Síða 1 af 1

vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Þri 16. Mar 2010 15:50
af godski
Sælir spjallverjar, ég var að opna síðuna http://www.vefhysingar.net

Það sem mér hefur fundist vanta á Íslandi er verðsamanburður vefhýsinga og því hef ég opnað síðu sem hefur það markmið að bera saman verð á vefhýsingum á Íslandi.

Endilega skoðið og segið álit ykkar og hvað mætti bæta áður en ég set hana í fulla noktun. Ég er í dáltlum vandræðum hvernig ég ætti að setja verðið og síðurnar upp í töflu, endilega segið frá ef þið hafið betri lausn en sú sem ég er með fyrir.

og endilega bendið mér á ef það vantar einhverjar hýsingarþjónustur þarna?

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Þri 16. Mar 2010 15:53
af BjarkiB
Góður;)
Það eina sem ég myndi vilja bæta er þemað. Mættir gera aðeins flottara og skýrara þema. En annars mjög fínt.
Gangi þér vel.

kv.Tiesto

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Þri 16. Mar 2010 15:57
af godski
Tiesto skrifaði:Góður;)
Það eina sem ég myndi vilja bæta er þemað. Mættir gera aðeins flottara og skýrara þema. En annars mjög fínt.
Gangi þér vel.

kv.Tiesto


þakka ábendinguna, ég breyti örugglega um þema á næstunni.

svo er líka spurning hvort ég ætti að halda brosköllunum eða taka þá? það var smá flipp en núna veit ég ekki hvort ég eigi að halda þeim?

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Þri 16. Mar 2010 16:04
af BjarkiB
Taktu þá út. Hafðu nokkra möguleika hvernig hægt er að skoða síðurnar: Top Rated, Stærð hýsingar og verð.

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Þri 16. Mar 2010 16:33
af emmi
Gleymir http://www.netsamskipti.is og netvistun.is/len.is. ;)

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Þri 16. Mar 2010 16:47
af gardar
Flott framtak =D>

Uppsetningin mætti þó vera skýrari.

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Þri 16. Mar 2010 16:54
af depill
Mér finnst vanta hverjir eru íslenskir vefhýsingaraðilar og hverjir eru erlendis ( og eru bara að endurselja erlendar hýsingar dýrt eða reka netþjóna erlendis ).

Til dæmis aðilar sem hýsa síður erlendis en markaðssetja á íslensku eru
- Edal.net
- Ishus.is
- vefsidur.is
- vefmeistarinn.is
- giraffi.net

Mér finnst þessi aðilar varla samanburðarhæfir við hina og ættu jafnvel heima í sér töflu þar sem þetta er ekki íslensk hýsing, bara íslensk þjónusta á erlenda hýsingu...

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Þri 16. Mar 2010 17:04
af Arkidas
Sammála Depli. Þetta skiptir máli upp á ping (svörunartíma) og erlent niðurhal.

Ég tók eftir því að þú lést $ merkið á eftir upphæðinni en það á að koma á undan, þ.e. $5 í stað 5$.

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Þri 16. Mar 2010 17:15
af gardar
depill skrifaði:Mér finnst vanta hverjir eru íslenskir vefhýsingaraðilar og hverjir eru erlendis ( og eru bara að endurselja erlendar hýsingar dýrt eða reka netþjóna erlendis ).

Til dæmis aðilar sem hýsa síður erlendis en markaðssetja á íslensku eru
- Edal.net
- Ishus.is
- vefsidur.is
- vefmeistarinn.is
- giraffi.net

Mér finnst þessi aðilar varla samanburðarhæfir við hina og ættu jafnvel heima í sér töflu þar sem þetta er ekki íslensk hýsing, bara íslensk þjónusta á erlenda hýsingu...



Sæll Depill minn.

Við bjóðum upp á hýsingar erlendis og á íslandi :)

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Þri 16. Mar 2010 17:18
af intenz
Sammála Depli, auk þess finnst mér að þetta mætti vera betur sett upp og hafa lægsta verðið efst og hæsta neðst.

En annars flott framtak!

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Þri 16. Mar 2010 17:21
af depill
gardar skrifaði:Sæll Depill minn.

