Síða 1 af 1
nýjasta tæknin hjá Batman ?
Sent: Þri 04. Maí 2010 08:51
af axyne
var að renna yfir myndina Batman Dark Knight.
í atriði þar sem hann er í greninu sínu að endurbyggja kúlu sem hafði splúndrast í múrsteini til að ná fingrafarinu, þá er hann með að mér sýnist gamalt móðurborð á borðinu.
á móðurborðinu er AGP, PCI og
ISA rauf
Re: nýjasta tæknin hjá Batman ?
Sent: Þri 04. Maí 2010 08:52
af kubbur
hahaha vel gert
fyrir hvað voru isa raufar ?
Re: nýjasta tæknin hjá Batman ?
Sent: Þri 04. Maí 2010 09:47
af Zorglub
LOL, en svona miðað við hvað það hefur verið miklu meira mál að finna svona gamalt borð heldur en nýlegt, þá myndi maður halda að þetta sé einhver einka brandari hjá leikmunaliðinu
Re: nýjasta tæknin hjá Batman ?
Sent: Þri 04. Maí 2010 11:26
af beatmaster
Aðalspurningin er samt hvort að þetta sé AMD eða Intel örgjörvi sem að sést þarna á borðinu
Re: nýjasta tæknin hjá Batman ?
Sent: Þri 04. Maí 2010 12:13
af AntiTrust
kubbur skrifaði:hahaha vel gert
fyrir hvað voru isa raufar ?
Sama og í dag, bara eldri staðall sem IBM kom með á markaðinn um 1980. Notaðar aðallega f. HDD og Floppy controllera, ethernetkort etc.
Re: nýjasta tæknin hjá Batman ?
Sent: Þri 04. Maí 2010 12:51
af GuðjónR
AntiTrust skrifaði:...sem IBM kom með á markaðinn um 1980.
nohh.. bara state of the art græjur!
Re: nýjasta tæknin hjá Batman ?
Sent: Þri 04. Maí 2010 13:31
af kiddi
Mér sýnist þetta vera hinn frægi slot-loaded Pentium II örgjörvi, þetta er props frá árunum '97-'99
Rétt upp hönd sem hafa átt svona örgjörva!
o/
Re: nýjasta tæknin hjá Batman ?
Sent: Þri 04. Maí 2010 13:38
af JohnnyX
o/
Re: nýjasta tæknin hjá Batman ?
Sent: Þri 04. Maí 2010 13:41
af Zorglub
o/
Re: nýjasta tæknin hjá Batman ?
Sent: Þri 04. Maí 2010 14:46
af Bassi6
o/ og á enn
Re: nýjasta tæknin hjá Batman ?
Sent: Þri 04. Maí 2010 15:16
af beatmaster
Þetta er AMD Athlon K-7
Límmiðin er á miðjunni sem gerir þetta að AMD Athlon, límmiðinn er hægra meginn á Intel P-II og P-III
Ég hef átt bæði \o/
Ég átti 650 Mhz AMD Athlon K7, hann jarðaði 750 Mhz Pentium-III örgjörva sem að ég átti líka, það var himinn og jörð þarna á milli
Re: nýjasta tæknin hjá Batman ?
Sent: Mið 05. Maí 2010 21:38
af Pandemic
Klárlega Amd slot A sést á spennunum. Annars átti ég Pentium III slot loaded, frábær græja.