Síða 1 af 2
réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 16:35
af bulldog
Sælir félagar.
Er það rétt sem ég heyrði útundan mér að ef tölva er búin að vera viku eða lengur í viðgerð að þá eigi maður rétt á lánstölvu frá fyrirtækinu sem er að gera við tölvuna hjá manni ? Ef þið vitið eitthvað um þetta endilega látið mig vita.
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 16:59
af Gúrú
Ekki séns.
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 17:07
af Klemmi
Því miður áttu ekki rétt á því, nei
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 17:29
af AntiTrust
Getur hinsvegar beðið um það/forvitnast hvort það sé í boði. Kurteisi kemur þér langleiðina með þetta ef þetta er í boði á annað borð í fyrirtækinu. Ef þú mætir með stæla, færðu stæla til baka.
En þetta á að sjálfsögðu bara við um þegar tölva er í ábyrðgarviðgerð, ef fyrirtæki er með lánstölvur á annað borð.
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 20:01
af bulldog
ég keypti tölvuna hjá þessu fyrirtæki.
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 20:20
af PC__
Hér er smá úrdráttur úr lögunum um lausafjárkaup:
Teljist söluhlutur gallaður, og kaupandi ber ekki sök á því, geta úrræði hans falist í kröfu um úrbætur, nýja afhendingu, afslátt, riftun eða skaðabætur ásamt því að halda eftir greiðslu kaupverðs.
Þannig að láttu ekki búðina segja þér til um hvenær gallaði hluturinn sem þú keyptir verður tilbúinn, það ert þú sem ert í bílstjórasætinu og ákveður hvað er ásættanlegur tími en ekki þeir!
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 20:29
af vesley
PC__ skrifaði:Hér er smá úrdráttur úr lögunum um lausafjárkaup:
Teljist söluhlutur gallaður, og kaupandi ber ekki sök á því, geta úrræði hans falist í kröfu um úrbætur, nýja afhendingu, afslátt, riftun eða skaðabætur ásamt því að halda eftir greiðslu kaupverðs.
Þannig að láttu ekki búðina segja þér til um hvenær gallaði hluturinn sem þú keyptir verður tilbúinn, það ert þú sem ert í bílstjórasætinu og ákveður hvað er ásættanlegur tími en ekki þeir!
það kemur nú auðvitað fyrir að varahlutur sé lengi á leiðinni og er það ekki alltaf tölvufyrirtækinu að kenna sem sér um tölvuna. og frekja um að þú viljir fá tölvuna strax þegar það er ekki hægt virkar því miður ekki í þeim tilvikum
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 20:56
af lukkuláki
PC__ skrifaði:Hér er smá úrdráttur úr lögunum um lausafjárkaup:
Teljist söluhlutur gallaður, og kaupandi ber ekki sök á því, geta úrræði hans falist í kröfu um úrbætur, nýja afhendingu, afslátt, riftun eða skaðabætur ásamt því að halda eftir greiðslu kaupverðs.
Þannig að láttu ekki búðina segja þér til um hvenær gallaði hluturinn sem þú keyptir verður tilbúinn, það ert þú sem ert í bílstjórasætinu og ákveður hvað er ásættanlegur tími en ekki þeir!
Ég vil bara benda þér á að það stendur þarna að úrbætur geta falist í kröfu um:
a) Úrbæturb) Nýja afhendingu
c) Afslátt
d) Riftun
EÐA !e) Skaðabætur
Og það er þokkalegt rugl restin af því sem þú segir þarna, sérstaklega um að hann sé í "bílstjórasætinu" við búum úti á ballarhafi og það tekur 7 til 10 daga að fá varahluti séu þeir á annaðborð ekki til. Svona frekja skilar manni nákvæmlega engu í samskiptum við fyrirtæki í heiminum almennt.
Og hve fáránleg er þessi setning: Teljist söluhlutur gallaður,
og kaupandi ber ekki sök á þvíHvenær getur kaupandi átt
sök á því að hlutur teljist GALLAÐUR ? Ef þetta er beinn úrdráttur úr lögunum þá er þetta fáránleg setning.
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 21:15
af AntiTrust
PC__ skrifaði:Þannig að láttu ekki búðina segja þér til um hvenær gallaði hluturinn sem þú keyptir verður tilbúinn, það ert þú sem ert í bílstjórasætinu og ákveður hvað er ásættanlegur tími en ekki þeir!
