamynd?

Sent: Mið 19. Maí 2010 16:58
af Black
Hvernig er það má maður taka mynd af sér og kannski photoshoppa hvítan bakrun og nota það sem passamynd,(prenta út heima)

s.s tæki t.d þessa mynd (fann á google)
Mynd

Myndi photoshoppa umhverfið og það dæmi og gera þetta dáldið eðlilegt

Setja þetta sem bakrun

Mynd

Ef þetta væri hægt hver er þá stærðinn á svona passamynd ? einhver hugmynd :?:

Re: Taka sýna eigin passamynd?

Sent: Mið 19. Maí 2010 17:06
af Tiger
Það má ekki, verður að nota myndina sem tekin er af þér hjá Sýslumanni. Það má ekki koma lengur með sínar eigin myndir eins og var.

Re: Taka sýna eigin passamynd?

Sent: Mið 19. Maí 2010 17:09
af Black
haha what Sýslumanni, maður getur farið í kassa sko og látið taka svona myndir

Re: Taka sýna eigin passamynd?

Sent: Mið 19. Maí 2010 17:11
af SteiniP
ég er með mynd sem ég tók sjálfur á debetkortinu og kreditkortinu.
Held það sé samt ekki leyfilegt fyrir vegabréf og ökuskírteini.

Re: Taka sýna eigin passamynd?

Sent: Mið 19. Maí 2010 17:24
af jagermeister
SteiniP skrifaði:ég er með mynd sem ég tók sjálfur á debetkortinu og kreditkortinu.
Held það sé samt ekki leyfilegt fyrir vegabréf og ökuskírteini.


það er leyfilegt fyrir ökuskírteini en ekki vegabréf

Re: Taka sýna eigin passamynd?

Sent: Mið 19. Maí 2010 18:09
af BjarkiB
Það er búið að breyta. Þú verður að fara til sýslimanns þegar þú sækir um vegabréf og tekur myndina í leiðinnni. Eins og þú býrð á Akureyri, right? þá ferðu í stóra hvíta húsið á torginu :)

Re: Taka sýna eigin passamynd?

Sent: Mið 19. Maí 2010 19:08
af Tiger
Black skrifaði:haha what Sýslumanni, maður getur farið í kassa sko og látið taka svona myndir


ehhhhh NEI

Re: Taka sýna eigin passamynd?

Sent: Mið 19. Maí 2010 19:23
af KermitTheFrog
Black skrifaði:haha what Sýslumanni, maður getur farið í kassa sko og látið taka svona myndir


Þú sækir ekki um / endurnýjar vegabréf í kassa. Þú þarft að fara til sýslumannsins.

Re: Taka sýna eigin passamynd?

Sent: Fim 20. Maí 2010 09:42
af natti
Ykkur er velkomið að koma með eigin mynd.
Það er samt sem áður EINNIG tekin mynd á staðnum, og sú mynd er borin saman við myndina sem þú komst með til að sannreyna hvort að hægt sé að bera kennsl á þig með myndinni sem þú komst með.

Sjá reglugerð um íslensk vegabréf nr 560/2009
http://www.stjornartidindi.is/Advert.as ... 7289f4868a

Kóði: Velja allt

10. gr.
Tekin skal stafræn ljósmynd af umsækjanda, rithandarsýnishorn og fingraför af vísifingrum beggja handa. Umsækjanda er þó heimilt að koma með mynd frá ljósmyndara á rafrænum miðli sem uppfyllir kröfur þær sem gerðar eru til gæða myndarinnar, en með samanburði við stafræna mynd sem tekin er á umsóknarstað skal þá sannreynt að slík mynd sé fullnægjandi til að bera kennsl á umsækjanda með vélrænum hætti.

Re: Taka sýna eigin passamynd?

Sent: Fim 20. Maí 2010 10:37
af KermitTheFrog
natti skrifaði:Ykkur er velkomið að koma með eigin mynd.
Það er samt sem áður EINNIG tekin mynd á staðnum, og sú mynd er borin saman við myndina sem þú komst með til að sannreyna hvort að hægt sé að bera kennsl á þig með myndinni sem þú komst með.

Sjá reglugerð um íslensk vegabréf nr 560/2009
http://www.stjornartidindi.is/Advert.as ... 7289f4868a

Kóði: Velja allt

10. gr.
Tekin skal stafræn ljósmynd af umsækjanda, rithandarsýnishorn og fingraför af vísifingrum beggja handa. Umsækjanda er þó heimilt að koma með mynd frá ljósmyndara á rafrænum miðli sem uppfyllir kröfur þær sem gerðar eru til gæða myndarinnar, en með samanburði við stafræna mynd sem tekin er á umsóknarstað skal þá sannreynt að slík mynd sé fullnægjandi til að bera kennsl á umsækjanda með vélrænum hætti.


Noway! Þetta vissi ég ekki.

Re: Taka sýna eigin passamynd?

Sent: Fim 20. Maí 2010 11:41
af chaplin
Ég tók mynd af sjálfum mér, sést ekki að þetta sé maður á myndinni þar sem hún kom svo skelfilega yfirlýst á kortið. Hef notað þetta sem skilríki til að komast úr landi svo þetta fer lítið að stoppa mig held ég..

Re: Taka sýna eigin passamynd?

Sent: Fim 20. Maí 2010 17:09
af Black
sambandi við þetta vegabréfadót, ég er sko bara að fara setja mynd á debetkort og ökuskýrteini, :D ætla bara taka mynd af mér við hvítan vegg og prenta út :D

Re: Taka sýna eigin passamynd?

Sent: Fim 20. Maí 2010 17:42
af KermitTheFrog
Afhverju ferðu bara ekki í svona kassa?

Re: Taka sýna eigin passamynd?

Sent: Fim 20. Maí 2010 20:36
af Black
Því að myndir afmanni í kassa eru alltaf hræðilegar.. Lélegt birta léleg gæði og ef maður feilar þá kostar það mann 800kr, ;þ that's why