Síða 1 af 2

GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Mán 03. Maí 2010 15:42
af Gothiatek
Hef verið að líta í kringum mig eftir nýjum GSM síma og er svolítið hrifinn af innbyggðu GPS í símum. Hef hugsað mér að geta notað það við að staðsetja ljósmyndir sem ég tek en einnig til að tracka göngu/hjólaferðir.

Er kominn með augastað á Nokia 5230, en Nokia símar eru nú með einhverju sem kallast Ovi Maps.

Það sem ég er að vandræðast með er hvort og hversu nákvæmt kort er til af Íslandi? Ef ég skoða þetta á netinu er ekkert götukort af Íslandi og ég finn hvergi upplýsingar um hvort það sé yfir höfuð til eða hvort það sé væntanlegt. Væntanlega hægt að nota Google Maps líka eða hvað?

Hefur einhver reynslu af GPS í farsímum hér á Íslandi?

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Mán 03. Maí 2010 15:53
af Leviathan
Hef ekki reynslu af GPS í símum en þetta hlýtur að vera sama Íslandskort og er notað í önnur GPS tæki, það er götukort og er nokkuð nákvæmt, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Mán 03. Maí 2010 16:01
af AntiTrust
Leviathan skrifaði:Hef ekki reynslu af GPS í símum en þetta hlýtur að vera sama Íslandskort og er notað í önnur GPS tæki, það er götukort og er nokkuð nákvæmt, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.


Ah, það fer eftir símum. Sumir símar styðjast við kort frá sínum framleiðanda, frekar en Garmin kort etc.

Það er til dæmis ekki til nákvæmt götukort af Íslandi í gegnum Ovi maps, ekki ef þú ert að leita að Turn-by-Turn GPS kerfi allavega. Hinsvegar notaði ég bara Google Maps á Nokia E71, virkaði fínt í allt nema Turn-by-Turn.

En svo eru margir símar sem styðja slík maps frá Garmin og flr.

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Mán 03. Maí 2010 16:10
af intenz
Mig vantar einmitt svona nákvæmt Íslandskort í HTC Android símann minn. Hugmyndir?

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Mán 03. Maí 2010 16:23
af IL2
Það er búið að vera á leiðinni Íslandskort frá Ovi frá því í desember. Ég hef bara ekki nent að leita eftir því upp í Hátækni hvernig þau mál standa í augnablikinu.

Ég mundi halda að það væri betra að vera með venjulegt GPS tæki til að trakka heldur en síma án þess þó að hafa prófað það.

Þú getur sett Garmin Íslandskortið í suma Nokia síma með smá tilfæringum.

http://www.tulipanos.net/viewtopic.php?f=8&t=732

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Mán 03. Maí 2010 18:20
af Blackened
ég er með Nokia 5800XM og ég setti bara upp forrit sem heitir GarminMobileXT og síðan nýjasta íslandskortið frá Garmin

easy peasy

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Mán 03. Maí 2010 21:42
af Gothiatek
Takk fyrir svörin. Spái aðeins í þessu, vonandi að það komi íslandskort í þetta ovi maps dæmi þar sem það er frítt. Annars er spurning um garmin, ætti að ganga upp þar sem þessi sími keyrir sama stýrikerfi og 5800XM.

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Mán 03. Maí 2010 21:51
af prg_
Íslandskortið í Nokia síma ku vera að detta í hús, en það hefur reyndar verið í nokkurn tíma (sbr. desember '09). Ég skal kanna stöðuna á þessu í fyrramálið hjá „mínum heimildarmönnum“ og reyna að muna að skella svari inn hér á morgun.