Þetta er nú bara með því heimskulegra sem ég hef lesið hérna inná. Hvað, á djöfuls framleiðandinn bara í sumum tilfellum að skíta nýju móðurborði beint á borðið hjá tæknimanninum hérna á litla Íslandi?
Hvað varð um almenna rökhugsun?
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 21:20
af PC__
lukkuláki skrifaði:PC__ skrifaði:Hér er smá úrdráttur úr lögunum um lausafjárkaup:
Teljist söluhlutur gallaður, og kaupandi ber ekki sök á því, geta úrræði hans falist í kröfu um úrbætur, nýja afhendingu, afslátt, riftun eða skaðabætur ásamt því að halda eftir greiðslu kaupverðs.
Þannig að láttu ekki búðina segja þér til um hvenær gallaði hluturinn sem þú keyptir verður tilbúinn, það ert þú sem ert í bílstjórasætinu og ákveður hvað er ásættanlegur tími en ekki þeir!
Ég vil bara benda þér á að það stendur þarna að úrbætur geta falist í kröfu um:
a) Úrbæturb) Nýja afhendingu
c) Afslátt
d) Riftun
EÐA !e) Skaðabætur
Og það er þokkalegt rugl restin af því sem þú segir þarna, sérstaklega um að hann sé í "bílstjórasætinu" við búum úti á ballarhafi og það tekur 7 til 10 daga að fá varahluti séu þeir á annaðborð ekki til. Svona frekja skilar manni nákvæmlega engu í samskiptum við fyrirtæki í heiminum almennt.
Og hve fáránleg er þessi setning: Teljist söluhlutur gallaður,
og kaupandi ber ekki sök á þvíHvenær getur kaupandi átt
sök á því að hlutur teljist GALLAÐUR ? Ef þetta er beinn úrdráttur úr lögunum þá er þetta fáránleg setning.
7 til 10 daga! Það er þvaður því verslanirnar eru oft að lengja tímann til að borga minna í flutningskostnað og láta það bitna á neytandanum, það tekur 1 til 3 daga nema ef hluturinn er ekki til í heiminum.
Það er ekki eins og verslanirnar séu að kaupa þetta á ebay eða eitthvað svoleiðis er það, nei þær eru í beinu sambandi við þá sem þeir eru með umboð hjá og geta með einu símtali/pöntun afgreitt svona hluti.
En þar sem í upphafi var talað um að fá lánstæki þá auðvitað tók ég þessu eins biðtíminn væri fremur langur.
Hvað heldurðu að verslunin segði ef þú værir að kaupa hlut og þegar þú ættir að borga vildirðu taka hlutinn strax borga svo bara eftir 7-10 daga af því að ávísunin væri svo lengi í póstinum? Heldurðu að það myndi fljúga? Nei ég held ekki.
Þegar þú hefur greitt fyrir hlutinn þá er það verslunin sem á að lúta þínum kröfum en ekki þú að beygja þig eftir einhverjum hentugleika þeirra.
Til dæmis ef þú borgar með visa eða færð lánað þá þarftu alltaf að borga vexti er það ekki? Ef þeir selja þér gallaðan hlut og þú verður fyrir skaða af því að hlututinn er gallaður (sem er alltaf, þar sem þú getur ekki notað hann á meðan), þá á verslunin að greiða skaðabætur sem þá felast oftast í góðri þjónustu en ekki nísku í að flytja hlutinn seint til landsins, eða bara fá nýjan hlut strax!
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 21:25
af PC__
AntiTrust skrifaði:PC__ skrifaði:Þannig að láttu ekki búðina segja þér til um hvenær gallaði hluturinn sem þú keyptir verður tilbúinn, það ert þú sem ert í bílstjórasætinu og ákveður hvað er ásættanlegur tími en ekki þeir!
Þetta er nú bara með því heimskulegra sem ég hef lesið hérna inná. Hvað, á djöfuls framleiðandinn bara í sumum tilfellum að skíta nýju móðurborði beint á borðið hjá tæknimanninum hérna á litla Íslandi?
Hvað varð um almenna rökhugsun?
Hvað meinarðu eiginlega?
Heldurðu virkilega að það sé bara einn lítill kínverji sitjandi við borð með lóðbolta og framleiði eitt móðurborð á viku bara eftir pöntunum?
Hjá alvöru verslunum færðu hlutinn daginn eftir eða í versta falli innan þriggja daga.