Við bjóðum upp á hýsingar erlendis og á íslandi :)


Garðar þá er bara um að gera og uppfæra síðuna sína :) og auglýsa það. Á vefsíðunni ykkar er eingöngu sagt frá því að þið ætlið að gera það, en ekki sagt að þið gerið það.... Ályktunina að þið hýsið erlendis dreg ég eingöngu af því að síðan ykkar ( og báðir nafnaþjónar ) er hýst erlendis.

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Þri 16. Mar 2010 17:25
af gardar
depill skrifaði:
gardar skrifaði:Sæll Depill minn.

Við bjóðum upp á hýsingar erlendis og á íslandi :)


Garðar þá er bara um að gera og uppfæra síðuna sína :) og auglýsa það. Á vefsíðunni ykkar er eingöngu sagt frá því að þið ætlið að gera það, en ekki sagt að þið gerið það.... Ályktunina að þið hýsið erlendis dreg ég eingöngu af því að síðan ykkar ( og báðir nafnaþjónar ) er hýst erlendis.



Dagsatt, vefurinn hjá okkur er vægast sagt til skammar #-o

En það stendur allt til bóta á næstu vikum :)

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Þri 16. Mar 2010 17:28
af godski
takk kærlega fyrir ábendingarnar! ég fer að breyta þessu flest öllu í kvöld !

læt ykkur vita þegar ég er búinn að breyta, skýrari uppsetning, þema, raðað eftir verði eða stærð og hvort þeir séu að hýsa erlendis eða á íslandi ofl.

endilega komið með fleirri ábendingar, þessi síða er nú gerð fyrir neytendur!
Var bara búinn að "henda" þessari síðu upp, fer í að fínpússa þetta allt.

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Mið 17. Mar 2010 12:20
af godski
Nú er ég búinn að breyta og bæta, endilega skoðið.

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Mið 17. Mar 2010 12:51
af intenz
Þetta er allt annað líf.

En íhugaðu að setja ódýrasta efst og svo koll af kolli.

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Mið 17. Mar 2010 12:54
af codec
Ágæt framtak að taka þetta saman, það mætti bæta þetta með t.d. aðeins meiri samanburð á þjónustum sem eru í boði t.d. Lén, dedicated vs shared, php, asp.net, MySQL, MSSQL ofl. og hvaða kerfi ef einhver eru studd t.d. joomla eða eitthvað þannig.
Einnig væri töff að hafa rating kerfi og uppl. um uppitíma og-eða bandvídd (hraða) sbr http://www.hosting-review.com/ eða http://www.findmyhosting.com/.
Sjálfsagt að hafa linka á heimasíður þeirra (t.d. gætu heitin í listanum verið linkar).

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Mið 17. Mar 2010 13:24
af depill
Glæsilegt, miklu aðgengilegra. Nokkrir punktar

Netvistun og Len.is eru það sama og len.is birtir verðskránna sína
Opex.is er ekki þarna inni enn bjóða uppá þjónustu
Vantar líka vortex.is

Finnst dedicated, co-lo og vps frekar mikið aukaatriði og mætti frekar fara í sér lista og þar skiptir innlent jafn meira máli.

Og já það væri gott að fá að vita hvort að aðilar bjóða uppá control panel eins og cPanel eða Plesk og hvort hýsingin sé að windows eða unix ( eða bæði )...

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Mið 17. Mar 2010 14:39
af codec
já þetta allt er að koma, eitt atriði varðandi linkana sem eru nú komnir, þá er ég á því að best væri að þeir færu beint á verðskrá ef það er hægt (ef verðskrá er aðgengileg á síðuni þeirra einhverstaðar) annars bara forsíðu eins og þeir gera núna.

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Mið 17. Mar 2010 14:50
af emmi
Það er nú ekki alveg að marka þetta hjá þér, kíktu t.d. betur á netsamskipti.is. Ódýrasta hýsingin þar er 995kr, og diskpláss er 2GB og 4GB og ótakmörkuð netföng.

Re: vefhysingar.net verðsamanburður vefhýsinga

Sent: Mið 17. Mar 2010 17:47
af godski
emmi skrifaði:Það er nú ekki alveg að marka þetta hjá þér, kíktu t.d. betur á netsamskipti.is. Ódýrasta hýsingin þar er 995kr, og diskpláss er 2GB og 4GB og ótakmörkuð netföng.


búinn að laga þetta, þakka ábendinguna!