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Mán 03. Maí 2010 22:55
af Hauksi
Þegar gemsinn er kominn með GPS..Þá er auðvelt að staðsetja hann!.. :oops:

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Þri 04. Maí 2010 01:41
af Bioeight
Ég á Nokia 5800 xpressmusic og hef verið að fylgjast með þessu. Ovi maps hugbúnaðurinn er fínn og nýjasta útgáfan er búin bæta ýmislegt. Það er ekki enn komið íslandskort en það hefur verið orðrómur um að Nokia hafi allt sem til þarf, það þarf bara að gefa það út, þeir eiga að hafa keypt eitthvað fyrirtæki sem var búið að kortleggja Ísland. Bara orðrómur sem ég hef lesið um á spjallborðum en líklega er eitthvað til í þessu miðað við innleggið hér á undan.

Í millitíðinni þá er hægt að nota Google Maps. Getur nálgast það auðveldlega í símanum á http://m.google.com/maps. Google maps getur nýtt sér GPS sendinn í símanum þínum og allt virkar eins og það á að virka nema að forritið niðurhalar kortunum í hvert skipti sem þú notar forritið þannig að það mun kosta sitt í niðurhali og viðbragðið er ekki alltaf jafn fljótt og ef þetta væri Ovi maps sem eru geymd á minniskorti símans. Ættir samt að geta sloppið ágætlega með þetta hjá Nova, sérstaklega líka ef þú kaupir símann hjá þeim. Eini síminn held ég sem er með Google kortin geymd í símanum er Nexus One, en ég hef bara lesið eitthvað um það, veit ekki meira en það. Til eru önnur forrit og aðrar lausnir en þau kosta alltaf einhverja peninga og jafnvel getur verið vesen að setja það inn á símann, of mikið vesen fyrir minn smekk þannig að ég hef ekki verið að pæla í því og veit því ekki hversu raunhæft það er. Best er að bíða bara eftir Ovi maps, mjög þægilegt viðmót og síðan er það líka ókeypis

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Þri 04. Maí 2010 05:13
af kubbur
en hvað með garmin mobile xt, er þá ekki hægt að installera íslenska mappinu ?

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Þri 04. Maí 2010 08:53
af Gothiatek
kubbur skrifaði:en hvað með garmin mobile xt, er þá ekki hægt að installera íslenska mappinu ?


Þegar búið að svara þessu. En garmin mobile xt er ekki í þróun lengur og ekki supported, þannig að það er engin framtíðarlausn í því.

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Þri 04. Maí 2010 09:08
af prg_
Vegna kommentsins um Nova, þá langar mig að benda á (sem starfsmaður Vodafone að sjálfsögðu) :oneeyed:

Vodafone: 100 MB 490 kr. (5 kr. hvert MB umfram)
Vodafone: 5 GB 1.990 kr. (2 kr. hvert MB umfram)
Sjá: http://www.vodafone.is/internet/3gnet/gemsinn

Nova: 5 MB innifalin á dag (150 MB á mánuði)
Nova: Önnur 5 MB umfram það sem er innifalið: 20 kr. á dag
Nova: 1 GB stórnotendapakki: 990 kr.
Sjá: http://www.nova.is/content/thjonusta/ve ... =3gaskrift

Við mælum með því að þeir viðskiptavinir Vodafone sem nota gemsann eitthvað til að fara á netið taki a.m.k. 100 MB pakkann, því annars kostar hvert MB 70 kr. Það mun reyndar breytast 1. júní því þá verður tekið upp daggjald, 25 kr. á dag, 5 MB innifalin.
Frá 1. júní verður einnig í boði 1 GB pakki á 1.290 kr.

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Þri 04. Maí 2010 09:42
af Bioeight
Það er gott að heyra að Vodafone eru búnir að taka sig á og eru að bjóða almennilega 3G pakka. Þetta lítur bara ágætlega út og gott að það er kominn einhver annar valkostur en Nova. Nova voru þeir einu á Íslandi á tímabili sem voru að bjóða eitthvað sem hægt var að nota án þess að borga morðfjár fyrir. Ég biðst afsökunar á að hafa ekki stúderað þetta betur, 0 kr. Nova í Nova er samt aðlaðandi, sérstaklega þar sem mikið af unga fólkinu er með Nova. Hef ekki hugmynd um hvort eitthvað sambærilegt er í boði annars staðar.