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 21:28
af AntiTrust
PC__ skrifaði:7 til 10 daga! Það er þvaður því verslanirnar eru oft að lengja tímann til að borga minna í flutningskostnað og láta það bitna á neytandanum, það tekur 1 til 3 daga nema ef hluturinn er ekki til í heiminum.
Það er ekki eins og verslanirnar séu að kaupa þetta á ebay eða eitthvað svoleiðis er það, nei þær eru í beinu sambandi við þá sem þeir eru með umboð hjá og geta með einu símtali/pöntun afgreitt svona hluti.
Og hvað, er alltíeinu stórfurðulegt að menn/fyrirtæki vilji spara pening í þessum málum og senda pantanir 1-2 í viku, sem er nú oftast raunin. Eftir að pöntun er framkvæmd getur verið ótrúlegur tími sem framleiðandi gefur sér í að senda, fer rosalega eftir því hvaða brand um að ræða.
PC__ skrifaði:Hvað heldurðu að verslunin segði ef þú værir að kaupa hlut og þegar þú ættir að borga vildirðu taka hlutinn strax borga svo bara eftir 7-10 daga af því að ávísunin væri svo lengi í póstinum? Heldurðu að það myndi fljúga? Nei ég held ekki.
Þegar þú hefur greitt fyrir hlutinn þá er það verslunin sem á að lúta þínum kröfum en ekki þú að beygja þig eftir einhverjum hentugleika þeirra.
Þú ert með hausinn svo langt uppí rassgatinu á þér að þú ert varla viðræðuhæfur. Hvernig í andskotanum helduru að það myndi virka ef allir þeir sem kæmu með hluti í ábyrgðarviðgerð með þínu viðhorfi? "Já neineinei, ég fer ekkert í neina helvítis biðröð, ég vill fá þetta viðgert í gær, með skaðabótum og ostakörfu!".
Ég læt þetta ekki oft útúr mér en þú ert vinur, fokking - fáviti.
PC__ skrifaði:Til dæmis ef þú borgar með visa eða færð lánað þá þarftu alltaf að borga vexti er það ekki? Ef þeir selja þér gallaðan hlut og þú verður fyrir skaða af því að hlututinn er gallaður (sem er alltaf, þar sem þú getur ekki notað hann á meðan), þá á verslunin að greiða skaðabætur sem þá felast oftast í góðri þjónustu en ekki nísku í að flytja hlutinn seint til landsins, eða bara fá nýjan hlut strax!
Reglan er að ef tölva er innan ákveðins tímaramma gömul (oftast vika til mánuður) þá er afhentur nýr búnaður. Eftir það er yfirleitt farið að sjást merki um notkun á vélinni, sem þýðir að hún verður að seljast með talsverðum afföllum. Gengur ekki beint upp fyrir verslunina, sama hvaða verslun um ræðir.
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 21:32
af AntiTrust
PC__ skrifaði:Hvað meinarðu eiginlega?
Heldurðu virkilega að það sé bara einn lítill kínverji sitjandi við borð með lóðbolta og framleiði eitt móðurborð á viku bara eftir pöntunum?
Hjá alvöru verslunum færðu hlutinn daginn eftir eða í versta falli innan þriggja daga.
Veit þetta mætavel enda búinn að vinna við tölvuviðgerðir í mörg ár. "Alvöru" verslanir eru þá væntanlega stórbatterý eins og Nýherji, OK, EJS og þess háttar kompaní - sem eiga sko ekki alltaf varahluti á lager, frekar en aðrar búðir. Eina búðin sem ég held að eigi nánast alltaf varahluti er Tölvutek, og þegar um ræðir PB vélar. Ástæðan fyrir því er líka einföld, týpurnar eru fáar, og líkar - sem þýðir að sami varahlutur gengur í margar vélar. Get alveg sagt þér það af reynslu að þriggja daga pöntunartími er svona, einu sinni og einu sinni dæmi.
Burtséð frá varahlutatímanum, þá ertu líka algjörlega að gleyma að factora inn tímann sem tölvan er í bið vegna annarra viðgerða, viðgerðartímanum sjálfum og svo prófunartíma eftir að viðgerð líkur. Þetta eru ekki e-rjar mínútur.
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 21:48
af Drone
7 til 10 daga! Það er þvaður því verslanirnar eru oft að lengja tímann til að borga minna í flutningskostnað og láta það bitna á neytandanum, það tekur 1 til 3 daga nema ef hluturinn er ekki til í heiminum.
Það er ekki eins og verslanirnar séu að kaupa þetta á ebay eða eitthvað svoleiðis er það, nei þær eru í beinu sambandi við þá sem þeir eru með umboð hjá og geta með einu símtali/pöntun afgreitt svona hluti.
En þar sem í upphafi var talað um að fá lánstæki þá auðvitað tók ég þessu eins biðtíminn væri fremur langur.
Hvað heldurðu að verslunin segði ef þú værir að kaupa hlut og þegar þú ættir að borga vildirðu taka hlutinn strax borga svo bara eftir 7-10 daga af því að ávísunin væri svo lengi í póstinum? Heldurðu að það myndi fljúga? Nei ég held ekki.
Þegar þú hefur greitt fyrir hlutinn þá er það verslunin sem á að lúta þínum kröfum en ekki þú að beygja þig eftir einhverjum hentugleika þeirra.
Til dæmis ef þú borgar með visa eða færð lánað þá þarftu alltaf að borga vexti er það ekki? Ef þeir selja þér gallaðan hlut og þú verður fyrir skaða af því að hlututinn er gallaður (sem er alltaf, þar sem þú getur ekki notað hann á meðan), þá á verslunin að greiða skaðabætur sem þá felast oftast í góðri þjónustu en ekki nísku í að flytja hlutinn seint til landsins, eða bara fá nýjan hlut strax!
Veit ekki hvaða heimi þú lifir í, því miður snýst jörðin ekki í kringum þig.
Yfirleitt er biðtími hjá verkstæðum, ég myndi seigja að eðlilegur biðtími eftir skoðun séu 2-4 virkir dagar, það eru hundruðir tölva í gangi hjá þessum fyrirtækjum og það er ALLTAF eitthvað að gera á verkstæðinu.
Eftir að hluturinn hefur verið bilanagreindur og varahlutur pantaður getur tekið allt að 3 vikur að fá varahluti.
Þú getur farið í hvaða tölvuverslun sem er og heimtað samdægursþjónustu frítt og heimtað útskipti tölvu eftir 2 daga, en það verður bara hlegið af þér.
Söluaðili hefur sinn rétt líka
.
Þegar biðtími er orðinn mánuður eða meira þá ertu kominn í rétt um að biðja um útskipti tölvu.
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 21:49
af ElbaRado
Eina sem virkar í svona málum er að vera kurteis og málefnalegur. Ef þú þarft nauðsynlega að fá velina sem fyrst vegna vinnu eða skóla þá áttu að taka það fram. Mun meiri líkur að verkstæðið setur þig í forgang fram yfir fólk sem getur beðið. Ef þú ferð með stæla og læti færðu ekkert nema stæla til baka.
Verð að taka ofan fyrir EJS i þessum málum, hef nokkrum sinnum farið með vel þangað og aldrei þurft að biða meir en viku, styssti tíminn var halfur dagur og þá var skipt um móðurborð í fartölvu
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 21:51
af Pandemic
Held að PC__ hafi aldrei nokkurntímann unið í viðgerðarumhverfi. Þetta er alveg eins með tölvur og bíla ef hluturinn er ekki til þá þarf að panta hann. Síðan fer það alveg rosalega eftir framleiðandanum hvernig háttur er á sendingarmáta og hvort að hluturinn sé til á lager yfirhöfuð. Þetta er bara svo einfalt að framleiðandinn ræður 100% hvernig hann háttar þessu öllu saman enda er hann að ábyrgjast vöruna ekki versluninn. Ef hluturinn er svo ekki til hjá framleiðanda þá þarf hann að framleiða hann og það er oft back-orderað í rassgat ef módelið er gamalt og sjaldgjæft, svo það gæti orðið væn bið. Enda ekki beint háttur á að beygja sig fyrir litla Íslandi.
Hinsvegar er sá háttur oftast hafður á að hafa nokkrar vélar sem lánsvélar fyrir þá sem mega ekki missa tölvurnar sínar sem er hægt að lána út þann tíma sem viðgerðarferlið tekur.
Þekki einmitt einn sem er í bílabransanum hér á landi og sér um samskipti við erlenda framleiðendur í sambandi við viðgerðir og hann segir að það geti oft tekið nokkra daga bara að fá leyfi til að skipta um dýra hluti í bílum svo ekki sé nefnd biðin að fá þá ef þeir eru ekki til.