Hvað er annars að frétta af Íslandskorti í Ovi? Ég er mjög spenntur að fá að heyra fréttir ef einhverjar eru.

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Þri 04. Maí 2010 11:03
af IL2
Ég var að leggja á og núna er talað um júni. Ég myndi samt ekki reikna með því.

Svo í framhjáhlaupi sá ég á heimasíðunni hjá Hátækni að þeir eru að bjóða upp á frítt GPS námskeið næsta laugardag kl.12. Ef menn hafa áhuga verður að hringja og skrá sig.

Ég er með E71 og GPS í honum var ekki að gera sig í London, Hong Kong og Senchen. Virkaði hinsvegar flott í Pattaya (Tælandi) og hér heima. Ég var reyndar ekki búinn að setja upp Ovi kortin í hann og kendi um háum byggingum. Hann náði ekki nógu góðu sambandi.

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Þri 04. Maí 2010 18:24
af Bioeight
Varstu að nota A-gps í þessum löndum? Útfært aðeins nánar: Varstu með gagnatengingu og tengdistu netinu til að niðurhala upplýsingum um gervihnetti staðsetta fyrir ofan þig af supl.nokia.com ?

Án A-GPS getur tekið allt að 20 mínútur að finna gervihnettina ef það eru há hús í kringum þig og ský og svo framvegis(ég hef prófað), ef það tekst yfir höfuð. Með A-GPS þá erum við að tala um innan við mínútu oftast, 10 sekúndur ef maður er á opnu svæði og öll skilyrði góð.

Niðurstaða: Ef þú varst ekki að nota A-GPS þá er alveg fullkomlega skiljanlegt að það taki langan tíma að finna staðsetningu. Ef þú varst með A-GPS þá er eitthvað slæmt í gangi, en það kemur kortinu svo sem ekkert við. Getur alltaf notað GPS-ið sem bara punkt í myrkrinu með longitude og latitude án korts(Svona svipað og Ovi maps býður upp á núna fyrir Ísland, nema að það er allt gult í Reykjavík og bara einn stór vegur í gegnum borgina).

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Þri 04. Maí 2010 19:09
af gardar
Las ekki allan þráðinn, en gæti openstreetmap ekki komið OP að notum?

http://www.openstreetmap.org/

:)

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Þri 04. Maí 2010 20:47
af Bioeight
OpenStreetMap gæti verið sniðugt, það er hægt að downloada kortum, og það virðist vera uppfært ágætlega, Ísland er allaveganna þarna inni. En til að nota þetta eitthvað þarf eitthvað forrit. Kíkti aðeins á þetta og fann eitthvað forrit sem heitir GpsMid, ætla að prófa það og sjá hvort þetta sé sniðugt.

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Þri 04. Maí 2010 21:21
af CendenZ
Talandi um GPS...

Map update frá Garmin kostar 70$ dollara, en nýr gps (með nýjasta kortinu!) er á 99$ !
Er viljandi verið að reyna fá mann til að downloada þessu ? :lol:

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Mið 05. Maí 2010 01:59
af gardar
Bioeight skrifaði:OpenStreetMap gæti verið sniðugt, það er hægt að downloada kortum, og það virðist vera uppfært ágætlega, Ísland er allaveganna þarna inni. En til að nota þetta eitthvað þarf eitthvað forrit. Kíkti aðeins á þetta og fann eitthvað forrit sem heitir GpsMid, ætla að prófa það og sjá hvort þetta sé sniðugt.



openstreetmap er sniðugt, allt reiknað út og skráð inn af íslenskum sjálfboðaliðum...

Um að gera að taka þátt og covera sem mest af landinu :)

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Lau 29. Maí 2010 10:47
af Gothiatek
Nú er komið götukort of Íslandi á maps.ovi.com :) Sé samt ekki Íslandskort til að hlaða í símann í Nokia Ovi Suite, það kemur þá væntanlega fljótlega.