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 21:54
af PC__
AntiTrust skrifaði:PC__ skrifaði:Hvað meinarðu eiginlega?
Heldurðu virkilega að það sé bara einn lítill kínverji sitjandi við borð með lóðbolta og framleiði eitt móðurborð á viku bara eftir pöntunum?
Hjá alvöru verslunum færðu hlutinn daginn eftir eða í versta falli innan þriggja daga.
Veit þetta mætavel enda búinn að vinna við tölvuviðgerðir í mörg ár. "Alvöru" verslanir eru þá væntanlega stórbatterý eins og Nýherji, OK, EJS og þess háttar kompaní - sem eiga sko ekki alltaf varahluti á lager, frekar en aðrar búðir. Eina búðin sem ég held að eigi nánast alltaf varahluti er Tölvutek, og þegar um ræðir PB vélar. Ástæðan fyrir því er líka einföld, týpurnar eru fáar, og líkar - sem þýðir að sami varahlutur gengur í margar vélar. Get alveg sagt þér það af reynslu að þriggja daga pöntunartími er svona, einu sinni og einu sinni dæmi.
Burtséð frá varahlutatímanum, þá ertu líka algjörlega að gleyma að factora inn tímann sem tölvan er í bið vegna annarra viðgerða, viðgerðartímanum sjálfum og svo prófunartíma eftir að viðgerð líkur. Þetta eru ekki e-rjar mínútur.
Ertu búinn að vinna í mörg á í geiranum? Þá veistu að biðtíminn þarf aldrei að vera einhverjar vikur nema að hluturinn sé hreinlega svo gamall að hann er ekki lengur í framleiðslu eða eitthvað í þá veruna.
Ég er líka reyndar búinn að vera í þessu í 1 og hálfan áratug og hef verið báðu megin borðsins seljandi/kaupandi/innflytjandi/tæknimaður og flest þar á milli.
En sem sagt þú telur að rétturinn sé allur seljandans og kaupandinn getur þá bara étið það sem úti frís á meðan eða hvað?
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 22:04
af AntiTrust
PC__ skrifaði:Ertu búinn að vinna í mörg á í geiranum? Þá veistu að biðtíminn þarf aldrei að vera einhverjar vikur nema að hluturinn sé hreinlega svo gamall að hann er ekki lengur í framleiðslu eða eitthvað í þá veruna.
Ég er líka reyndar búinn að vera í þessu í 1 og hálfan áratug og hef verið báðu megin borðsins seljandi/kaupandi/innflytjandi/tæknimaður og flest þar á milli.
En sem sagt þú telur að rétturinn sé allur seljandans og kaupandinn getur þá bara étið það sem úti frís á meðan eða hvað?
Ég talaði aldrei um neinar vikur, enda er það yfirleitt ekki málið nema um gamlan búnað á backorder sé að ræða. Talaði heldur aldrei um að réttur kaupanda væri enginn. Þú talaðir hinsvegar eins og raunin væri sú að allir ættu alla varahluti reddí tó gú, nákvæmlega á þeim tímapunkti sem þeim hentaði hvað best, sumsé "í dag eða fyrramálið", og að viðskiptavinir skildu sko fjandakornið ekki láta yfir sig ganga með almennum biðtíma á varahlut eða viðgerð. Að fara með bilaða tölvu í viðgerð sem þarf að skipta um íhlut í, og fá hana í sömu viku telst góð þjónusta. Að fá tölvuna 7-10 dögum eftir að hún fer í viðgerð m.v. varahlutapöntun telst venjuleg þjónusta, jafnvel góð þjónusta sumstaðar.
Hraðasta pöntunarferlið sem ég hef komist í kynni við á varahlutakerfi þegar varahlutir voru ávalt pantaðir og ekki til hérna heima (enda ekki hægt þar sem varahlutur var pantaður eftir serial og týpurnar of margar) þá var hægt að panta eldsnemma að morgni til og fá vöruna með smá heppni daginn eftir, seinnipart. Inn í þennan tímaramma vantar biðtími þangað til tölva er skoðuð, sá tími sem tölva er í bilanagreiningu, pöntun á varahlut, afhending á varahlut og innskráning á varahlut á lager, viðgerð á tölvu, og prófunartími eftir að viðgerð var lokið.
Finnst ótrúlegt að heyra mann með þá reynslu sem þú talar um að vera með, tala eins og týpískur óþolandi viðskiptavinur, með heimtufrekju, skilningsleysi og meira til. Eftir jafn langan tíma í þessum bransa og þú hefur á bakvið þig ættiru að vera búinn að fatta milliveginn, sem er ekki í næsta mánuði - en heldur ekki í í dag, á morgun eða hinn. Tala nú ekki um eins og tæknibransinn er í dag, tæknimönnum sagt upp og þeim sem eftir sitja meinuð yfirvinna á mörgun stöðum, en að sjálfsögðu mun meiri pressa.
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 22:14
af lukkuláki
Þú ert þá Hr. PC búinn að vera í þessum bransa álíka lengi og ég, samt myndi ekki hvarfla að mér að láta svona þvælu út úr mér eins og þú gerir hér að ofan.
Ég er bara svo hissa á þér, fyrst datt mér í hug að þú værir einn af þessum 16 ára guttum sem veit allt og heldur að allt verði látið eftir þér ef bara þú ert nógu mikill dóni og búinn að lesa þér nóg til í "lögunum" til að "hræða" þennan sem tekur á móti þér í þjónustuborðinu og veit
ekki neitt.
Þú
Hr. AntiTrust takk fyrir stórgóð svör þú ert sannarlega með þessa hluti á hreinu og kemur þessu mjög vel frá þér ég þurfti að róa mig niður til þess að láta ekki fúkyrðin fljúga á Hr.PC gaur hérna og ég er örugglega talsvert grófari í kjaftinum en þú þegar kemur að svona gaurum
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Mið 14. Apr 2010 22:31
af PC__
AntiTrust skrifaði:PC__ skrifaði:Ertu búinn að vinna í mörg á í geiranum? Þá veistu að biðtíminn þarf aldrei að vera einhverjar vikur nema að hluturinn sé hreinlega svo gamall að hann er ekki lengur í framleiðslu eða eitthvað í þá veruna.
Ég er líka reyndar búinn að vera í þessu í 1 og hálfan áratug og hef verið báðu megin borðsins seljandi/kaupandi/innflytjandi/tæknimaður og flest þar á milli.
En sem sagt þú telur að rétturinn sé allur seljandans og kaupandinn getur þá bara étið það sem úti frís á meðan eða hvað?
Ég talaði aldrei um neinar vikur, enda er það yfirleitt ekki málið nema um gamlan búnað á backorder sé að ræða. Talaði heldur aldrei um að réttur kaupanda væri enginn. Þú talaðir hinsvegar eins og raunin væri sú að allir ættu alla varahluti reddí tó gú, nákvæmlega á þeim tímapunkti sem þeim hentaði hvað best, sumsé "í dag eða fyrramálið", og að viðskiptavinir skildu sko fjandakornið ekki láta yfir sig ganga með almennum biðtíma á varahlut eða viðgerð. Að fara með bilaða tölvu í viðgerð sem þarf að skipta um íhlut í, og fá hana í sömu viku telst góð þjónusta. Að fá tölvuna 7-10 dögum eftir að hún fer í viðgerð m.v. varahlutapöntun telst venjuleg þjónusta, jafnvel góð þjónusta sumstaðar.
Hraðasta pöntunarferlið sem ég hef komist í kynni við á varahlutakerfi þegar varahlutir voru ávalt pantaðir og ekki til hérna heima (enda ekki hægt þar sem varahlutur var pantaður eftir serial og týpurnar of margar) þá var hægt að panta eldsnemma að morgni til og fá vöruna með smá heppni daginn eftir, seinnipart. Inn í þennan tímaramma vantar biðtími þangað til tölva er skoðuð, sá tími sem tölva er í bilanagreiningu, pöntun á varahlut, afhending á varahlut og innskráning á varahlut á lager, viðgerð á tölvu, og prófunartími eftir að viðgerð var lokið.
Finnst ótrúlegt að heyra mann með þá reynslu sem þú talar um að vera með, tala eins og týpískur óþolandi viðskiptavinur, með heimtufrekju, skilningsleysi og meira til. Eftir jafn langan tíma í þessum bransa og þú hefur á bakvið þig ættiru að vera búinn að fatta milliveginn, sem er ekki í næsta mánuði - en heldur ekki í í dag, á morgun eða hinn. Tala nú ekki um eins og tæknibransinn er í dag, tæknimönnum sagt upp og þeim sem eftir sitja meinuð yfirvinna á mörgun stöðum, en að sjálfsögðu mun meiri pressa.