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Fös 04. Jún 2010 00:14
af IL2
Kæri viðskiptavinur



Eins og áður hefur komið fram, þá þarf í dag að hafa forrit sem heitir Maploader uppsett í tölvunni til að geta komið Íslandskortinu í þá Nokia síma sem það styðja.

Til þess að einfalda þetta sem mest má verða, þá er hérna linkur sem hægt er að að smella á og hlaða þannig niður þessu forriti.



Smelltu hér til þess að hlaða niður Nokia Map Loader.



Fljótlega í júní verður þetta svo komið í Ovi Suite sem auðvitað einfaldar hlutina mikið. En þar sem mikil spenna er fyrir þessu þykir mér rétt að koma með nákvæma útlistun á hvernig hægt er að fá kortið nú þegar í símana.



Það skal þó áréttað að nýjasta útgáfa af Ovi maps þarf að vera uppsett í símunum til að styðja íslandskortið. Skjámyndin af því í símanum lítur svona út:



Ef þessi mynd kemur ekki upp þegar kortaforritið er ræst í símanum, þá þarf að uppfæra forritið áður en íslandskortinu er hlaðið inn.

Besta leiðin að þessu er í gegnum Ovi store, Ovi Suite eða Hugb.uppfærslur (í símanum sjálfum).







Þegar búið er að setja upp Maploader, þá er síminn tengdur við tölvuna, tengingin PC Suite valin og þá kemur eftirfarandi mynd upp og skal velja Europe með því að ýta á „>“.





Þá opnast mynd með lista yfir Evrópulöndin. Þar er Ísland valið með því að ýta á plústakkann +





Þvínæst er smellt á Download og voilá, kortið byrjar að hlaðast niður í símann J



Þegar ör er fyrir aftan land eða álfu, þá þýðir það að meira er á bak við sbr Evrópa > löndin. Þannig er t.d. Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu skipt upp í héruð og óþarfi að hlaða niður öllu landinu ef verið er að heimsækja bara eina borg.



Til þess að fá Voice navigation eða raddstýringu (Turn right, turn left o.s.frv.), þá er annar flipi efst í Maploaderinum notaður (Voices) þar sem valið er hvaða tungumál og rödd er notuð þar.

Íslenska er ekki valkostur en benda má á að í Ovistore er að finna forrit sem heitir Own voice en með því getur maður tekið upp eigin skipanir með eigin rödd og hlaðið yfir í Ovi maps og þannig verið með, ekki bara íslensku, heldur kunnuglega rödd líka J



Eftirtaldir símar styðja nýju útgáfuna af Ovi maps og þar með Íslandskortið:



Nokia X6

Nokia C5

Nokia E52

Nokia E55

Nokia E66

Nokia E71

Nokia E72

Nokia N86

Nokia N97

Nokia N97 Mini

Nokia 5230

Nokia 5800

Nokia 6710

Nokia 6720

Nokia 6730





---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------


Póstur frá Hátækni.

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Fös 04. Jún 2010 00:18
af AntiTrust
Argasta snilld.

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Fös 04. Jún 2010 00:25
af IL2
Var að klára þetta. Virkar fínt og nær meira að segja sambandi hérna inni við tölvuna. Nálægt glugga en samt betra en það var.

P.s Ég þurfti að henda Ovi Suite út fyrst áður en þetta gekk. Fékk alltaf upp að það væri önnur uppsetning í gangi. Kanski bara vankunnátta í mér að kunna ekki að slökkva á Ovi Suite.

Re: GPS í GSM símum og Íslandskort

Sent: Fös 04. Jún 2010 07:19
af kubbur
uhh, var að ðreyna þetta, faila á að finna map loader, google vísar bara á ovi maps, link ?

breytt: nvm, fann gamalt version sem leyfði mér síðan að updeita yfir í nýjasta

breytt: ómægod !!!, meira að segja gatan mín er í þessu, og hún er aldrei í neinum svona kortum