Þú gefur þér þetta með heimtufrekju og annað slíkt, það sem ég er að benda á er að kaupandinn á rétt og þarf ekki að þola hvað sem er af hálfu seljandans því samkvæmt lögunum er rétturinn hans.
Ef þið trúið mér ekki með lögin þá getið þið bara flett þessu upp sjálfir á vef alþingis eð á vísinda vef háskólans þar sem margt svona kemur fram og þá ekki bara lögin sjálf heldur líka almenn túlkun lika, lög landsins eiga að vera aðgengileg á vef alþingis.
Ég ætla ekki að nefna neinar verslanir því það er ekki það sem skiptir máli, en samt svona bara til að hnykkja á því hversu stutt getur verið í varahlutina þá eru til stórir dreifingaraðilar á Íslandi sem litlu verslanirnar eru að selja frá (endursöluaðilar) og því er oft styttra að sækja hlutina en menn halda og þarf ekki endilega að fara yfir hafið til þess.
Þakka svo bara fyrir öll þessu fallegu lýsingarorð sem menn finna sig knúna til að nota bara af því að þeir eru ekki sammála, en vona samt að menn finni það hjá sér að rökræða hlutina án þess að kalla aðra einhverjum ónefnum því það hjálpar engum.
Ástæðan fyrir því að ég nota sterk orð gagnvart seljendum er vegna þess hve ótrúlega menn hafa verið verið að koma fram við kaupendur á undanförnum árum og það er enn að versna, ég veit ósköp vel að það getur reynst dýrt fyrir litla verslun að senda lítinn hlut fram og til baka með hraðpósti bara til að reyna að gera vel við kaupandann, því það hef ég oftar en einu sinni reynt sjálfur og á endanum þó maður hafi tapað á einum hlut þá skiptir það engu því jákvæða reynslan fyrir kaupandann skilar sér tíföld til baka til seljandans.
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Fim 15. Apr 2010 01:02
af bulldog
Ég hringdi í dag til þess að athuga með stöðu mála. Þetta er hjá Tölvulistanum í Keflavík og þá sögðu þeir mér að tæknimaðurinn væri ennþá veikur þannig að tölvan yrði í fyrsta lagi tilbúin um miðja næstu viku. Það eru 8 dagar síðan ég fór með tölvuna í viðgerð og hún er ekki enn tekin til skoðunnar. Vissulega geta menn orðið veikir en mér þykir skrýtið að það sé ekki einhver sem taki við starfinu á meðan tæknimaðurinn er veikur heldur þurfi ég bara að bíða á meðan hann sé veikur.
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Fim 15. Apr 2010 01:11
af urban
það er einsgott að tæknimaðurinn hjá þeim drepist ekki fyrst hann er eini maðurinn sem að getur höndlað þetta.
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Fim 15. Apr 2010 01:55
af JohnnyX
Ég hef lítið til málanna að leggja um þetta mál, en mér finnst eins og flest allar umræður hérna inni séu farnar að snúast út í eitthvað rugl. Sumir eru svo þrjóskir og þröngsýnir og vilja hafa rétt fyrir sér að talað er um sama hlutinn hring hring eftir.
Það er alltaf þessi eini sem tekst að stofna til þessara vafasömu "umræðna"
EDIT: svo ég segi eitthvað um þetta þá finnst mér ekkert að því að beðið er í viku til tvær með að fá gripinn aftur tilbaka. Tel það bara vera eðlilegt á Íslandi.
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Fim 15. Apr 2010 02:04
af PC__
Bara svona fyrir forvitnissakir, hvað er að tölvunni?
Re: réttur á lánstölvu ?
Sent: Fim 15. Apr 2010 03:40
af Viktor
JohnnyX skrifaði:Ég hef lítið til málanna að leggja um þetta mál, en mér finnst eins og flest allar umræður hérna inni séu farnar að snúast út í eitthvað rugl. Sumir eru svo þrjóskir og þröngsýnir og vilja hafa rétt fyrir sér að talað er um sama hlutinn hring hring eftir.
Það er alltaf þessi eini sem tekst að stofna til þessara vafasömu "umræðna".
Sammála. Margir á Vaktinni eru aðeins of djarfir í að gefa þursunum að borða.